Hvetja bæjarfulltrúa til að halda áfram á braut góðra verka

Aðalfundir Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum og fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum voru haldnir í kvöld miðvikudaginn 27.febrúar. Prýðis mæting var á fundina en á þá mættu á fimmta tug félaga. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf þar sem m.a. voru kjörnar stjórnir félaganna. Stjórn sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja skipa: Páll Marvin Jónsson formaður, Andrea Guðjóns Jónasdóttir, Sindri Ólafsson, Kolbrún Kjartansdóttir […]

Vonbrigði með að Landsbankinn geti ekki gefið skýr svör

Bæjarráð Vestmannaeyja lýsir vonbrigðum með að Landsbankinn geti ekki gefið skýr svör um hvort aðrir fyrrum stofnfjáreigendur fái viðbótargreiðslu, fari dómsmál á þann veg, að bankanum beri að greiða þeim stofnfjáreigendum sem höfðuðu mál á hendur bankans viðbótargreiðslu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma þessum upplýsingum á framfæri við þá stofnfjáreigendur sem ekki eru partur af […]

Hátíðarfundur á 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar

Hátíðarfundur bæjarstjórnar var haldinn í gær 14. febrúar í bíósal Kviku. Fundurinn var sá 1543. í röðinni en í gær voru liðin slétt 100 ár frá fyrsta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Fundinn sátu Elís Jónsson forseti bæjarstjórnar, Njáll Ragnarsson aðalmaður, Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður, Trausti Hjaltason aðalmaður, Helga Kristín Kolbeins aðalmaður, Íris Róbertsdóttir aðalmaður og Jóna Sigríður […]

Íbúafundur um niðurstöður þjónustukönnunar Gallup

Á fundinum verða kynntar helstu niðurstöður viðhorfskönnunar um þjónustu sveitarfélagsins við íbúa Vestmannaeyjabæjar. Markmiðið er að upplýsa bæjarbúa um stöðu þjónustunnar í Vestmannaeyjum og leita eftir viðbrögðum um hvað megi betur fara og hvernig hægt er að bæta þjónustuna. 17:00 – 17:20 Kynning á þjónustukönnun Gallup – Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri 17:20 – 18:30 Umræður um […]

Ölduhæð og dýpkun

Við sem búum í Vestmannaeyjum þekkjum orðin ,,ölduhæð“ og ,,dýpkun“ kannski betur en mörg önnur orð. Ástæðan er einföld þessi orð hafa mikil áhrif á samgöngur okkar við fastalandið. Ég hef áður skrifað greinar um dýpkun og eytt töluverðum tíma síðustu mánuði m.a. í samskipti við Vegagerðina o.fl. Nú síðast voru dýpkunarmál rædd á bæjarstjórnarfundi […]

Mín meintu lögbrot

Ég hef áður skrifað um ólgu og óróleika sem mér finnst hafa einkennt bæjarpólitíkina síðustu mánuði. Síðustu fundir bæjarstjórnar og bæjarráðs bera það með sér að lítil breyting virðist vera í vændum hvað það varðar. Einn af hápunktum síðasta bæjarstjórnarfundar var þegar minnihlutinn mótmælti kröftuglega úttekt á verklagi og fjármögnun framkvæmda við Fiskiðjuna. Raunar urðu […]

Íbúafundur um niðurstöður þjónustukönnunar Gallup – Fundinum frestað

*Vegna spár um vonsku veður síðdegis í dag, verður að fresta íbúafundi um þjónustukönnun Gallup, sem til stóð að halda í dag, um eina viku. Fundurinn verður því haldinn í Eldheimum þriðjudaginn 12. febrúar milli kl. 17:00 og 18:30. ….. Á fundinum verða kynntar helstu niðurstöður viðhorfskönnunar um þjónustu sveitarfélagsins við íbúa Vestmannaeyjabæjar. Markmiðið er […]

Opinn fundur um eflingu iðnnáms og menntamál almennt

Í Ásgarði í kvöld mun Áslaug Arna ritari sjálfstæðisflokksins ásamt Helgu Kristínu skólameistara FÍV ræða um tækifærin í eflingu iðnnáms og fjalla um menntamál almennt. Allir velkomnir og heitt á könnunin. (meira…)

Bráðaþjónustu þarf að efla til að öryggi íbúa verði tryggt

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn var lögð fram sameiginleg bókun allra bæjarfulltrúa varðandi heilbrigðismál í bænum. Þar lýsa bæjarfulltrúar yfir ánægju yfir því að læknum búsettum í Vestmannaeyjum sem starfa á HSU fari fjölgandi og óskandi að sú jákvæða þróun haldi áfram. Nauðsynlegt er jafnframt að sú grunnþjónusta sem boðið hefur verið upp á hingað […]

Miklar áhyggjur yfir fækkun flugferða til Vestmannaeyja

Flugvollur

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja sem var á fimmtudaginn var lögð fram sameiginleg bókun allra bæjarfulltrúa er varðar stöðu flugsamgangna í Vestmannaeyjum, en fram hefur komið að drag eigi úr þjónustu. Bæjarstjórn Vestmannaeyja leggur fram eftirfarandi bókun, sem er samhljóma bókun sveitastjórnar Norðurþings frá 22. janúar 2019: Bæjastjórn lýsir yfir miklum áhyggjum af því ef Flugfélagið Ernir […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.