Þungarokkstrommarinn í Hafnareyri stefnir í húsasmíði

„Ég væri alveg til í að geta lifað á tónlistinni en held að það sé ekki mega-raunsætt í augnablikinu. Þess vegna ætla ég að byrja í fjarnámi í Tækniskólanum í haust og stefni á að útskrifast sem húsasmiður,“ segir Mikael Magnússon, starfsmaður Hafnareyrar og besti trommuleikari Músiktilrauna í ár. Hann er liðsmaður þungarokkssveitarinnar Merkúrs sem […]

VSV-styrkir til náms í skipstjórn og vélstjórn

Vinnslustöðin gekk á dögunum frá styrktarsamningi við Stefán Inga Jónsson, skipverja á Brynjólfi VE, og nema í skipstjórn í Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum. Hann lýkur í vor þriðju önn í skipstjórnarnámi. Stefán Ingi þarf að bæta við sig fjórum önnum til að ljúka fullu námi og það hyggst hann gera. Hann hefur stundað námið samhliða sjómennsku […]

CNN-menn heilluðust af saltfiski Einsa kalda

EinsiÚtsendarar fréttastöðvarinnar CNN í Portúgal settu punkt aftan við afar vel heppnaða heimsókn til Vestmannaeyja með því að senda dróna á loft í morgun og mynda Heimaey og umhverfi allt úr lofti í sólskini og björtu veðri. Loftmyndirnar bættust við í mikið og áhugavert safn myndskeiða og efnis sem fréttamaðurinn António José Leite og tökumaðurinn […]

VSV-saltfiskur í morgunsjónvarpi CNN í Portúgal

Í Vestmannaeyjum eru nú staddir útsendarar CNN, þessarar víðfrægu fréttastöðvar sem teygir anga sína um alla veröldina. Erindi þeirra er einkum að kanna umhverfi, aðstæður, veiðar og vinnslu saltaða þorsksins sem Portúgalar vilja allra helst hafa á borðum þegar þeir gera ögn betur við sig en hvunndags, hvort sem er heima eða á veitingahúsum. Saltfiskur […]

Tælenskir tvíburar og flökunarmeistarar í Hólmaskeri fagna aldarafmæli

Rjómatertur á borðum í morgunkaffinu, svínasteik og blómvendir í hádeginu og veislufagnaður á veitingastaðnum Bangkok í Kópavogi í kvöld. Þetta var ekkert venjulegur vinnudagur í Hólmaskeri, fiskvinnslufyrirtækinu í Hafnarfirði sem Vinnslustöðin á meirihluta í. Starfsmennirnir og tvíburabræðurnir Eiríkur og Tho fagna nefnilega fimmtugsafmæli í dag. Þegar þeir slá saman tímamótunum verður úr heil öld. Menn […]

Slökkviliðið veður gervireyk í verbúðinni

Húsnæði verbúðarinnar sálugu í Vinnslustöðinni gegnir göfugu hlutverki æfingavettvangs slökkviliðs og lögreglu í Vestmannaeyjum og skilar því svona líka ljómandi vel. Fólk á ferð um hafnarsvæðið kann að verða vart við umferð lögreglu- eða slökkviliðsmanna við gamla innganginn í VSV og heldur að eitthvað dramatískt sé að gerast. Skýringin er nú ekki dramatískari en svo […]

Stigalaus „rannsóknaritstjóri“ í vonlausri fallbaráttu

Í blaðinu Stundinni, 4. tbl. 2022, er fjallað í ítarlegu máli um kjörræðismann Íslands og fiskinnflytjanda í Belarus/Hvítarússlandi, Aleksander Moshensky, tengsl hans við einræðisherrann Lukasjenko þar í landi – bandamann Vladimirs Pútíns Rússlandsforseta. Vinnslustöðin og framkvæmdastjóri hennar, Sigurgeir B. Kristgeirsson, koma við sögu í umfjölluninni þar sem langt er seilst.  Hugrenningartengslin sem Helgi Seljan, titlaður […]

Heill sé höfðingjanum Halla Gísla

Haraldur Gíslason er orðinn áttræður og trúi því hver sem vill. Áfanganum náði hann föstudaginn 25. febrúar. Samstarfsfólk á skrifstofu Vinnslustöðvarinnar taldi mun líklegra en hitt að hann tæki sér frí í vinnu í tilefni stórafmælis. Nei, aldeilis ekki. Halli Gísla mætti sem endranær til að selja mjöl og lýsi um allar jarðir. Það þarf […]

Engar vöflur á gestum í vöfflukaffi

Vöfflur, sulta og rjómi á borðum í kaffitíma starfsfólks í fiskvinnslunni fyrr í vikunni. Gangurinn í starfseminni kallaði á að gera sérdagamun og það mæltist afskaplega vel fyrir. Við vöfflujárnin stóðu  þrjú af skrifstofunni: sjálfur Binni framkvæmdastjóri, Lilja Björg Arngrímsdóttir og Helena Björk Þorsteinsdóttir. Og eins og þar stendur: gleðibros, góður andi og ekki vöflur […]

Eyjapeyi í sendiherrastóli kynnir VSV-loðnu í Tókýó

Stefán Haukur Jóhannesson stóð á hafnarbakkanum í Vestmannaeyjum fyrir áratugum, fylgdist með drekkhlöðnum bátum koma til hafnar til að landa fiski sem varla nokkrum Íslendingi dettur í hug að leggja sér til munns en margmilljónaþjóð langt í austri bíður yfirspennt eftir að fá á disk. Um miðjan febrúar 2022 stóð fyrrverandi strákpjakkur í Eyjum, nú […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.