Afmælisrit í tilefni af 100 ára afmæli kaupstaðarins

Þegar afmælisnefnd í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar hóf formlega störf 10. september 2018 biðu hennar fjölmörg verkefni. Áður höfðu verið teknar ákvarðanir á vettvangi bæjarstjórnar um nokkur atriði sem tengjast afmælinu. Meðal fyrstu verkefna var að taka ákvörðun um með hvaða hætti þessara merku tímamóta væri minnst á prenti. Niðurstaðan var að gefa […]

Engin óvissa, áfram gakk!

Í samþykktum Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., dags. 19. maí 2018, er kveðið á um í 4. tl. að bæjarstjóri fari með alla hluti bæjarins í félaginu. Þetta umboð er ekki takmarkað að öðru leyti en því að sala hluta úr félaginu krefjist samþykkis bæjarstjórnar. Bæjarstjóri er þannig handhafi eina hlutabréfsins í félaginu og fer með eigandavaldið […]

Eðlilega eru margir hvumsa

Ísfélagið er að láta mála hús sitt sem stendur við Kirkjuveg. Á húsinu hefur verið málverk í mörg ár sem nú hefur verið málað yfir, en planið er að ný listaverk prýði húsið. Núna er verið að útbúa nýjan striga fyrir nýja listamenn. Á næsta skólaári munu nemendur í myndlist 8.-10. bekkjar fá að spreyta […]

Hvað er til ráða?

Þegar gengið var til samninga um dýpkun í Landeyjahöfn síðasta haust kom bæjarstjórn Vestmannaeyja skýrum og afdráttarlausum mótmælum á framfæri við Vegagerðina. Raunar hafði bæjarstjórn einnig mótmælt því hvernig útboðinu sjálfu var háttað; vægi tilboðsupphæðar annars vegar og tæknilegrar getu hins vegar kom mörgum spánskt fyrir sjónir. En látum það liggja á milli hluta. Eftir […]

Vilja afnema stimpilgjöld á fiskiskip

Í dag skiluðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins inn umsögn um frumvarp sem liggur fyrir Alþingi um afnám stimpilgjalda vegna íbúðarkaupa einstaklinga. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fögnuðu frumvarpinu enda er það til þess fallið að auka möguleika einstaklinga á að fjárfesta í eigin húsnæði. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hvöttu stjórnvöld þó til að bæta um betur í frumvarpinu og setja að auki […]

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag. Að vanda förum við um víðan völl í þessu tölublaði. Opnuviðtalið þennan mánuðinn er við Robert Hugo Blanco sem hefur kennt við Framhaldsskóla Vestmannaeyja í 25 ár. Sagan hans er ótrúleg og má ekki fara framhjá neinum. Kjartan Vídó Ólafsson […]

Draumur sem varð að veruleika

Eitt af stóru málum síðustu bæjarstjórnar var samkomulag sem náðist við erlent stórfyrirtæki um að koma til Eyja og fjárfesta í nýju safni og byggja risa sundlaug fyrir hvali sem þarf að flytja frá Asíu. Mikil vinna Elliða Vignissonar bæjarstjóra og Páls Marvins formanns bæjarráðs við að koma á samkomulagi við Merlin Entertainment breskt fyrirtæki […]

Fiskistofa í nútíð og framtíð

Miðvikudaginn 20. mars hélt Eyþór Björnsson, Fiskistofustjóri erindi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Góð mæting var á erindið eða á fjórða tuginn. Yfirskrift erindisins var Fiskistofa og framtíðin. Eyþór fjallaði um þær breytingar sem framundan eru hjá Fiskistofu í hinni stafrænu byltingu sem er að eiga sér stað í öllum samskiptum og þjónustu. Fiskistofa hefur uppi mikil […]

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag. Hægt er að kaupa blaðið í lausasölu í Vöruval, Klettinum og Tvistinum. Fermingarnar eru framundan og í blaðinu er að vanda fermingabörnunum, aðstandendum þeirra og öllu því sem að fermingunni lýtur gerð skil í máli og myndum. Eins og venjulega […]

Lýðræði í sparifötum

Á hverjum degi er verið að taka ákvarðanir og þá skiptir máli hvaða forsendur liggja að baki og á hvaða grundvelli ákvarðanirnar eru teknar. Nú er meirihluti bæjarráðs búinn að taka ákvörðun um að hætta við endurbætur á Týsheimilinu, og fara í staðinn í framkvæmdir við stúkuna á Hásteinsvelli. Við stjórnun bæjarfélagsins höfum við nefndir […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.