Flikkað upp á Óttar selfangara, áður Ísleif VE

Útgerðarfyrirtækið Norse Marine AS í Tromsö hefur heldur betur flikkað upp á ásýnd Ísleifs VE-63 sem Vinnslustöðin seldi til Noregs í apríl 2016. Skipið fékk nafnið Ottar og hefur bæði verið notað við selveiðar í Norðuríshafinu og til flutninga hráefnis til bræðslu í Norður-Noregi. Ottar kom á dögunum úr klössun í Klaipeda í Litháen. Við […]

Breki VE aflahæsti togari landsins í apríl

Breki VE gerir það gott. Hann var aflahæsti togari landsmanna í apríl og aflaverðmætið meira en nokkru sinni fyrr í einum mánuði frá því Vinnslustöðin fór að gera skipiðið út! Heildarafli Breka var 1.077 tonn í apríl og næst kom Björg EA með 857 tonn. Drangavík VE er í 11. sæti með 560 tonn. Aflaverðmæti […]

Markaðsstarf og nýuppgötvuð færni í eldamennsku á veirutímum

„Sala frystra sjávarafurða í verslunum í Frakklandi hefur aukist um 108% frá því stjórnvöld settu á útgöngubann 17. mars 2020. Neytendur bregðast eðlilega við ástandinu með því að kaupa matvöru sem hægt er að geyma lengi og elda heima þegar veitingastaðir eru lokaðir. Þá sjáum við það gerast í verslunum að fólk er hvatt til […]

Við sigrumst á erfiðleikunum saman

Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar bregðast afar vel og yfirvegað við hertum aðgerðum sem gripið var til í fyrirtækinu í baráttunni við kórónaveiruna/covid 19. Fyrir það ber að þakka um leið og hvatt er til þess að haldið sé áfram á sömu braut næstu daga og vikur. Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar eru hvattir til að eiga góð samskipti við næstu […]

Kap VE út til loðnuleitar

Áhöfnin á Kap VE gerir sig klára í 10 daga loðnuleitarleiðangur við suðurströndina, vestur með landi og síðan norður. Skipið heldur til Þorlákshafnar undir kvöld til að sækja rannsóknarmenn og veiðarfæri, síðan verður siglt og leitað í von um að finna nógu mikla loðnu til að stjórnvöld heimili veiðar í einhverjum mæli. „Enginn vinnur í […]

Ný flatningsvél tvöfaldaði afköst í saltfiskvinnslunni

Netaveiðar Kap II VE og Brynjólfs VE ganga ljómandi vel á miðum í grennd við Eyjar. Aflinn fer að mestu í salt og hluti hans gæti jafnvel endað sem jólasaltfiskur á borðum í Portúgala í desember! Ný flatningsvél var tekin í gagnið í saltfiskvinnslu VSV í vetur og með henni tvöfölduðust afköstin. Vinnslustöðin hefur tekið við um […]

Sindri VE breyttist í frystitogarann Campelo 2

Togarinn Sindri VE-60, upprunalega Páll Pálsson ÍS-102, er kominn til veiða við Afríkustrendur sem frystitogarinn Campelo 2. Hann er gerður út frá Sengal. Fyrirtæki á Spáni keypti Sindra af Vinnslustöðinni snemma árs 2019 og togarinn var afhentur nýjum eigendum í bænum Marin í Galisíu á norðvestanverðum Spáni. Eigi vitum við svo gjörla um hvort skipið […]

Þorrablót S.V.S.V.

Starfsmannafélag Vinnslustöðvarinnar, S.V.S.V. stóð fyrir þorrablóti starfsmannafélagsins laugardaginn 15. febrúar sl. Um árlegan viðburð er að ræða og sér Einsi Kaldi um þorramatinn ásamt öðrum kræsingum fyrir þá sem ekki borða súrmat. Skemmtileg hefð hjá starfsmannafélaginu og á meðfylgjandi myndum má sjá að gleðin var við völd. Myndirnar tók Addi í London starfsmaður Vinnslustöðvarinnar. (meira…)

Íslendingar seldu loðnuhrogn fyrir 66 milljarða króna 2009-2018

„Það hefur tekið okkur um fjörtíu ár að búa til markað fyrir loðnuhrognin í Japan og hættan er sú að ef ekki berst hráefni í tvö ár færist neyslan yfir á aðra afurð […] Þegar talað er um loðnuhrogn í Japan er átt við íslensk loðnuhrogn, ekkert annað.“ Akaimasa Takuma, forstjóri og aðaleigandi Azuma Foods, […]

Jafnlaunakerfi Vinnslustöðvarinnar vottað

Vinnslustöðin hefur fengið jafnlaunavottun í samræmi við lög frá árinu 2018 og staðla þar að lútandi. Unnið hefur verið að verkefninu frá því í febrúar 2018  og Deloitte var fyrirtækinu innan handar við launagreiningu sem náði til allra á launaskrá á árinu 2019. „Öll störf í fyrirtækinu voru flokkuð og metin í ljósi mælikvarða sem […]