Vonbrigði með að Landsbankinn geti ekki gefið skýr svör

Bæjarráð Vestmannaeyja lýsir vonbrigðum með að Landsbankinn geti ekki gefið skýr svör um hvort aðrir fyrrum stofnfjáreigendur fái viðbótargreiðslu, fari dómsmál á þann veg, að bankanum beri að greiða þeim stofnfjáreigendum sem höfðuðu mál á hendur bankans viðbótargreiðslu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma þessum upplýsingum á framfæri við þá stofnfjáreigendur sem ekki eru partur af […]

Hátíðarfundur á 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar

Hátíðarfundur bæjarstjórnar var haldinn í gær 14. febrúar í bíósal Kviku. Fundurinn var sá 1543. í röðinni en í gær voru liðin slétt 100 ár frá fyrsta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Fundinn sátu Elís Jónsson forseti bæjarstjórnar, Njáll Ragnarsson aðalmaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Helga Kristín Kolbeins aðalmaður, Íris Róbertsdóttir aðalmaður og Jóna Sigríður […]

Íbúafundur um niðurstöður þjónustukönnunar Gallup

Á fundinum verða kynntar helstu niðurstöður viðhorfskönnunar um þjónustu sveitarfélagsins við íbúa Vestmannaeyjabæjar. Markmiðið er að upplýsa bæjarbúa um stöðu þjónustunnar í Vestmannaeyjum og leita eftir viðbrögðum um hvað megi betur fara og hvernig hægt er að bæta þjónustuna. 17:00 – 17:20 Kynning á þjónustukönnun Gallup – Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri 17:20 – 18:30 Umræður um […]

Ölduhæð og dýpkun

Við sem búum í Vestmannaeyjum þekkjum orðin ,,ölduhæð“ og ,,dýpkun“ kannski betur en mörg önnur orð. Ástæðan er einföld þessi orð hafa mikil áhrif á samgöngur okkar við fastalandið. Ég hef áður skrifað greinar um dýpkun og eytt töluverðum tíma síðustu mánuði m.a. í samskipti við Vegagerðina o.fl. Nú síðast voru dýpkunarmál rædd á bæjarstjórnarfundi […]

Mín meintu lögbrot

Ég hef áður skrifað um ólgu og óróleika sem mér finnst hafa einkennt bæjarpólitíkina síðustu mánuði. Síðustu fundir bæjarstjórnar og bæjarráðs bera það með sér að lítil breyting virðist vera í vændum hvað það varðar. Einn af hápunktum síðasta bæjarstjórnarfundar var þegar minnihlutinn mótmælti kröftuglega úttekt á verklagi og fjármögnun framkvæmda við Fiskiðjuna. Raunar urðu […]

Íbúafundur um niðurstöður þjónustukönnunar Gallup – Fundinum frestað

*Vegna spár um vonsku veður síðdegis í dag, verður að fresta íbúafundi um þjónustukönnun Gallup, sem til stóð að halda í dag, um eina viku. Fundurinn verður því haldinn í Eldheimum þriðjudaginn 12. febrúar milli kl. 17:00 og 18:30. ….. Á fundinum verða kynntar helstu niðurstöður viðhorfskönnunar um þjónustu sveitarfélagsins við íbúa Vestmannaeyjabæjar. Markmiðið er […]

Opinn fundur um eflingu iðnnáms og menntamál almennt

Í Ásgarði í kvöld mun Áslaug Arna ritari sjálfstæðisflokksins ásamt Helgu Kristínu skólameistara FÍV ræða um tækifærin í eflingu iðnnáms og fjalla um menntamál almennt. Allir velkomnir og heitt á könnunin. (meira…)

Bráðaþjónustu þarf að efla til að öryggi íbúa verði tryggt

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn var lögð fram sameiginleg bókun allra bæjarfulltrúa varðandi heilbrigðismál í bænum. Þar lýsa bæjarfulltrúar yfir ánægju yfir því að læknum búsettum í Vestmannaeyjum sem starfa á HSU fari fjölgandi og óskandi að sú jákvæða þróun haldi áfram. Nauðsynlegt er jafnframt að sú grunnþjónusta sem boðið hefur verið upp á hingað […]

Miklar áhyggjur yfir fækkun flugferða til Vestmannaeyja

Flugvollur

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja sem var á fimmtudaginn var lögð fram sameiginleg bókun allra bæjarfulltrúa er varðar stöðu flugsamgangna í Vestmannaeyjum, en fram hefur komið að drag eigi úr þjónustu. Bæjarstjórn Vestmannaeyja leggur fram eftirfarandi bókun, sem er samhljóma bókun sveitastjórnar Norðurþings frá 22. janúar 2019: Bæjastjórn lýsir yfir miklum áhyggjum af því ef Flugfélagið Ernir […]

Mótmæla harðlega ákvörðun dómsmálaráðherra

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn var lögð fram sameiginleg bókun allra bæjarfulltrúa þar sem þeir mótæla harðlega þeirri ákvörðun dómsmálaráðherra að fella sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum undir sýslumanninn á Suðurlandi. Augljóslega væri hægt að leysa tímabundna fjarveru skipaðs sýslumanns með því að setja fulltrúa hans í Eyjum í starfið í stað þess að flytja yfirmannsstarfið […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.