Ný flatningsvél tvöfaldaði afköst í saltfiskvinnslunni

Netaveiðar Kap II VE og Brynjólfs VE ganga ljómandi vel á miðum í grennd við Eyjar. Aflinn fer að mestu í salt og hluti hans gæti jafnvel endað sem jólasaltfiskur á borðum í Portúgala í desember! Ný flatningsvél var tekin í gagnið í saltfiskvinnslu VSV í vetur og með henni tvöfölduðust afköstin. Vinnslustöðin hefur tekið við um […]

Sindri VE breyttist í frystitogarann Campelo 2

Togarinn Sindri VE-60, upprunalega Páll Pálsson ÍS-102, er kominn til veiða við Afríkustrendur sem frystitogarinn Campelo 2. Hann er gerður út frá Sengal. Fyrirtæki á Spáni keypti Sindra af Vinnslustöðinni snemma árs 2019 og togarinn var afhentur nýjum eigendum í bænum Marin í Galisíu á norðvestanverðum Spáni. Eigi vitum við svo gjörla um hvort skipið […]

Þorrablót S.V.S.V.

Starfsmannafélag Vinnslustöðvarinnar, S.V.S.V. stóð fyrir þorrablóti starfsmannafélagsins laugardaginn 15. febrúar sl. Um árlegan viðburð er að ræða og sér Einsi Kaldi um þorramatinn ásamt öðrum kræsingum fyrir þá sem ekki borða súrmat. Skemmtileg hefð hjá starfsmannafélaginu og á meðfylgjandi myndum má sjá að gleðin var við völd. Myndirnar tók Addi í London starfsmaður Vinnslustöðvarinnar. (meira…)

Íslendingar seldu loðnuhrogn fyrir 66 milljarða króna 2009-2018

„Það hefur tekið okkur um fjörtíu ár að búa til markað fyrir loðnuhrognin í Japan og hættan er sú að ef ekki berst hráefni í tvö ár færist neyslan yfir á aðra afurð […] Þegar talað er um loðnuhrogn í Japan er átt við íslensk loðnuhrogn, ekkert annað.“ Akaimasa Takuma, forstjóri og aðaleigandi Azuma Foods, […]

Jafnlaunakerfi Vinnslustöðvarinnar vottað

Vinnslustöðin hefur fengið jafnlaunavottun í samræmi við lög frá árinu 2018 og staðla þar að lútandi. Unnið hefur verið að verkefninu frá því í febrúar 2018  og Deloitte var fyrirtækinu innan handar við launagreiningu sem náði til allra á launaskrá á árinu 2019. „Öll störf í fyrirtækinu voru flokkuð og metin í ljósi mælikvarða sem […]

Saltfiskur frá Eyjum afar vel þegin jólagjöf í Portúgal

saltfisktre.jpeg

Tveggja metra hátt jólatré úr saltfiski blasir við á matartorgi stórrar verslunarmiðstöðvar í Portúgal á aðventunni. Það segir allt sem segja þarf um virðingarsess saltfisks í jólahefðum Portúgala og þar hefur íslenskur saltfiskur sérstöðu. Á aðfangadagskvöld er gefið mál að saltfisk og saltfiskrétti sé að finna á langflestum veisluborðum fjölskyldna um allt Portúgal. „Helstu forsendur […]

Kátt í Höllinni í jólakaffi VSV

Jólin koma. Yfirgnæfandi líkur eru á að það gerist árlega. Jólakaffi Vinnslustöðvarinnar er að sama skapi fastur viðburður í aðdraganda hátíða í Vestmannaeyjum. Fjölmennt var í Höllinni af þessu tilefni annan sunnudag í aðventu, mikil stemning og hlaðin borð veislufanga í umsjón Starfsmannafélags Vinnslustöðvarinnar.   Jólasveinn leit að sjálfsögðu inn galvaskur og dreifði nammi á […]

Fiskurinn gaf sig þegar Sverrir skipstjóri fór í Skeljungsbolinn

„Ég fékk gefins skyrtubol merktan olíufélaginu Skeljungi á sjávarútvegssýningu fyrir mörgum árum og tók eftir því að lán fylgdi flíkinni til sjós. Ef lítið fiskaðist fór ég í sturtu og klæddi mig í Skeljungsbolinn. Þá fór að ganga betur, það brást ekki. Bolurinn var þveginn og brotinn saman heima að loknum hverjum túr og fylgdi […]

Gleðistund gúanómanna

Bakkar með sviðum og meðlæti komið á borð, spenna og eftirvænting áþreifanleg. Svo var merki gefið og menn tóku til matar síns af krafti. Árleg sviðaveisla hafin í fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar sem svo heitir formlega og hátíðlega en kallast einfaldlega „bræðslan“ eða „gúanóið“ manna á meðal. Upphaflega var það víst fiskúrgangurinn sem kallaðist gúanó, hráefnið í […]

Rauða ljónið í ÍBV föndrar á jólasveinaverkstæðinu

„Dugnaður hans og útsjónarsemi hvað samspil varðar vekur hvarvetna aðdáun, að ógleymdri þeirri miklu yfirferð sem hann á í hverjum leik. Hann er sannkallaður Rauða ljónið á miðjunni.“ Þannig gerði Eyjablaðið upp sparktíð ársins hjá Óskari Valtýssyni, miðvallarspilara ÍBV í fótbolta, á Þorláksmessu 1971. Eftir Óskari var vel tekið á knattspyrnuvellinum og iðulega var hann […]