Fjárhagsáætlun 2020

Fimmtudaginn 5. desember fór fram fundur í bæjarstjórn en fundargerðin var birt í morgun  aðal umræðuefni fundarins var seinni umræða um fjárhagsáætlun 2020 Íris Róbertsdóttir gerði grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2020 frá fyrri umræðu. Við umræðu um málið tóku einnig til máls: Helga Kristín Kolbeins, Trausti Hjaltason, Hildur Sólveig […]

Fagna úttekt á Landeyjahöfn

Staðan í samgöngumálum var rædd í bæjarráði í hádeginu. Rædd var nýsamþykkt þingsályktunartillaga um úttekt í Landeyjahöfn. Samkvæmt tillögunni er miðað við að henni verði lokið eigi síðar en 31. ágúst 2020. Um er að ræða óháða úttekt á höfninni svo að unnt sé að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja heilsárshöfn í Landeyjum. […]

Sýslumaðurinn áfram í Vestmannaeyjum

Það er með mikilli ánægju sem við tilkynnum að okkur var að berast tilkynning um að staða Sýslumannsins í Vestmannaeyjum verði nú auglýst og einnig verði færð verkefni til Vestmannaeyja til að styrkja embættið og tryggja rekstrargrundvöll þess. Það hefur reynst okkur Eyjamönnum mikilvægt að hafa sýslumanninn staðsettan í Vestmannaeyjum. Það er von okkar að […]

Afgreiðsla mála hjá Vestmannaeyjabæ þarf að fylgja reglum stjórnsýslunnar

Að gefnu tilfelli vegna greinar sem birt var á Eyjafréttum 27. nóvember 2019 („Hvenær er Vestmanneyingur Vestmannaeyingur“) vilja undirrituð koma því á framfæri að frásögn greinarhöfundar er varðar samskipti við starfsmenn Vestmannaeyjabæjar er ekki rétt og rangt haft eftir um þau svör sem þeir veittu varðandi málið. Þjónusta og afgreiðsla mála hjá Vestmannaeyjabæ fylgja reglum […]

Nýbygging við Hamarsskóla tilbúin haustið 2022

Nýbygging við Hamarsskóla var til umræðu á fundi fræðsluráðs í gær þar gerði Ólafur Þór Snorrason grein fyrir drögum að hugsanlegri tímalínu verkefnisins. Skipa faghóp Í niðurstöð málsins þakkar fræðsluráð framkvæmdastjórum fjölskyldu- og fræðslusviðs og umhverfis- og framkvæmdasviðs fyrir. Ráðið samþykkir drög að tímalínu og leggur áherslu á að bygging verði tilbúin fyrir skólaárið 2022-2023. […]

Leggja til að endurskoða deiliskipulagstillögu

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fundaði í gær þar var meðal annars til umræðu deiliskipulag á athafnasvæði AT-1 við Græðisbraut. En á síðasta fundi óskaði Umhverfis- og skipulagsráð eftir greinargerð Skipulagsfulltrúa og skipulagsráðgjafa Alta. Greinargerð dags. 25. nóvember 2019 lögð fram. Eftirfarandi tillaga var samþykkt með 3 atkvæðum H- og E-lista gegn 2 atkvæðum D-lista. Ráðið […]

Bjartar vonir vakna  

Það voru sannarlega gleðitíðindi að Vegagerðin skrifaði í morgun undir nýjan samning við Björgun um dýpkun Landaeyjahafnar. Ef gamli samningurinn hefði gilt óbreyttur hefði dýpkun verið hætt núna í vikulokin og ekki verið tekin upp aftur fyrr en í byrjun mars. Samkvæmt viðbótarsamningnum verður dýpkun haldið áfram óslitið út janúar og dýpkunarskipið, og áhöfn, staðsett […]

Bæjarstjórnarfundur hófst í október og lauk í nóvember

Rúmlega sex klukkustunda fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja lauk í nótt. Á dagskrá vour sautján liðir en meðal þess sem var til umræðu var fjárhagsáætlun 2020. Við þær umræður bókuðu fulltrúar D-lista Fjárhagsáætlun sem nú er lögð fram við fyrri umræðu ber þess merki að lítið megi út af bregða við rekstur sveitarfélagsins. Tekjur Vestmannaeyjabæjar stæðu ekki […]

Framhald á aukinni ferðaþjónusta við fatlað fólk

Fjölskyldu og tómstundaráð ræddi á síðasta fundi sínum aukna ferðaþjónusta við fatlað fólk um kvöld og helgar – framhald af ákvörðun ráðsins frá 219. fundi frá 26. nóvember 2018 Í niðurstöðu ráðsins segir Við gerð fjárhagsáætlunar 2019 var tekin sú ákvörðun til eins árs að bjóða upp á viðbótarþjónustu í formi niðurgreiðslu á leigubílaþjónustu sem […]