Leikmaður ÍBV spilaði í gærkvöldi með Fram gegn ÍBV í N1 deild kvenna. Birna Berg Haraldsdóttir hefur leikið með Framliðinu í handbolta í vetur og verið einn af lykilmönnum liðsins. Hún hefur hins vegar samþykkt að spila með ÍBV í knattspyrnu í sumar þar sem hún kemur til með að verja mark Eyjaliðsins og hefur þegar gert það í æfingaleikjum í vetur.