Nýr kafli hjá Sjálfstæðisflokknum

Þegar rétt stemning myndast er fátt skemmtilegra en að taka þátt í samheldnu stjórnmálastarfi. Margir Vestmannaeyingar hafa fundið sér farveg til góðra verka í starfi Sjálfstæðisflokksins og það sem er jafnvel enn mikilvægara er að þá hafa margir Eyjamenn fundið vináttu og sterk tengsl sem stundum endast út lífið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sögulega verið sameiningarafl á […]

Skriðið úr skápnum

Ég væri klárlega að ljúga ef ég segði að það hefði komið mér á óvart að sjá Pál Magnússon leiða framboð H-listans fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Ég væri líka að ljúga ef að ég segði að það hafi ekki komið mér verulega á óvart þegar að Páll hringdi í mig, sem þáverandi formann kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í […]

Tilkynning um framboðslista við bæjarstjórnarkosningar í Vestmannaeyjum 14. maí 2022

Yfirkjörstjórn Vestmannaeyjabæjar tilkynnir hér með, að hún hefur úrskurðað að neðangreindir listar séu frambornir og verða því í kjöri við bæjarstjórnarkosningar í Vestmannaeyjum 14. maí 2022 D – Listi Sjálfstæðisflokksins 1. Eyþór Harðarson 110663-3079 Útgerðarstjóri Hólagötu 38 2. Hildur Sólveig Sigurðardóttir 200383-4949 Sjúkraþj./Bæjarfulltr. Hrauntúni 44 3. Gísli Stefánsson 120687-2559 Æskulýðsfulltr./Tónlistark. Hrauntúni 4 4. Margrét Rós […]

Við saman í Eyjum

Að taka þátt í stjórnmálastarfi getur verið kvíðvænlegt og ákveðin opinberun sem fylgir því að gefa kost á sér. Vinir eða fjölskylda sem hafa kannski aðrar skoðanir en frambjóðandinn skilja ekkert í að viðkomandi trúi á þá sýn sem hann og flokkurinn hafa og tala mögulega ástvini sína niður. Á sama tíma hefur fólk fundið […]

Í aðdraganda kosninga

Góðir íbúar Vestmannaeyja! Að baki er einstaklega vel heppnað prófkjör Sjálfstæðisflokksins hér í bæ og hefur listi framboðsins verið samþykktur. Það er ekki hægt annað en að gleðjast yfir frábærri prófkjörsbaráttu, miklum fjölda fólks sem bauð sig fram og drengilegri baráttu. Allt varð þetta til þess að skila góðri niðurstöðu þar sem valinn maður er […]

framboðslisti Eyjalistans samþykktur

Á fjölmennum félagsfundi Eyjalistans fyrr í kvöld var framboðslisti félagsins fyrir komandi kosningar samþykktur með öllum greiddum atkvæðum. Listann skipa eftirfarandi: 1. Njáll Ragnarsson – Deildarstjóri og formaður bæjarráðs 2. Helga Jóhanna Harðardóttir – Grunnskólakennari 3. Erlingur Guðbjörnsson – Stöðvarstjóri hjá Íslandspósti 4. Hildur Rún Róbertsdóttir – Deildarstjóri í leikskóla 5. Díana Íva Gunnarsdóttir – […]

Framboðslisti Bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey samþykktur

Í kvöld var framboðslisti bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey, fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, samþykktur einróma á félagsfundi. Á listanum er öflugt fólk sem vill hag Vestmannaeyja sem bestan. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóraefni listans. Framboðslisti Fyrir Heimaey: 1. Páll Magnússon 2. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir 3. Íris Róbertsdóttir 4. Örn Friðriksson 5. Ellert Scheving Pálsson 6. Aníta Jóhannsdóttir 7. Arnar […]

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins samþykktur

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var einróma samþykktur í kvöld með dynjandi lófataki á fundi fulltrúaráðs í Ásgarði. Listann skipa 18 einstaklingar sem flestir tóku þátt í glæsilegu prófkjöri flokksins 26.mars. Listinn er eftirfarandi: • 1 Eyþór Harðarson • 2 Hildur Sólveig Sigurðardóttir • 3 Gísli Stefánsson • 4 Margrét Rós Ingólfsdóttir • […]

Aðal- og félagsfundur Fyrir Heimaey

Aðalfundur Fyrir Heimaey Þriðjudaginn 5. apríl 2022, klukkan 17:00 í Líknarsalnum, Faxastíg 35 Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn Fyrir Heimaey Félagsfundur Fyrir Heimaey Þriðjudaginn 5. apríl 2022, klukkan 18:00 í Líknarsalnum, Faxastíg 35 Dagskrá: Tillaga að framboðslista félagsins til sveitarstjórnarkosninga sem fara fram laugardaginn 14. maí 2022 borin upp til samþykktar. Kjörnefnd Fyrir Heimaey (meira…)

Félagsfundur hjá Eyjalistanum

Næstkomandi miðvikudag kl. 17 verður haldinn félagsfundur hjá Eyjalistanum. Á dagskrá fundarins verður m.a. tekin fyrir tillaga uppstillingarnefndar um framboðslista í komandi bæjarstjórnarkosningum. Fundurinn verður haldinn í Þinghól að Kirkjuvegi 19. Við bjóðum allt félagsfólk velkomið! (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.