Ótrúlega skrýtin umræða um Herjólf ohf.

Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með umræðunni um málefni Herjólfs ohf. undanfarnar vikur. Umræðu sem einkennst hefur af upphrópunum og ályktunum sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Blásið hefur verið upp moldviðri trekk í trekk og maður spyr sig óneitalega hver tilgangurinn sé. Er virkilega til staðar í Eyjum einbeittur vilji til að […]

Niðurfelling á fasteignaskatti 70 ára og eldri

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt áherslu á að bæta kjör eldri borgara. Liður í því hefur verið að fella niður fasteignaskatt fyrir 70 ára og eldri í Vestmannaeyjum. Með ákvörðun um niðurfellingu á beinum sköttum á fasteignir þeirra er í senn verið að draga úr þörfinni á dýrari úrræðum svo sem hjúkrunarrými, virða valfrelsi eldriborgara hvað […]

Móta tillögur um breytingar á fasteignaskatt örorku- og ellilífeyrisþega

Á fundi Bæjarráðs Vestmannaeyja í gær var umræða um niðurfellingu fasteignaskatts til örorku- og ellilífeyrisþega tekin, en eins og Eyjafréttir greindu frá þá gagnrýndi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið bæjarstjórn Vestmannaeyja harðlega fyrir að fella niður fasteignaskatt eldri borgara í bænum ár eftir ár vitandi að það væri ólögmætt. Ekki var bæjarráð sammál um hvaða leið skuli […]

Koma þjónustu- og öryggisstigi í viðunandi horf

„Á fundi með þingmönnum Suðurkjördæmis í kjördæmaviku var aðaláhersla bæjarstjórnar lögð á stöðu heilbrigiðisþjónustu í Vesmannaeyjum. Það liggja fyrir skýrslur og greiningar varðandi þessi mál en eftir þeim er ekki farið og í raun hefur ekkert gerst frá því að “tímabundin” lokun skurðstofu var ákveðin árið 2013,“ segir í bókun bæjarráðs frá fundi þeirra á […]

Ert þú búin að skrifa undir?

Eins og Eyjafréttir sögðu frá um hlegina tók Margrét Steinunn Jónsdóttir verðandi móðir sig til og sendi helstu ráðamönnum þessara þjóða bréf þess eðlis að nú sé komið nóg, hún vill fá  svöru og endurbætur varðandi fæðingar- og heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Skortur á þjónustu á þessum sviðum við landsbyggðina er óboðlegur. Þrýstingur á stjórnvöld er […]

Hádegisfundur með Kristjáni Þór um veiðigjald og sjávarútveginn

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heldur 10 opna fundi hringinn í kringum landið til að ræða nýtt frumvarp um veiðigjald og stöðu sjávarútvegsins almennt. Kristján Þór var með fundi á Vestfjörðum og Snæfellsnesi í síðustu viku og þar var hörkugóð mæting, alvöru umræður og mikil stemning. Á morgun miðvikudag er komið að fundi í […]

Myndi auka öryggis- og þjónustig vegna bráðaþjónustu

Fyrir liggur skýrsla starfshóps velferðarráðuneytisins og var skýrslan tekin fyrir hjá bæjarráði í gær. Skýrslan fjallar um mögulega aukna aðkomu þyrlna að sjúkraflugi. „Stjórn SASS tekur undir sjónarmið tveggja af sjö fulltrúum í starfshópnum um að leggja til við heilbrigðisráðherra að sérstakri sjúkraþyrlu verði komið á fót, með stuttum útkallstíma (<10 mínútur) og sérhæfðum mannskap […]

Vill lækka fasteignaskattinn

Á fundi bæjarráðs í gær voru forsendur fjárhagsáætlunar næsta árs til umræðu. Þar ræddi Trausti Hjaltason fulltrúi Sjálfstæðisflokksins um að það ætti að leita allra leiða til að lækka álögur á bæjarbúa og horfa þar sérstaklega til fasteignaskatts. „Sá skattur bitnar fast á fjölskyldufólki sem þurfa að greiða sífellt hærra hlutfall af tekjum sínum í […]

Sjálfstæðismenn vilja frístundastyrkinn að 18 ára aldri

Á síðasta bæjarstjórnarfundi lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram breytingatillögu vegna breyttra aldursviðmiða frístundastyrksins. Frístundastyrkur er upphæð sem er veitt foreldrum árlega til niðurgreiðslu skipulagðs tómstunda- og íþróttastarfs barna sem margsannað er að hafi ótvírætt forvarnargildi og geti dregið úr líkum á frávikshegðun (fíkni-, ofbeldis- og glæpahegðun). Sjálfstæðismenn vilja hækka aldursviðmiðið m.a. til að sporna við brottfalli […]

Frístundastyrkur í boði frá tveggja ára aldri

Bæjarstjórn Eyþór

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða á fundi sínum á fimmtudaginn að lækka aldursviðmið vegna frístundastyrks niður í tveggja ára aldur í stað sex. „Markmiðið með þessari breytingu er að styrkja fleiri aldurshópa til þátttöku í uppbyggilegu frístundastarfi og auka möguleika til þátttöku óháð efnahag. Því fyrr sem börn byrja að kynnast skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi þeim mun […]