Á 100. fundi Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja var m.a. fjallað um málefni Sorpeyðingarstöð Vestmannaeyja og þeim áformum Umhverfisstofnunnar að svipta stöðina starfsleyfi vegna rykmengunar frá stöðinni. Vestmannaeyjabær fer fram á frest á breytingum á starfseminni, vegna þess að niðurstöður mælinga sérfræðings Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, sem framkvæmdar voru 2. mars, verða ekki tilbúnar fyrr en eftir nokkrar vikur.