Ívið lakari kjörsókn

Kjordeild 24 IMG 7033

Klukkan 15.00 í dag höfðu 29,2% kjörgengra íbúa í Vestmannaeyjum mætt á kjörstað í Barnaskóla Vestmannaeyja. Er það ívið lakari kjörsókn en á sama tíma í þingkosningunum fyrir þremur árum. Þá höfðu 964 manns kosið (31,5%) á móti 910 nú, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá yfir­kjör­stjórn í Vestmannaeyjum. Framkomin utankjörfundaratkvæði eru 597. Á kjörskrá eru 3.115, en […]

Kjörfundur hafinn

Í dag ganga Íslendingar til þingkosninga. Kjörfundur hófst víðast hvar klukkan níu í morgun. Í Vestmannaeyjum er hægt að kjósa í Barnaskólanum, inngangur um norður- og suðurdyr. Aðgengi fyrir fatlaða er um norðurdyr. Kjörfundur hófst kl. 9.00 í morgun og lýkur kl. 22.00 í kvöld. Bænum er skipt með eftirfarandi hætti í tvær kjördeildir: Í […]

Sjálfstæðisflokkur stærstur í Suðurkjördæmi – Flokkur fólksins skammt undan

Oddvitar Hopmynd 20241113 192740

Síðasta skoðanakönnunin fyrir komandi þingkosningar birtist í dag. Það er Gallup sem kannaði fylgi flokka sem bjóða fram til Alþingis. Könnunin var gerð dagana 23.-29. nóvember. Ef við skoðum Suðurkjördæmi sérstaklega í þessari könnun má sjá að Sjálfstæðisflokkur hefur mest fylgi, eða 23,3%. Hástökkvarinn frá könnun sem gerð var í kjördæminu í síðasta mánuði er […]

Skynsamlegast fyrir Vestmannaeyinga að kjósa Sjálfstæðisflokkinn

„Ég er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Foreldrar mínir eru Stefán Sigurðsson, fyrrum sjómaður og Guðrún Gísladóttir fyrrum gjaldkeri í Íslandbanka. Ég er fjögurra barna faðir, giftur Kristínu Sjöfn Sigurðardóttur, sjúkraliða. Höfum búið saman í 18 ár og gift í 13 ár þannig að maður er búinn að sigra í lífinu hvað þetta varðar,“ segir […]

Markmiðið að Kristrún leiði næstu ríkisstjórn

Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi hefur frá árinu 2010 staðið í hringiðu stórra atburða. Var öryggisfulltrúi á Suðurlandi í Eyjafjallagosinu 2010 og Grímsvatnagosinu árið eftir sem bæði höfðu mikil áhrif. Hann bar ábyrgð á öryggi íslenska karlalandsliðsins þegar það reis hæst á EM í Frakklandi 2016 og HM í Rússlandi 2018. […]

Stefna og áherslur fyrir okkur öll

Nú þegar stutt er til kosninga eru mörg óákveðin og eiga erfitt með að gera upp hug sinn. Með þessum línum vonast ég til þess að geta auðveldað þér kjósandi góður að velja til vinstri með því að fara örstutt yfir kosningaáherslur VG. Samheldið samfélag og öflug almannaþjónusta. Það felur meðal annars í sér að […]

Tryggjum grunnþjónustuna

Vilhj Arna Ads C

Heilbrigðisþjónusta og samgöngumál hafa verið mér lengi hugleikin enda hluti af grunnstoðum samfélaga og mikilvægir innviðir sem allir íbúar samfélaga nýta sér á einn eða annan hátt. Sú þjónusta sem veitt er í hverju samfélagi byggir fyrst og fremst á mannauðnum sem þar býr og af heimsóknum mínum á HSU í Vestmannaeyjum veit ég að […]

Finnum meðbyr og ekki síst í Vestmannaeyjum

„Þetta var velheppnaður fundur, vel sóttur og gagnlegar umræður sem margir tóku þátt í,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi og lögreglustjóri í Vestmannaeyjum eftir fund efstu manna listans í kjördæminu. Fundurinn var í AKÓGES og með honum voru Heiðbrá Ólafsdóttir, lögfræðingur og kúabóndi sem er í öðru sæti, Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi alþingismaður […]

Eflum löggæslu

Eitt af fáum kosningaloforðum Viðreisnar fyrir komandi kosningar sem kalla á útgjöld er að við ætlum að fjölga lögreglumönnum. Ég hef starfað sem lögreglumaður í ríflega 37 ár og ég veit að það vantar lögreglumenn á flesta pósta. Stór verkefni Þó að lögreglumenn á Íslandi séu fáir er um einvalalið að ræða sem við getum […]

Burðarás íslensks atvinnulífs

Gisli Stef Is

Sjávarútvegur hefur lengi verið burðarás íslensks efnahagslífs og samfélags. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt lagt áherslu á að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins, stuðla að nýsköpun og efla samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðavettvangi. Íslenskur sjávarútvegur er leiðandi í heiminum hvað varðar sjálfbærni, þróun og arðsemi. Hann er í daglegri samkeppni við erlendan ríkisstyrktan sjávarútveg, sem krefst þess að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.