Í því felast aukin lífsgæði eldra fólks

Ég ólst mikið til upp í sveit hjá ömmu minni og afa ásamt því að fara í sveit til þeirra á sumrin. Þau voru öflug og sjálfstæð alveg til 90 ára aldurs, þegar þau sóttu íbúð með heimaþjónustu og fengu svo dvöl á hjúkrunarheimili ári eftir það. Eldra fólk er jafn ólíkt og það er […]

Umhverfis- og auðlindastefna Vestmannaeyjabæjar

Í dag var umhverfis- og auðlindastefna Vestmannaeyjabæjar samþykkt í bæjarstjórn.   Á stefnuskrá bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar var að vinna umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið þar sem slík stefna hafði aldrei verið unnin og því engin markmið til yfir þennan stóra og mikilvæga þátt sem umhverfismál eru.   Ferlið Efla verkfræðistofa vann stefnuna í samstarfi við sveitarfélagið […]

Lífæð okkar – Hjartans Heimahöfn

Sumarið 2019 bauðst mér að setjast í Framkvæmda- og hafnar ráð fyrir hönd Bæjarmálafélagsins fyrir Heimaey, áður hafði ég setið í Hafnarstjórn sem varamaður árin 2006-2010 þá fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Vinnan í ráðinu hefur verið bæði gefandi og fjölbreytt. Samstarfið hefur gengið vel í ráðinu og allir að vinna að heilum hug og höfninni fyrir bestu. […]

Betri Eyjar – fyrir alla!

Vestmannaeyjabær er stærsta þjónustufyrirtækið í sveitarfélaginu með fjölþætta, lögbundna, ólögbundna og mikilvæga þjónustu sem nær til allra íbúa. Markmið bæjarins ætti ávallt að vera að þjónusta alla íbúa eins best og hægt er hverju sinni og horfa til framtíðar með heildarhagsmuni að leiðarljósi. Bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey var stofnað fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018 og var þá með […]

Byggjum upp leikskóla til framtíðar

Tíminn líður hratt og kjördagur nálgast óðum. Tími til kominn að kynna sig en ég heiti Hildur Rún Róbertsdóttir og sit í fjórða sæti Eyjalistans fyrir komandi kosningar 14.maí n.k. Ég flutti til Vestmannaeyja árið 2017 ásamt manninum mínum, honum Antoni Erni Eggertssyni. Við eigum saman eina litla stelpu, Helgu Dögg 1 árs.  Ég sá […]

Metnaðarfullt starf Eyjalistans 

Hvað er það sem fær mann til að vilja starfa í pólitík? Það er þegar maður brennur fyrir málefnum bæjarins sem maður býr í og manni langar til þess að hafa áhrif og koma sínum skoðunum á framfæri. Ég byrjaði formlega í pólitík fyrir rúmum 4 árum síðan þegar kosningabarátta Eyjalistans hófst og ég og […]

Því hér á ég heima

Kæri kjósandi, nú eru rétt rúmar 2 vikur fram að kjördegi þar sem bæjarbúar standa frammi fyrir því lýðræðislega vali að velja fólk til starfa í sveitarstjórn. Nokkrir hafa spurt mig af hverju maður með nóg að gera sé að standa í þessu brölti, af hverju vill ég upp á dekk? Því er auðsvarað, ég […]

Viljum vera í fremstu röð og getum það!

Undanfarin tvö ár hefur Vestmannaeyjabær verið í fyrsta sæti í þjónustukönnun Gallup meðal 20 stærstu sveitarfélaganna þegar kemur að þjónustu við barnafjölskyldur. Af því er ég stolt og það er mikilvægt að halda áfram á þeirri braut. Skólar og leikskólar eru „vinnustaðir“ barna okkar í allt að 14 ár. Mikil umræða hefur verið undanfarin ár […]

Sigling á Sjálfstæðisflokknum í Eyjum!

Óhætt er að fullyrða að prófkjör Sjálfstæðismanna, til að stilla upp framboðslista fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar, hafi gefið flokknum byr í seglin og laðað fólk til fylgis við framboðið. Það er reyndar vel skiljanlegt og eðlilegt því að Sjálfstæðisflokkurinn er eina framboðið í Eyjum sem treysti kjósendum til að stilla frambjóðendum upp á lista sinn. Kjósendur […]

Næst á dagskrá!

Fjögur ár eru frá því að ég hóf afskipti af bæjarpólitíkinni og fyrir fjórum árum lagði Eyjalistinn aðaláherslu á skólamál, þjónustu við nemendur í leik- og grunnskólum og bætta þjónustu við íbúa almennt. Þegar ég lít til baka á þau verk sem okkur Eyjalistafólki hefur tekist að ná fram á líðandi kjötímabili get ég sagt […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.