Kaffikona af lífi og sál og kaupfélagsstjóri líka

Sé hjarta Vinnslustöðvarinnar á annað borð til á einum ákveðnum stað er það í kaffistofu starfsmanna í botnfiskvinnslu. Þar ræður Eydís ríkjum í fjölþjóðlegu samfélagi, eldar hafragraut á morgnana, hellir upp á kaffi, lætur sér annt um nýliða og gantast við gesti og gangandi. Hún rekur meira að segja verslun líka og sér starfsmönnum fyrir […]

Meistaraprófsmaður í fjármálum gerðist húsasmiður

„Mál skipuðust þannig að ég söðlaði um á vinnumarkaði og það oftar en einu sinni. Ég kann afskaplega vel við að starfa utan dyra, fá hreint loft í lungun og hreyfingu fyrir kroppinn. Hjá Hafnareyri er gott að vera í góðum félagsskap og nóg við að vera.“ Hjálmar Jónsson, nemi í húsasmíði og starfsmaður Hafnareyrar, […]

Áfanga í makrílfrystingu fagnað í morgunkaffiveislu

Starfsmenn í fiskvinnslu gengu að sérlega litríku og girnilegu hlaðborði í kaffisal Vinnslustöðvarnar í morgun. Hæstráðandi á vettvangi, Særún Eydís Ásgeirsdóttir, tók upp á því að gera „heimafólkinu“ sínu dagamun í tilefni þess að fyrirtækið náði þeim áfanga að frysta tíu þúsundasta tonnið af makríl á vertíðinni. Dúkuð eru borð og hlaðin sætindum af mun […]

Vaktavinna í makríl í boði hjá VSV

Vinnslustöðin getur bætt við sig vaktavinnufólki uppsjávarhúsinu á makrílvertíðinni, meðal annars við pökkun og í vélum. Fólk með réttindi á lyftara er afar velkomið líka! „Það gerist gjarnan eftir Þjóðhátíð, og þegar skólar hefja starfsemi sína, að við þurfum að þétta raðirnar og auglýsa eftir fólki í stað skólanema sem hverfa á braut síðsumars. Þannig […]

Frost, funi og allt þar á milli í starfsemi Hafnareyrar

Starfsmenn Hafnareyrar frysta og sjóða, landa fiski og skipa út fiski, smíða úr tré og járni og sinna ótal mörgu öðru sem upp mætti telja. Þarna sameinast undir sömu „regnhlífinni“ mismunandi greinar starfsemi og iðnaðar. Sambúðin býður upp á fjölbreytt vinnuumhverfi og hreyfanlegan mannskap eftir þörfum. Menn úr löndunarþjónustu eru stundum kallaðir til starfa á […]

Hlýjar kveðjur frá Bessastöðum

Hlýjar kveðjur frá forsetasetrinu á Bessastöðum bárust á dögunum til Vinnslustöðvarinnar og áhafnar Breka VE sérstaklega. Tilefnið er opinber heimsókn íslensku og þýsku forsetahjónanna til Vestmannaeyja í júnímánuði síðastliðnum. Þá fóru gestirnir meðal annars um borð í Breka, dvöldu drjúga stund í brúnni, kynntu sér skipið, hönnun þess og búnað. Fóru margs vísari frá borði. Forseti […]

Vigdís heilsaði upp á Vigdísi

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hitti nöfnu sína skilvinduna í fiskimjölsverksmiðju VSV á dögunum og urðu þar fagnaðarfundir sem fyrr. Starfsmenn nefndu græjuna eftir Vigdísi á sínum tíma. Þá var hún á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn og lét til sín taka og enn meira gefur gustað um hana í seinni tíð sem Miðflokksfulltrúa á vettvangi borgarstjórnar. Vigdís […]

Peningar drógu Ása til Eyja

„Við bjuggum á Suðurnesjum í tvö ár og ég starfaði við smíðar. Þetta var rétt eftir efnahagshrunið, lítið að gerast og andrúmsloftið dapurt á svæðinu. Einungis dagvinna í boði og ekkert umfram það. Ég var hreinlega á leið á hausinn og vildi meiri vinnu og auknar tekjur en slíkt var ekki í boði. Hvoru tveggja […]

Tölur toguðu í snyrtifræðinginn

Hana langaði alltaf til að læra snyrtifræði og lét það eftir sér. Fagið varð hins vegar ekki að brauðstriti því snyrtifræðingurinn er heillaður af tölum og hefur alltaf verið. Lovísa Inga Ágústsdóttir fær útrás með tölurnar í snyrtilegu bókhaldi á fjárreiðudeild Vinnslustöðvarinnar. „Ég elska tölur og að vinna með þær, því það er bara eitthvað […]