Skrýtin skrif oddvita D-listans

    Vel rekið og fjárhagslega sterkt bæjarfélag notar góða afkomu til að lækka álögur á bæjarbúa og/eða bæta þjónustuna við þá. Ekki er gengið á eignir til að fjármagna rekstur heldur eru árlegar tekjur látnar standa straum af árlegum útgjöldum. Nákvæmlega þetta hefur núverandi bæjarstjórnarmeirihluti gert.   Þetta kann einhverjum að þykja svo augljóst […]

Tekist á um stjórnun hafnarinnar

Á fundi bæjarstjórnar síðastliðin fimmtudag var Skipurit Vestmannaeyjahafnar til umræðu. Áður hafði verið málið verið til umfjöllunar í framkvæmda- og hafnarráði. sjá Vilja ráða stjórnanda við Höfnina vegna mikilla framkvæmda hjá Vestmannaeyjabæ Nýtt stöðugildi verulega rekstraríþyngjandi Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að nýtt stöðugildi á framkvæmdasviði sem var samþykkt í fjárhagsáætlun yrði fyrst auglýst og metið hvernig sá […]

Vilja ráða stjórnanda við Höfnina vegna mikilla framkvæmda hjá Vestmannaeyjabæ

Skipurit Vestmannaeyjahafnar var til umræðu í framkvæmda- og hafnarráði á þriðjudag. Starfshópur sem skipaður var á 236. fundi framkvæmda- og hafnarráðs skilaði minnisblaði um skipulag Vestmannaeyjahafnar þar sem fram koma hugmyndir að breyttu skipulag á starfsemi hafnarinnar. Tvær hugmyndir eru lagðar fram, annars vegar að ráðinn verði sérstakur hafnarstjóri sem heyrir beint undir bæjarstjóra eða […]

Hvetja Alþingismenn til að girða sig í brók

Eyverjar hvetja Alþingismenn til að hætta að mæta bara í kaffi og halda tilgangslausa fundi og fara að girða sig í brók. Vestmannaeyjar eru stór hluti af Suðurkjördæmi og reiknum við því með að okkar atkvæði muni skipta máli í komandi alþingiskosningum. Núna er því fullkominn tími til að láta verkin tala. Okkar helsta áskorun […]

Vestmannaeyjabær hugar að áframhaldandi rekstri Herjólfs

Bjarráð fundaði í hádeginu í dag og eins og svo oft áður voru samgöngumál til umræðu. Bæjarstjóri kynnti nýjan samning um dýpkun í Landeyjahöfn. Hefur Vegagerðin samið við danska dýpkunarfyrirtækið Rohde Nielsen A/S um dýpkun frá 15. febrúar og út mars. Samningurinn gildir þar til umsamin vordýpkun tekur við. Rohde Nielsen A/S mun nota dýpkunarskipið […]

Ungmennaráð Vestmannaeyjabæjar endurvakið

Nú hefur ungmennaráð Vestmannaeyjabæjar verið endurvakið eftir nýjum lögum og reglum. Eru það miklar gleði fréttir fyrir sveitafélagið. Tilgangurinn með ungmennaráði er annars vegar að veita ungmennum fræðslu og þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum og hins vegar að skapa vettvang og leiðir til þess að gera ungmennum kleift að koma hugmyndum og skoðunum sínum á framfæri […]

Opinn fundur um hagsmuni Eyjamanna!

Í kvöld, þriðjudag, kl. 20:15 verð ég með opinn fund í Akóges. Meginefni fundarins verða þau málefni þar sem hagsmunir bæjarbúa eiga beinan og daglegan snertiflöt við ríkisvaldið; samgöngumál, heilbrigðisþjónusta, framhaldsmenntun og mál sem snúa að sýslumannsembætti og lögreglu. Að ógleymdu því sem snýr að atvinnustarfseminni í bænum – ekki síst sjávarútvegi og fiskveiðistjórnun auk […]

Hart barist á bæjarstjórnarfundi

Bæjarstjórnarfundur var haldinn í gærkvöldi í Einarsstofu. Þrettán mál voru á dagskrá fundarins og fjölmörg mál til umfjöllunar. Áberandi var á fundinum hversu ítrekað bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ræddu um samskiptaleysi, skort á gögnum og óvandaðri stjórnsýslu. Fengu svar 10 mínútum fyrir fundinn Á fundinum var tekin ákvörðun um að þeir fulltrúar sem sitja í bæjarráði Vestmannaeyja […]

Helstu verkefni Fjölskyldu- og tómstundaráðs á árinu 

Nú er árið 2019 senn á enda og því vert að fara yfir hver helstu verkefni Fjölskyldu- og tómstundaráðs hafa verið á árinu. Til að byrja með er gott að fara yfir hvaða breytingar urðu frá og með síðustu áramótum.   Þá var sett inn aukið fjármagn til þess að efla bakvaktir barnaverndar í Vestmannaeyjum.  Staða […]

Leggja til tjaldsvæði á Þórsvelli og hugsanlega nýjan fótboltavöll í staðinn

Lögð fram fundargerð starfshóps um skipulag tjaldsvæða á Þjóðhátíð á fundi í Umhverfis- og skipulagsráð í gær. Meta Þórsvöll eftir þjóðhátíð Niðurstaða ráðsins var eftirfarandi: Ráðið er hlynnt því að framtíðar tjaldsvæði fyrir Þjóðhátíð verði á Þórsvelli. Ráðið telur mikilvægt að ekkert verði aðhafst fyrr en eftir að stóru fótboltamótin eru yfirstaðin sumarið 2020. Lagt […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.