Að verða of stór í byggðarlaginu sínu

Fyrir nokkru hlustaði ég á fyrirlestur Ívars Atlasonar um þann merka mann, Gísla J. Johnsen, sem snemma á síðustu öld haslaði sér völl í atvinnulífi Vestmannaeyja. Hann hóf verslunarrekstur aðeins 17 ára gamall. Með verslun sinni og útgerðarrekstri náði hann að minnka umsvif Brydesverslunarinnar og á aðeins 10 árum að bæla niður þá dönsku einokun, […]

Elliði vill verða bæjarstjóri í Ölfusi

Fyrrverandi bæjarstjórar Hornafjarðar, Vestmannaeyja, Ísafjarðar og Garðs ásamt fyrrverandi framkvæmdarstjóra Árborgar sækjast eftir stöðu bæjarstjóra Í Ölfusi. Átján sækjast eftir stöðunni, en fimm  kusu að draga umsókn sína til baka.Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins í dag. Ráðningarferlið er unnið í samvinnu við fyrirtækið Capacent, en í sveitarfélaginu bíða mörg verkefni, sérstaklega í atvinnumálum. Þá […]

Málefnasamningur nýs meirhluta

Málefnasamningur nýs meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur litið dagsins ljós. Meirihlutinn er skipaður af fjórum fulltrúum, einn úr Eyjalistanum og þrír fulltrúar frá Fyrir Heimaey. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri sagði í samtali við Eyjafréttir að samstarfið hafi farið vel af stað og það væru mörg spennandi og krefjandi verkefni framundan. Hægt er að lesa málefnasamningin hér […]

Fjármagnið sem sparaðist hefði átt að nýtast áfram í Eyjum

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins sendi í byrjun mars fyrirspurn á Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra varðandi fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, fjölda ársverka og þróun launakostnaðar. Hún hefur nú svarað fyrirspurnum hans og sagði Birgir að  svarið staðfestir það að sameiningin við HSU fól í sér fækkun stöðugilda í Vestmannaeyjum um 5 ársverk. „Árið 2013 voru þau 67,5 […]

Eitt af þeirra fyrstu verkum að brjóta áralanga venju

:: segir Trausti Hjaltason, reynslumesti bæjarfulltrúi nýrrar bæjarstjórnar Það leyndi sér ekki að spenna var í Einarstofu á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar á fimmtudaginn. Nýr bæjarstjóri Vestmannaeyja Íris Róbertsdóttir var fjarvernadi á fyrsta fundinum en áður hafði meirihlutinn beðið um tilfærslu á fundinum. Samkvæmt lögum skal reyndasti bæjarfulltrúinn boða til fyrsta bæjarstjórnarfundar. Trausti Hjaltason hefur […]

Sjálfstæðisflokkurinn virðir úrskurð kjörnefndar

Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum virðir úrskurð kjörnefndar og mun ekki áfrýja málinu til Dómsmálaráðuneytisins. Óumdeilt er að utankjörfundaratkvæðin bárust í hendur kjörnefndarfulltrúa fyrir kl. 22:00 um 20 metrum fyrir utan kjörstað. Þau eru dæmd ógild þar sem þau voru ekki komin inn í hús fyrr en 10-20 sekúndum síðar, ekki var búið að læsa hurðinni á […]

Kosið í ráð, nefndir og stjórnir hjá bænum

Á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi var kosið í ráð, nefndir og stjórnir Vestmannaeyjabæjar til næstu fjögurra ára. Njáll Ragnarsson er nýr formaður bæjarráðs og Elís Jónsson var kjörinn forseti bæjarstjórnar. Íris Róbertsdóttir nýr bæjarstjóri Vestmannaeyja, gat ekki mætt á fyrsta fund bæjarstjórnar og í hennar stað var Guðmundur Ásgeirsson. Hér fyrir neðan má sjá hvernig […]

Eðlileg skýring á fundartíma bæjarstjórnar

Í ljósi umfjöllunar á vefmiðlum þar sem grein er frá því að undirritaður hafi ekki orðið við óskum meirihlutans um að breyta fundartíma bæjarstjórnar vil ég taka fram að mjög eðlilegar skýringar eru á boðuðum fundartíma fyrsta bæjarstjórnarfundar nýrrar bæjarstjórnar. Samkvæmt 8. gr bæjarmálasamþykktar þá eru bæjarstjórnarfundir haldnir á fimmtudögum kl. 18:00. Um það ríkir […]

Tímamót

Íris í Lit

Í dag er fyrsti bæjarstjórnarfundur þessa kjörtímabils. Við sem stöndum að nýjum meirihluta óskuðum eftir að fyrsti fundur yrði ekki haldinn 21. júní, þar sem undirrituð yrði stödd erlendis. Kom nýr meirihluti með tillögur að öðrum dagsetningum, sem Trausti Hjaltason varð ekki við. Trausti boðar til fyrsta fundar samkvæmt sveitastjórnarlögum, þar sem hann á flesta […]

Nýtt fólk í bæjarstjórn horfir björtum augum fram á veginn

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar er í Einarsstofu kl. 18:00 í dag. Höfðu Eyjafréttir samband við nýkjörna bæjarfulltrúa, sem flestir eru að stíga sín fyrstu skref í bæjarpólitíkinni og var spurningin; hvernig leggst kjörtímabilið í þig?   … Helga Jóhanna Harðardóttir: Tek fullan þátt á hliðarlínunni „Kjörtímabilið leggst bara vel í mig. Vissulega hefði ég viljað […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.