Sunnudagssteikin á sínum stað hjá Svenna kokki Magg á Ísleifi

Eplið féll skammt frá eikinni. Magnús Sveinsson – Maggi á Kletti var um árabil kokkur á Heimaey VE þegar Sigurður Georgsson – Siggi Gogga var með skipið. Sveinn Magnússon fetaði í fótspor föður síns og gerðist líka kokkur á sjó. Hann segist hins vegar hafa valið þá leið fyrir tilviljun frekar en að pabbi haft […]

Vinnslustöðin sýnir sig og sér aðra í Kína

„Kína er gríðarlega stór og mikill markaður og Vinnslustöðin hefur sótt þar verulega í sig veðrið og aukið hlut sinn á allra síðustu árum. Það hjálpar okkur og styður að taka þátt í sýningunni. Útflutningur sjávarafurða frá Kína hefur dregist saman en innflutningur hins vegar aukist stórlega. Við viljum svara kalli markaðarins og aukinni eftirspurn,“ […]

Farsími Jóns Atla áhrifamesta fiskileitartækið!

„Ég fór í rekstrarfræði fyrir sunnan og velti fyrir mér sjávarútvegsfræðum í framhaldinu en tók svo stefnu á Stýrimannaskólann. Sjómennskuna þekkti ég, fannst hún áhugaverð og spennandi og er enn þeirrar skoðunar. Sjálfar fiskveiðarnar eru sérlega spennandi, ekki síst með miklum tæknibreytingum í veiðarfærum og búnaði tengdum uppsjávarveiðum. Til sögunnar komu miklar græjur í brúna […]

VSV og Hafnareyri fyrirmyndarfyrirtæki 2019

Vinnslustöðin er nr. 46 og Hafnareyri nr. 485 á lista alls 883 fyrirtækja sem Creditinfo telur framúrskarandi í ár. Þórdís Úlfarsdóttir, útibússtjóri Íslandsbanka í Eyjum, afhenti dýrindis kökur heiðrinum til staðfestingar í gær! Fyrirtækjalistinn var birtur fyrir helgi og eins og nærri má geta standast mun færri en vildu kröfur sem gerðar eru til sæmdarheitisins […]

Myndaveisla: VSV-lið á útopnu á árshátíð

Þær gerast vart líflegri árshátíðirnar en sú sem starfsmenn Vinnslustöðvarinnar og Hafnareyrar sóttu í Höllinni í Vestmannaeyjum síðastliðið laugardagskvöld, 19. október. Ingó veðurguð stjórnaði samkomunni og lék fyrir dansi fram undir morgun ásamt hljómsveit sinni. Tónelsk ungmenni úr byggðarlaginu sungu á sviðinu og slógu í gegn, annars vegar Gaddarar og hins vegar Sóley Óskarsdóttir. Á […]

Kaup VSV á Grupeixe í Portúgal styrkja saltfiskvinnsluna í Eyjum

Stjórn og framkvæmdaráð Vinnslustöðvarinnar hf. eru nýkomin úr heimsókn í Grupeixe í Portúgal, framleiðslu-, dreifingar- og sölufyrirtæki fyrir saltfisk sem Vinnslustöðin keypti fyrr á árinu. Fyrirtækið er í borginni Aveiro í norðurhluta Portúgals. Það er meðalstórt á sínu sviði þar í landi, veltir jafnvirði um 1,8 milljörðum króna á ári og seldi um 2.300 tonn […]

Vélfræði, rafsuða og rennismíði

„Ég útskrifast í vor með A og B-námsstig í vélfræði og stúdentspróf sömuleiðis frá Framhaldsskóla Vestmannaeyja og fer þá til Reykjavíkur í framhaldsnám. Hugsanlegt er að bæta við sig C og D-gráðum í vélfræði í Tækniskólanum en eiginlega er ég hrifnari af stálsmíði. Mér finnst gaman að skapa eitthvað í vinnunni. Rafsuða og rennismíði eru […]

Þverbeygði úr viðskiptafræði í rafvirkjun

Hann ætlaði að verða viðskiptafræðingur, skráði sig í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands á árinu 2007 þegar góðærisveislan á höfuðborgarsvæðinu stóð sem hæst og átti bara eftir að borga staðfestingargjaldið. Svo áttaði hann á sig á því að hugurinn stóð í raun til allt annars og svissaði yfir í rafvirkjun. Bankarnir hrundu, veislunni lauk með látum en […]

Marhólmar og pólskt fyrirtæki með nýja síldarrétti á markaði í Finnlandi

„Við vinnum norsk-íslenska síld frá Vinnslustöðinni og flytjum í flökum til Póllands þar sem hún er sett á bakka með mismunandi kryddi, sósum, grænmeti og ávöxtum og send þannig áfram til Finnlands, sem hefur um árabil verið mikilvægasti síldarmarkaður okkar, og seld undir vörumerkinu Vestmans. Þetta er nýr áfangi, árangur vöruþróunarferlis og vinnslu í Vestmannaeyjum. Lykilþátturinn […]

Kaffikona af lífi og sál og kaupfélagsstjóri líka

Sé hjarta Vinnslustöðvarinnar á annað borð til á einum ákveðnum stað er það í kaffistofu starfsmanna í botnfiskvinnslu. Þar ræður Eydís ríkjum í fjölþjóðlegu samfélagi, eldar hafragraut á morgnana, hellir upp á kaffi, lætur sér annt um nýliða og gantast við gesti og gangandi. Hún rekur meira að segja verslun líka og sér starfsmönnum fyrir […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.