Mín meintu lögbrot

Ég hef áður skrifað um ólgu og óróleika sem mér finnst hafa einkennt bæjarpólitíkina síðustu mánuði. Síðustu fundir bæjarstjórnar og bæjarráðs bera það með sér að lítil breyting virðist vera í vændum hvað það varðar. Einn af hápunktum síðasta bæjarstjórnarfundar var þegar minnihlutinn mótmælti kröftuglega úttekt á verklagi og fjármögnun framkvæmda við Fiskiðjuna. Raunar urðu […]
Íbúafundur um niðurstöður þjónustukönnunar Gallup – Fundinum frestað

*Vegna spár um vonsku veður síðdegis í dag, verður að fresta íbúafundi um þjónustukönnun Gallup, sem til stóð að halda í dag, um eina viku. Fundurinn verður því haldinn í Eldheimum þriðjudaginn 12. febrúar milli kl. 17:00 og 18:30. ….. Á fundinum verða kynntar helstu niðurstöður viðhorfskönnunar um þjónustu sveitarfélagsins við íbúa Vestmannaeyjabæjar. Markmiðið er […]
Opinn fundur um eflingu iðnnáms og menntamál almennt

Í Ásgarði í kvöld mun Áslaug Arna ritari sjálfstæðisflokksins ásamt Helgu Kristínu skólameistara FÍV ræða um tækifærin í eflingu iðnnáms og fjalla um menntamál almennt. Allir velkomnir og heitt á könnunin. (meira…)
Bráðaþjónustu þarf að efla til að öryggi íbúa verði tryggt

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn var lögð fram sameiginleg bókun allra bæjarfulltrúa varðandi heilbrigðismál í bænum. Þar lýsa bæjarfulltrúar yfir ánægju yfir því að læknum búsettum í Vestmannaeyjum sem starfa á HSU fari fjölgandi og óskandi að sú jákvæða þróun haldi áfram. Nauðsynlegt er jafnframt að sú grunnþjónusta sem boðið hefur verið upp á hingað […]
Miklar áhyggjur yfir fækkun flugferða til Vestmannaeyja

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja sem var á fimmtudaginn var lögð fram sameiginleg bókun allra bæjarfulltrúa er varðar stöðu flugsamgangna í Vestmannaeyjum, en fram hefur komið að drag eigi úr þjónustu. Bæjarstjórn Vestmannaeyja leggur fram eftirfarandi bókun, sem er samhljóma bókun sveitastjórnar Norðurþings frá 22. janúar 2019: Bæjastjórn lýsir yfir miklum áhyggjum af því ef Flugfélagið Ernir […]
Mótmæla harðlega ákvörðun dómsmálaráðherra

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn var lögð fram sameiginleg bókun allra bæjarfulltrúa þar sem þeir mótæla harðlega þeirri ákvörðun dómsmálaráðherra að fella sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum undir sýslumanninn á Suðurlandi. Augljóslega væri hægt að leysa tímabundna fjarveru skipaðs sýslumanns með því að setja fulltrúa hans í Eyjum í starfið í stað þess að flytja yfirmannsstarfið […]
Meirihluti bæjarstjórnar braut sveitarstjórnarlög

Úttekt um framkvæmdir við Fiskiðju langt á veg komin áður en ákvörðun um hana kemur til afgreiðslu bæjarstjórnar Á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi átti sér stað sérstök atburðarás. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru tilbúnir með breytingatillögu vegna ákvörðunar bæjarráðs um úttekt vegna framkvæmda við Fiskiðjuna. Tillagan fólst í því að til að gæta meðalhófs og ábyrgrar meðhöndlunar […]
Árangurinn verður ekki gefinn eftir

Skipan mála hjá sýslumannsembættinu í Vestmanneyjum hefur verið til umræðu í kjölfar þess að núverandi sýslumaður hverfur tímabundið til starfa hjá sýslumannaráði og Sýslumaðurinn á Suðurlandi mun gegna stöðu sýslumanns í Vestmanneyjum í heila 11 mánuði. Ljóst er að framtíð sýslumannsembættisins í Vestmannaeyjum er nokkuð óljós miðað við þær tilkynningar sem fylgdu í kjölfarið. Sýslumannaráð […]
Ekki stendur til að leggja niður embættið

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi flokksystur sína, dómsmálaráðherra Sigríði Á. Andersen, á Alþingi í gær vegna þess að til stendur að fjarlægja sýslumann úr Vestmannaeyjum frá og með morgundeginum. Hann kveðst hafa komist að þessu fyrir tilviljun þegar hann var staddur á flugvellinum í Vestmannaeyjum á þriðjudagsmorgun og rakst þar á sendinefnd frá dómsmálaráðuneytinu. „Við […]
Áramótahugleiðing um umburðarlyndi

Páfinn í Róm gerði umburðarlyndi, eða öllu heldur umburðarleysi, að meginstefi í jólaávarpi sínu. Hann hvatti til ”…bróðernis fólks með ólík sjónarmið sem getur þó virt og hlýtt hvert á annað”. Og mér varð hugsað til okkar hér í Eyjum. Margir vinir mínir kannast við þessa þulu mína um vanda þess og vegsemd að vera […]