Sigurjón skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur fagnar 26 ára starfsafmæli

Það á einkar vel við að birta spjall við Sigurjón Viðarsson, skipstjóra á Þórunni Sveinsdóttur VE, einmitt í dag því liðin eru nákvæmlega 26 ár frá því  kappinn fór fyrst á sjó, þá tólf ára skólapjakkur. Þetta gerðist með öðrum orðum 23. júní 1997. Hann er sonur hjónanna Viðars Sigurjónssonar og Eyglóar Elíasdóttur, barnabarn Sigurjóns […]

„Bjargvættur í vesti“ fyrir áhafnir allra skipa VSV

Björgunarvestum með AIS-senditækjum til GPS-staðsetningar hefur verið komið um borð í skip Vinnslustöðvarinnar, ætluðum öllum í áhöfnum þeirra til aukins öryggis á sjó. Sjálft senditækið lætur lítið yfir sér en getur ráðið úrslitum um farsæla björgun ef sjómaður fellur útbyrðis. Það er fest í björgunarvesti og innan 15 sekúndna frá því maður er kominn í […]

Drögum lærdóm af undirbúningi fyrir þriðja leikinn

„Það var ólýsanlega gaman að vakna í morgun, horfa framan í fólkið sitt og alla á förnum vegi í Vestmannaeyjum eftir að hafa tekið að þátt því að færa byggðarlaginu Íslandsmeistaratitilinn. Sjómannadagshelgin verður einstök í ár þegar saman fer fögnuður og heiður til handa sjómönnum og uppskeruhátíð í handboltanum! Þetta var hörkuleikur, við þurftum að […]

Sjómennskan blasti við Óskari Þór eftir starfskynningartúra á Breka VE

„Ég minnist þess ekki að nokkru sinni hafi hvarflað annað að mér en að gera sjómennsku að ævistarfi. Auðvitað var ég sem peyi í kringum pabba og afa í útgerðarstússi þeirra og kynntist engu öðru. Það þurfti ekki einu sinni að ýta við mér til að ég færi sjómannaskólann og kláraði hann!“ Óskar Þór Kristjánsson, […]

Virðisaukaskattur felldur niður á saltfiski í Portúgal

Ríkisstjórn Portúgals hefur hætt tímabundið að innheimta virðisaukaskatt við sölu nokkurra tegunda matvara í innkaupakörfum landsmanna, þar á meðal af ferskum og söltuðum þorski. Á þessar vörur var áður lagður 6% virðisaukaskattur en hann er niður felldur frá 18. apríl til 31. október 2023. Að óbreyttu verður skattheimtan færð í fyrra horf í haust, alla […]

Þórunn Sveins nýskveruð í hendur VSV

Í dag kom Þórunn Sveinsdóttir VE 401 úr skveringu. Það var við hæfi að Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni í Vinnslustöðinni og Sigurjón Óskarsson tækju við spottunum því nú er Þórunn orðin hluti af flota Vinnslustöðvarinnar sem keypti útgerðarfélag skipsins, Ós ehf. í síðasta mánuði. Það var fjölskylda Sigurjóns sem átti Ós og Leo Seafood sem […]

Samruni VSV, Óss og Leo Seafood samþykktur

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Vinnslustöðvarinnar hf., Útgerðarfélagsins  Óss hf. og Lea Seafood ehf. Samruninn var tilkynntur samkeppnisyfirvöldum 28. febrúar 2023 og niðurstaðan liggur nú fyrir. Fram kemur að fyrirtækin fari með tæplega 7% af aflahlutdeild í þorskígildiskílóum, sem er undir 12% hámarki samkvæmt lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Sagt var frá kaupum Vinnslustöðvarinnar á Ós […]

Afkoma VSV 2022 sú besta í sögunni

Afkoma Vinnslustöðvarinnar á árinu 2022 var sú besta sem um getur í sögu fyrirtækisins þrátt fyrir að loðnuvertíðin hafi ekki gengið eins vel og menn væntu, aðallega vegna óhagstæðs tíðarfars. Nær allar einingar VSV-samstæðunnar voru reknar með hagnaði. Þetta kom fram á ársfundi Vinnslustöðvarinnar í gær, 30. mars. Vinnslustöðin gerir upp í evrum. Velta samstæðu […]

Krakkar kynnast loðnu

Fimm tugir nemenda í 5. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja komu í heimsókn til okkar í uppsjávarvinnsluna í dag, kynntu sér loðnu, kreistu úr henni hrogn og smökkuðu hrognin. Spáðu yfirleitt í þennan merkilega fisk frá öllum hliðum enda vel við hæfi því loðna er fiskur þessa árgangs í skólanum! Krakkarnir voru leystir út með nammi – […]

VSV leigir dísilrafstöðvar til öryggis í „landi grænnar orku“

Útilokað er að reka fiskiðjuver í óvissu um hvort raforka sé alltaf tiltæk til að halda öllu gangandi, fyrst og fremst fiskimjölsframleiðslu á yfirstandandi loðnuvertíð. Ef eitthvað klikkar í þeim efnum er voðinn vís, augljóslega. Að leigja rafstöðvar er nauðsynleg öryggisráðstöfun. Þetta segir Willum Andersen, tæknilegur rekstrarstjóri VSV, í tilefni af því að í morgun […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.