Flugfélagið Ernir fór aukaferðir í gærkvöldi með hóp á vegum Grunnskóla Vestmannaeyja sem átti pantaða ferð til Kaupmannahafnar í dag. Fólkið komst ekki með Herjólfi í gær eftir að hætt var við siglingar um Landeyjahöfn. Herjólfur siglir til Þorlákshafnar í dag.