Breki VE aflahæsti togari landsins í apríl

Breki VE gerir það gott. Hann var aflahæsti togari landsmanna í apríl og aflaverðmætið meira en nokkru sinni fyrr í einum mánuði frá því Vinnslustöðin fór að gera skipiðið út! Heildarafli Breka var 1.077 tonn í apríl og næst kom Björg EA með 857 tonn. Drangavík VE er í 11. sæti með 560 tonn. Aflaverðmæti […]

Ísleifur VE og Breki VE með fullfermi, miklar annir í vinnslunni

Ísleifur VE kom til hafnar í morgun af kolmunnamiðum suður af Færeyjum með fullfermi eða um 2.000 tonn. Löndun hófst þegar í stað. Þetta var fyrsta veiðiferð skipsins á kolmunna á vertíðinni. Óhætt er að segja að mikill gangur sé í veiðum og vinnslu hjá VSV þessa dagana. Til að mynda var unnið í saltfiski […]

Markaðsstarf og nýuppgötvuð færni í eldamennsku á veirutímum

„Sala frystra sjávarafurða í verslunum í Frakklandi hefur aukist um 108% frá því stjórnvöld settu á útgöngubann 17. mars 2020. Neytendur bregðast eðlilega við ástandinu með því að kaupa matvöru sem hægt er að geyma lengi og elda heima þegar veitingastaðir eru lokaðir. Þá sjáum við það gerast í verslunum að fólk er hvatt til […]

Sóttvarnir í Vinnslustöðinni ganga vonum framar

Engin kórónaveirusmit hafa greinst í landvinnslu VSV, skipum, erlendum sölufyrirtækjum eða í Grupeixe saltfiskfyrirtæki VSV í Portúgal. Tveir sjómenn greindust með smit en annar var í fríi og hinn í sóttkví og aðrir í áhöfn voru því ekki í smithættu. Smit greindist í dótturfélagi VSV, Hafnareyri, og þar fóru því nokkrir starfsmenn í sóttkví. Starfsfólk HSU í […]

Met slegin í saltfiskframleiðslu á erfiðum tímum

Starfsfólk Vinnslustöðvarinnar hefur á fyrstu þremur mánuðum ársins framleitt meira af saltfiski en á öllu árinu 2018. Ef svo fer sem horfir verður framleiðslan um miðjan aprílmánuð orðin meiri en á öllu árinu 2019. Fyrir helgina var pakkað 46 tonnum af saltfiski á einum degi. Fróðir menn telja það vera metafköst á sama sólarhringnum í […]

Annar furðuþorskur veiddist við Surtsey

„Ábyggilega er mun líklegra að fá stærsta lottóvinninginn en að draga furðafiska um borð á sama stað í tveimur veiðiferðum í sömu vikunni!“ segir Kjartan Guðmundsson, skipstjóri á Drangavík VE.   Áhöfnin kom með að landi á þriðjudaginn gulasta þorsk sem sést hefur, hreinasta furðufyrirbæri og einsdæmi svo vitað sé.   Í næstu veiðiferð var […]

Gulasti þorskur stofnsins veiddist við Eyjar

Gulasti þorskur Íslandsþorskunnar kom í gær á land úr Drangavík VE. Enginn hjá Vinnslustöðinni sem leit fyrirbærið augum kannaðist við að hafa séð neitt því líkt fyrr eða síðar. „Margt skrítið hef ég séð um dagana en þetta er nú eitt magnaðasta helvíti úr sjó sem fyrir augu mín hefur borið um dagana. Þarna virðast […]

Við sigrumst á erfiðleikunum saman

Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar bregðast afar vel og yfirvegað við hertum aðgerðum sem gripið var til í fyrirtækinu í baráttunni við kórónaveiruna/covid 19. Fyrir það ber að þakka um leið og hvatt er til þess að haldið sé áfram á sömu braut næstu daga og vikur. Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar eru hvattir til að eiga góð samskipti við næstu […]

Hertar aðgerðir VSV vegna veirufaraldursins

    Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar boðar í innanhússyfirlýsingu hertar aðgerðir í fyrirtækinu vegna veirufaraldursins. Þess verður freistað að verja starfsfólk og starfsemi svo kostur er gagnvart smiti og tilheyrandi áhrifum þessa.   Kæru starfsmenn,   Eðlilegt er að fyrirtækið geri enn ríkari kröfur til sín og starfsmanna sinna nú þegar lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna […]

Kap VE út til loðnuleitar

Áhöfnin á Kap VE gerir sig klára í 10 daga loðnuleitarleiðangur við suðurströndina, vestur með landi og síðan norður. Skipið heldur til Þorlákshafnar undir kvöld til að sækja rannsóknarmenn og veiðarfæri, síðan verður siglt og leitað í von um að finna nógu mikla loðnu til að stjórnvöld heimili veiðar í einhverjum mæli. „Enginn vinnur í […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.