Kjörsókn 80,6% prósent

Alls höfðu 2512 kosið í Vestmannaeyjum þegar kjörstöðum var lokað kl. tíu í gærkvöldi eða 80,6%. Þar af voru utankjörfundaratkvæði 714 eða 22,9%. Á kjörskrá voru 3115, en til samanburðar voru 3063 á kjörskrá fyrir þremur árum  en þá var kjörsókn 81,4%. Árið 2017 var hún 80,%, 2016 81,6% og 82,3% árið 2013. (meira…)

Sig­urður Ingi heldur sæti sínu

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, ráðherra, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og annar maður á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi heldur sæti sínu á Alþingi, þvert á kannanir. Þetta var ljóst eftir að lokatölur komu úr Suðvesturkjördæmi í hádeginu. Fer hann inn sem jöfn­un­arþingmaður og Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins  er dott­in út. Endanleg niðurstaða kosninganna í Suðurkjördæmi er: Kjördæmakjörnir · […]

Flokkur fólksins stærstur í Suðurkjördæmi

Oddvitar Hopmynd 20241113 192740

Stór tíðindi urðu í lokatölum frá Suðurkjördæmi en þá tók Flokkur fólksins fram úr Sjálfstæðisflokknum. Flokkarnir fá tvo þingmenn hvor um sig en Flokkur fólksins fékk 121 atkvæði fleiri en Sjálfstæðisflokkurinn í kjördæminum. Það gerðist síðast í þingkosningunum árið 2009 að annar flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn fengi flest atkvæði í Suðurkjördæmi en þá var […]

Ívið lakari kjörsókn

Kjordeild 24 IMG 7033

Klukkan 15.00 í dag höfðu 29,2% kjörgengra íbúa í Vestmannaeyjum mætt á kjörstað í Barnaskóla Vestmannaeyja. Er það ívið lakari kjörsókn en á sama tíma í þingkosningunum fyrir þremur árum. Þá höfðu 964 manns kosið (31,5%) á móti 910 nú, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá yfir­kjör­stjórn í Vestmannaeyjum. Framkomin utankjörfundaratkvæði eru 597. Á kjörskrá eru 3.115, en […]

Kjörfundur hafinn

Í dag ganga Íslendingar til þingkosninga. Kjörfundur hófst víðast hvar klukkan níu í morgun. Í Vestmannaeyjum er hægt að kjósa í Barnaskólanum, inngangur um norður- og suðurdyr. Aðgengi fyrir fatlaða er um norðurdyr. Kjörfundur hófst kl. 9.00 í morgun og lýkur kl. 22.00 í kvöld. Bænum er skipt með eftirfarandi hætti í tvær kjördeildir: Í […]

Sjálfstæðisflokkur stærstur í Suðurkjördæmi – Flokkur fólksins skammt undan

Oddvitar Hopmynd 20241113 192740

Síðasta skoðanakönnunin fyrir komandi þingkosningar birtist í dag. Það er Gallup sem kannaði fylgi flokka sem bjóða fram til Alþingis. Könnunin var gerð dagana 23.-29. nóvember. Ef við skoðum Suðurkjördæmi sérstaklega í þessari könnun má sjá að Sjálfstæðisflokkur hefur mest fylgi, eða 23,3%. Hástökkvarinn frá könnun sem gerð var í kjördæminu í síðasta mánuði er […]

Skynsamlegast fyrir Vestmannaeyinga að kjósa Sjálfstæðisflokkinn

„Ég er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Foreldrar mínir eru Stefán Sigurðsson, fyrrum sjómaður og Guðrún Gísladóttir fyrrum gjaldkeri í Íslandbanka. Ég er fjögurra barna faðir, giftur Kristínu Sjöfn Sigurðardóttur, sjúkraliða. Höfum búið saman í 18 ár og gift í 13 ár þannig að maður er búinn að sigra í lífinu hvað þetta varðar,“ segir […]

Markmiðið að Kristrún leiði næstu ríkisstjórn

Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi hefur frá árinu 2010 staðið í hringiðu stórra atburða. Var öryggisfulltrúi á Suðurlandi í Eyjafjallagosinu 2010 og Grímsvatnagosinu árið eftir sem bæði höfðu mikil áhrif. Hann bar ábyrgð á öryggi íslenska karlalandsliðsins þegar það reis hæst á EM í Frakklandi 2016 og HM í Rússlandi 2018. […]

Stefna og áherslur fyrir okkur öll

Nú þegar stutt er til kosninga eru mörg óákveðin og eiga erfitt með að gera upp hug sinn. Með þessum línum vonast ég til þess að geta auðveldað þér kjósandi góður að velja til vinstri með því að fara örstutt yfir kosningaáherslur VG. Samheldið samfélag og öflug almannaþjónusta. Það felur meðal annars í sér að […]

Tryggjum grunnþjónustuna

Vilhj Arna Ads C

Heilbrigðisþjónusta og samgöngumál hafa verið mér lengi hugleikin enda hluti af grunnstoðum samfélaga og mikilvægir innviðir sem allir íbúar samfélaga nýta sér á einn eða annan hátt. Sú þjónusta sem veitt er í hverju samfélagi byggir fyrst og fremst á mannauðnum sem þar býr og af heimsóknum mínum á HSU í Vestmannaeyjum veit ég að […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.