Sigurjón skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur fagnar 26 ára starfsafmæli

Það á einkar vel við að birta spjall við Sigurjón Viðarsson, skipstjóra á Þórunni Sveinsdóttur VE, einmitt í dag því liðin eru nákvæmlega 26 ár frá því  kappinn fór fyrst á sjó, þá tólf ára skólapjakkur. Þetta gerðist með öðrum orðum 23. júní 1997. Hann er sonur hjónanna Viðars Sigurjónssonar og Eyglóar Elíasdóttur, barnabarn Sigurjóns […]

„Bjargvættur í vesti“ fyrir áhafnir allra skipa VSV

Björgunarvestum með AIS-senditækjum til GPS-staðsetningar hefur verið komið um borð í skip Vinnslustöðvarinnar, ætluðum öllum í áhöfnum þeirra til aukins öryggis á sjó. Sjálft senditækið lætur lítið yfir sér en getur ráðið úrslitum um farsæla björgun ef sjómaður fellur útbyrðis. Það er fest í björgunarvesti og innan 15 sekúndna frá því maður er kominn í […]

Drögum lærdóm af undirbúningi fyrir þriðja leikinn

„Það var ólýsanlega gaman að vakna í morgun, horfa framan í fólkið sitt og alla á förnum vegi í Vestmannaeyjum eftir að hafa tekið að þátt því að færa byggðarlaginu Íslandsmeistaratitilinn. Sjómannadagshelgin verður einstök í ár þegar saman fer fögnuður og heiður til handa sjómönnum og uppskeruhátíð í handboltanum! Þetta var hörkuleikur, við þurftum að […]

Sjómennskan blasti við Óskari Þór eftir starfskynningartúra á Breka VE

„Ég minnist þess ekki að nokkru sinni hafi hvarflað annað að mér en að gera sjómennsku að ævistarfi. Auðvitað var ég sem peyi í kringum pabba og afa í útgerðarstússi þeirra og kynntist engu öðru. Það þurfti ekki einu sinni að ýta við mér til að ég færi sjómannaskólann og kláraði hann!“ Óskar Þór Kristjánsson, […]

Virðisaukaskattur felldur niður á saltfiski í Portúgal

Ríkisstjórn Portúgals hefur hætt tímabundið að innheimta virðisaukaskatt við sölu nokkurra tegunda matvara í innkaupakörfum landsmanna, þar á meðal af ferskum og söltuðum þorski. Á þessar vörur var áður lagður 6% virðisaukaskattur en hann er niður felldur frá 18. apríl til 31. október 2023. Að óbreyttu verður skattheimtan færð í fyrra horf í haust, alla […]

Þórunn Sveins nýskveruð í hendur VSV

Í dag kom Þórunn Sveinsdóttir VE 401 úr skveringu. Það var við hæfi að Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni í Vinnslustöðinni og Sigurjón Óskarsson tækju við spottunum því nú er Þórunn orðin hluti af flota Vinnslustöðvarinnar sem keypti útgerðarfélag skipsins, Ós ehf. í síðasta mánuði. Það var fjölskylda Sigurjóns sem átti Ós og Leo Seafood sem […]

Samruni VSV, Óss og Leo Seafood samþykktur

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Vinnslustöðvarinnar hf., Útgerðarfélagsins  Óss hf. og Lea Seafood ehf. Samruninn var tilkynntur samkeppnisyfirvöldum 28. febrúar 2023 og niðurstaðan liggur nú fyrir. Fram kemur að fyrirtækin fari með tæplega 7% af aflahlutdeild í þorskígildiskílóum, sem er undir 12% hámarki samkvæmt lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Sagt var frá kaupum Vinnslustöðvarinnar á Ós […]

Afkoma VSV 2022 sú besta í sögunni

Afkoma Vinnslustöðvarinnar á árinu 2022 var sú besta sem um getur í sögu fyrirtækisins þrátt fyrir að loðnuvertíðin hafi ekki gengið eins vel og menn væntu, aðallega vegna óhagstæðs tíðarfars. Nær allar einingar VSV-samstæðunnar voru reknar með hagnaði. Þetta kom fram á ársfundi Vinnslustöðvarinnar í gær, 30. mars. Vinnslustöðin gerir upp í evrum. Velta samstæðu […]

Krakkar kynnast loðnu

Fimm tugir nemenda í 5. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja komu í heimsókn til okkar í uppsjávarvinnsluna í dag, kynntu sér loðnu, kreistu úr henni hrogn og smökkuðu hrognin. Spáðu yfirleitt í þennan merkilega fisk frá öllum hliðum enda vel við hæfi því loðna er fiskur þessa árgangs í skólanum! Krakkarnir voru leystir út með nammi – […]

VSV leigir dísilrafstöðvar til öryggis í „landi grænnar orku“

Útilokað er að reka fiskiðjuver í óvissu um hvort raforka sé alltaf tiltæk til að halda öllu gangandi, fyrst og fremst fiskimjölsframleiðslu á yfirstandandi loðnuvertíð. Ef eitthvað klikkar í þeim efnum er voðinn vís, augljóslega. Að leigja rafstöðvar er nauðsynleg öryggisráðstöfun. Þetta segir Willum Andersen, tæknilegur rekstrarstjóri VSV, í tilefni af því að í morgun […]