Margrét Lára – Eyjastelpan sem spilaði í bestu deildum Evrópu

Knattspyrnukonuna Margréti Láru Viðarsdóttur þarf vart að kynna en hún er meðal fremstu íþróttamanna sem Ísland hefur átt. Hún er markahæsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu frá upphafi og hefur spilað og skorað í sterkustu deildum heims. Margrét Lára gaf út bókina, Ástríða fyrir leiknum fyrr í sumar og í bókinni fer hún yfir feril sinn […]

Sóley Óskarsdóttir: Stefnir á að komast í háskólagolf

Íþróttamaður mánaðarins er nýr liður í Eyjafréttum þar sem við munum leggja spurningar fyrir íþróttafólk í Eyjum. Sóley Óskarsdóttir er íþróttamaður mánaðarins að þessu sinni en hún vann á dögunum meistaramót GV. Sóley er mjög öflugur golfari og segir á heimasíðu GV að hún sé einn efnilegasti kvenkylfingur sem þau hafa átt lengi. Hún er […]

Persónuleg þjónusta og snyrtilegt umhverfi á tjaldsvæðinu

Tjaldsvæði Vestmannaeyja býður upp á flotta aðstöðu í og við Þórsheimilið og inni í Herjólfsdal og hefur hlotið mikið lof á meðal gesta. Á báðum stöðum stendur gestum til boða hlýleg og notaleg aðstaða með eldhúsi, borðsal, sturtum, snyrtihorni og salernum. Við heyrðum í Katrínu Harðardóttur öðrum rekstraraðila tjaldsvæðisins og spurðum hana út í reksturinn, […]

Sigríður Inga: TM- og Orkumótið

Mótin okkar eru sett upp alveg eins nema að á TM-mótinu erum við með hæfileikakeppni og á Orkumótinu er tilkomumikil skrúðganga. Að öðru leyti erum við að keyra á sama prógramminu. Sömu skemmtikraftar og sama umgjörð,“ segir Sigríður Inga Kristmannsdóttir, íþróttafulltrúi ÍBV sem hefur haft yfirumsjón með knattspyrnumótum ÍBV – Íþróttafélags og akademíum frá 2017. […]

Gunnar Páll formaður ÍBV-Héraðssambands: Íþróttir lykill að betra lífi

„Já, þetta er að mínu mati eitt af aðalatriðunum sem barnafjölskyldur horfa til þegar þau ákveða hvort flytja eigi í annað sveitarfélag. Vinna og húsnæði eru auðvitað númer eitt og tvö en aðstæður fyrir börnin til íþróttaiðkunar kemur þar fast á eftir,“ segir Gunnar Páll Hálfdánsson um þá þætti sem fjölskyldan skoðaði áður ákveðið var […]

Syntu fyrir ljónshjarta

Þann 5. júlí síðastliðinn syntu þeir félagarnir Pétur Eyjólfsson og Héðinn Karl Magnússon frá Elliðaey yfir í Heimaey. Sundið var synt í minningu Margrétar Þorsteinsdóttur og jafnframt til styrktar góðgerðarfélaginu Ljónshjarta. Alls söfnuðust 2,3 milljónir. Ljónshjarta kt. 6012130950 reikn. 0536-14-400960 ef einhverjir fleiri vilja styrkja Ljónshjarta til að styðja við börn sem hafa misst foreldri. […]

Ásgeir Sigurvinsson: Borgfirskur Sandari af Reglubrautinni

Í þessu viðtali við Ásgeir Sigurvinsson verður leitast við að fara yfir barnæsku og unglingsár Ásgeirs í Vestmannaeyjum. Við vörpum ljósi á það samfélag sem hann ólst upp í, og hvaða áhrif það hafði á uppeldi hans og hæfileika í íþróttum. Rætur Ásgeirs má kortleggja eins og þríhyrning um landið, Hellissandur í vestri, Borgarfjörður eystri […]

Nútímaskip orðin ein tölva

Það var í mörg horn að líta hjá Ólafi Einarssyni, skipstjóra á nýrri Heimaey VE 1 og áhöfn hans þegar blaðamaður leit þar við. Allt á fullu undirbúa skipið fyrir fyrsta túrinn eftir að Ísfélagið fékk skipið afhent. „Við erum að aðlaga skipið að okkar þörfum, smá breytingar hér og þar en heilt yfir lítur […]

Nauðsynlegt að endurnýja flotann

„Hér er vélgæslukerfi og hægt að sjá og stýra flestum kerfum skipsins. Við getum kveikt ljós á dekkinu með þessum skjá ef því er að skipta. Sett aðalvél í gang og fylgst með öllu, RSW-kælikerfið er hérna líka en þegar við erum að dæla inn fiski erum við uppi í dekkhúsi þar sem við erum […]

Íþróttamaður mánaðarins: Allison Patricia Clark

Íþróttamaður mánaðarins er nýr liður í Eyjafréttum þar sem við munum leggja spurningar fyrir íþróttafólk í Eyjum. Fyrst í röðinni er fótboltakonan Allison Patricia Clark sem hefur átt virkilega góðu gengi að fagna með kvennaliði ÍBV en þær sitja á toppi Lengjudeildarinnar og eru komnar í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Allison hefur verið einn af betri leikmönnum […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.