Ný flatningsvél tvöfaldaði afköst í saltfiskvinnslunni

Netaveiðar Kap II VE og Brynjólfs VE ganga ljómandi vel á miðum í grennd við Eyjar. Aflinn fer að mestu í salt og hluti hans gæti jafnvel endað sem jólasaltfiskur á borðum í Portúgala í desember! Ný flatningsvél var tekin í gagnið í saltfiskvinnslu VSV í vetur og með henni tvöfölduðust afköstin. Vinnslustöðin hefur tekið við um […]

Sindri VE breyttist í frystitogarann Campelo 2

Togarinn Sindri VE-60, upprunalega Páll Pálsson ÍS-102, er kominn til veiða við Afríkustrendur sem frystitogarinn Campelo 2. Hann er gerður út frá Sengal. Fyrirtæki á Spáni keypti Sindra af Vinnslustöðinni snemma árs 2019 og togarinn var afhentur nýjum eigendum í bænum Marin í Galisíu á norðvestanverðum Spáni. Eigi vitum við svo gjörla um hvort skipið […]

Þorrablót S.V.S.V.

Starfsmannafélag Vinnslustöðvarinnar, S.V.S.V. stóð fyrir þorrablóti starfsmannafélagsins laugardaginn 15. febrúar sl. Um árlegan viðburð er að ræða og sér Einsi Kaldi um þorramatinn ásamt öðrum kræsingum fyrir þá sem ekki borða súrmat. Skemmtileg hefð hjá starfsmannafélaginu og á meðfylgjandi myndum má sjá að gleðin var við völd. Myndirnar tók Addi í London starfsmaður Vinnslustöðvarinnar. (meira…)

Íslendingar seldu loðnuhrogn fyrir 66 milljarða króna 2009-2018

Vsv Lodna3

„Það hefur tekið okkur um fjörtíu ár að búa til markað fyrir loðnuhrognin í Japan og hættan er sú að ef ekki berst hráefni í tvö ár færist neyslan yfir á aðra afurð […] Þegar talað er um loðnuhrogn í Japan er átt við íslensk loðnuhrogn, ekkert annað.“ Akaimasa Takuma, forstjóri og aðaleigandi Azuma Foods, […]

Jafnlaunakerfi Vinnslustöðvarinnar vottað

Vinnslustöðin hefur fengið jafnlaunavottun í samræmi við lög frá árinu 2018 og staðla þar að lútandi. Unnið hefur verið að verkefninu frá því í febrúar 2018  og Deloitte var fyrirtækinu innan handar við launagreiningu sem náði til allra á launaskrá á árinu 2019. „Öll störf í fyrirtækinu voru flokkuð og metin í ljósi mælikvarða sem […]

Saltfiskur frá Eyjum afar vel þegin jólagjöf í Portúgal

saltfisktre.jpeg

Tveggja metra hátt jólatré úr saltfiski blasir við á matartorgi stórrar verslunarmiðstöðvar í Portúgal á aðventunni. Það segir allt sem segja þarf um virðingarsess saltfisks í jólahefðum Portúgala og þar hefur íslenskur saltfiskur sérstöðu. Á aðfangadagskvöld er gefið mál að saltfisk og saltfiskrétti sé að finna á langflestum veisluborðum fjölskyldna um allt Portúgal. „Helstu forsendur […]

Kátt í Höllinni í jólakaffi VSV

Jólin koma. Yfirgnæfandi líkur eru á að það gerist árlega. Jólakaffi Vinnslustöðvarinnar er að sama skapi fastur viðburður í aðdraganda hátíða í Vestmannaeyjum. Fjölmennt var í Höllinni af þessu tilefni annan sunnudag í aðventu, mikil stemning og hlaðin borð veislufanga í umsjón Starfsmannafélags Vinnslustöðvarinnar.   Jólasveinn leit að sjálfsögðu inn galvaskur og dreifði nammi á […]

Fiskurinn gaf sig þegar Sverrir skipstjóri fór í Skeljungsbolinn

„Ég fékk gefins skyrtubol merktan olíufélaginu Skeljungi á sjávarútvegssýningu fyrir mörgum árum og tók eftir því að lán fylgdi flíkinni til sjós. Ef lítið fiskaðist fór ég í sturtu og klæddi mig í Skeljungsbolinn. Þá fór að ganga betur, það brást ekki. Bolurinn var þveginn og brotinn saman heima að loknum hverjum túr og fylgdi […]

Gleðistund gúanómanna

Bakkar með sviðum og meðlæti komið á borð, spenna og eftirvænting áþreifanleg. Svo var merki gefið og menn tóku til matar síns af krafti. Árleg sviðaveisla hafin í fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar sem svo heitir formlega og hátíðlega en kallast einfaldlega „bræðslan“ eða „gúanóið“ manna á meðal. Upphaflega var það víst fiskúrgangurinn sem kallaðist gúanó, hráefnið í […]

Rauða ljónið í ÍBV föndrar á jólasveinaverkstæðinu

„Dugnaður hans og útsjónarsemi hvað samspil varðar vekur hvarvetna aðdáun, að ógleymdri þeirri miklu yfirferð sem hann á í hverjum leik. Hann er sannkallaður Rauða ljónið á miðjunni.“ Þannig gerði Eyjablaðið upp sparktíð ársins hjá Óskari Valtýssyni, miðvallarspilara ÍBV í fótbolta, á Þorláksmessu 1971. Eftir Óskari var vel tekið á knattspyrnuvellinum og iðulega var hann […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.