Fylkir // 72. árg. // 1. tbl // 1. maí 2020

// 12 Fjölskylduhagir: Bý ein (en á vin), sonur minn á neðri hæð- inni, dóttir í Reykjavík, dóttir með fjölskyldu á Reyðarfirði, ein dóttir látin. Vinnustaður: Vinnslustöðin. Hvað er best við vinnuna: Það er mikilvægt að hafa vinnu, röð, regla og rútína. Það eru ekki allir svo heppnir að hafa vinnu um þessar mundir. Fallegasti staður: Vestmannaeyjar, að sjálfsögðu ... Ef það hentar, þá Hrunamannahreppur, sveitin mín. Hefur Covid faraldurinn haft áhrif á vinnu þína og hvernig? Hræðilegt ástand í öllum heiminum ... í vinnunni , handþvottur, spritt, og sótthreins- andi sápa, aftur og aftur og fara eftir sótt- varnarreglum. Hvaða gildi hefur 1. maí í þínum huga? Kærkomið frí, mikil vinna búin að vera hjá okkur, hávertíð. Skemmtileg saga úr vinnunni: Ég kalla mig kaffikonu. Er í þjónustustörfum frá a til ö, innkaupum og kaffiumsjón. Hjá okkur eru margir erlendir starfsmenn, ég segi oft að ég sé Big mama. Einn kallar mig alltaf Mammy og nokkrir Big mama, það er bara vinalegt. Eitthvað að lokum: Mér þykir vænt um vinnuna mína. Kærkomið frí, búin að vera mikil vinna Særún Eydís Ásgeirsdóttir Vestmannaeyjar eru fyrst og fremst útgerðarbær og eiga langa sögu um verkamenn. Saga verbúðanna á sinn stað í sögu Vestmannaeyja og hér hefur allt byggst upp með höndum sjómanna og verkafólks. Upp- byggingin heldur áfram og þó svo störfin hafi tekið breytingum í áranna rás, þá eru verkamannastörfin enn það sem heldur skútunni gangandi. Við tókum létt spjall við verkafólk í Vestmannaeyjum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NzUzODU=