Fylkir // 72. árg. // 1. tbl // 1. maí 2020

// 4 Á tímum eins og nú þar semmörg fyrirtæki eru að ganga í gegnummikla erfiðleika eins og ferðaþjónustan, er gott að staldra við og líta til baka. Hvað getum við lært af áföllum fyrri ára og hvernig getum við verndað eins og kostur er lífskjör almennings. Ég leit yfir ræðu er ég hélt í Alþýðuhús- inu 1. maí árið 2009 í miðri hringiðu fjár- málahrunsins ásamt gögnum frá verkalýðs- hreyfingunni frá þessum tíma. Ég ætla að bera þessa tíma saman. Þá eins og nú var yf- irskrift 1. maí „Byggjum réttlátt þjóðfélag“. 1. maí fyrir 11 árum ríkti upplausn, atvinnu- leysi, verðbréfamarkaðir hrundir og margir sátu uppi atvinnu- og eignalausir. Enn sjást merki hrunsins víða í þjóðfélaginu, van- traust ríkjandi og sumir eru enn í sárum. Í apríl 2009 voru um 100 manns algjörlega atvinnulausir hér í Eyjum sem er sama tala og í apríl á þessu ári. Við þetta bætast um 250 manns sem eru á hlutabótaleið ríkis- stjórnarinnar, sem er ótrúlega há tala. Þó að þetta sé einna lægsta hlutfallstala at- vinnuleysis á Suðurlandi, enda ferðaþjón- ustan ekki eins umfangsmikil og á megin- landinu, þá er ljóst að það kreppir að hér eins og annars staðar á landinu. Í hruninu árið 2008 varð mikill órói og reiði í þjóðfélaginu, ríkisstjórn féll og miklar breytingar í pólitísku landslagi, enda var um manngerðan harmleik að ræða þá, en nú er veira að verki. Fljótlega upp úr hrun- inu urðu mjög háværar kröfur um að kvóti yrði fluttur frá byggðalögum í einu lagi og endurúthlutað af pólitíkusum og má bú- ast við að sú krafa skjóti aftur upp kollin- um. Verkalýðshreyfingin stóð þá fast á því að hagsmunir þeirra, sem vinna í greininni ,skyldu ávallt vera í fyrirrúmi á undan öðru og mun gera það áfram. Byggjum réttlátt þjóðfélag ARNAR HJALTALÍN Formaður Drífanda stéttarfélags

RkJQdWJsaXNoZXIy NzUzODU=