Gular viðvaranir gefnar út

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir Suðurland og Miðhálendið. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 1. ágúst kl. 22:00 og gildir hún til 2. ágúst kl. 02:00. Í viðvörunarorðum segir: Suðaustan 13-18 m/s við ströndina og í Vestmannaeyjum og talsverð rigning. Tjöld geta fokið og fólk er hvatt til að huga að […]
Herjólfsfólk er í hátíðarskapi

Að sögn Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs, eru dagarnir í kringum og yfir þjóðhátíðina mjög líflegir hjá starfsfólki Herjólfs. „Það má segja að undirbúningur þjóðhátíðarinnar hjá okkur á Herjólfi standi yfir í marga mánuði, áður en miðasalan hófst í febrúar var búið að ganga þannig frá málum að heimasíðan þoli álagið sem myndast um leið og […]
Þjóðhátíð að bresta á – myndir og myndband

Nú er innan við sólarhringur þar til að Þjóðhátíð Vestmannaeyja verður sett í Herjólfsdal. Hátíðargestir eru farnir að streyma til Eyja og er undirbúningur í hámarki hvert sem litið er. Halldór B. Halldórsson og Óskar Pétur Friðriksson hafa verið á fartinu í dag og má sjá myndefni frá þeim hér að neðan. (meira…)
Óeðlilegur fjöldi dauðra dúfa í Eyjum

Matvælastofnun birtir í dag á heimasíðu sinni ábendingu vegna óeðlilegs fjölda dauðra dúfa í Vestmannaeyjum. Er almenningi ráðið frá því að handfjatla mögulega veika eða dauða fugla án viðeigandi smitvarna. Tilkynning MAST í heild sinni: „Matvælastofnun hefur borist tilkynning um óeðlilegan fjölda dauðra dúfa í Vestmannaeyjum. Ástæður fyrir dauða fuglanna er í rannsókn. Meðan niðurstöður […]
Féll strax fyrir þjóðhátíð

Kom fyrst á þjóðhátíð 19 ára – Nú í forystu í undirbúningi og framkvæmd Hvað fannst þér um þjóðhátíð þegar þú mættir í fyrsta skipti í Dalinn? „Mér fannst hún æðisleg. Þess vegna kom ég aftur og aftur og upplifunin, bara VÁ! Maður gat ekki hugsað sér að fara eitthvað annað þó fleiri útihátíðir væru […]
Breytt umferðarskipulag vegna Þjóðhátíðar 2025

Lögreglan í Vestmannaeyjum vill vekja athygli bæjarbúa og gesta á breytingum á umferðarskipulagi vegna Þjóðhátíðar. Breytingarnar taka gildi kl. 13:00 föstudaginn 1. ágúst og gilda til kl. 19:00 mánudaginn 4. ágúst. Helstu breytingar eru eftirfarandi: Dalvegur: Aðeins þeir sem hafa fengið sérstakt leyfi frá Þjóðhátíðarnefnd mega aka inn í Herjólfsdal. Hraðatakmarkanir: Hámarkshraði á Dalvegi verður […]
Konan sem bjargaði Gaujulundi

Gaujulundur er vin í Nýjahrauninu sem var gróðursnautt og svart á árunum eftir gos. Það var sumarið 1988 sem hjónin Erlendur Stefánsson og Guðfinna Ólafsdóttir, Elli og Gauja hófu af mikilli eljusemi uppgræðslu og ræktun í dalverpi á Nýja hrauninu, aðeins 15 árum eftir jarðeldana 1973. Í upphafi var þar enginn jarðvegur, tómur vikur en með árunum […]
Enn fleiri myndir frá Óskari Pétri

Ekki vitum við hvað margar myndir Óskar Pétur ljósmyndari Eyjafrétta hefur tekið á Þjóðhátíð. Veit það örugglega ekki sjálfur en við höldum áfram að birta myndir sem hann tók á hátíðinni í fyrra. (meira…)
Þjóðhátíðarblað Eyjafrétta komið út

Nú er verið að dreifa nýjasta blaði Eyjafrétta til áskrifenda. Blaðið er fullt af áhugaverðu efni. Hæst ber vissulega Þjóðhátíðin og eru fjölmargar umfjallanir og viðtöl um hátíðina. Einnig er áhugavert viðtal Ásmundar Friðrikssonar við Unnar Guðmundsson frá Háagarði. Þá fá íþróttirnar að venju veglegan sess. M.a. er Gunnar Páll Hálfdánsson, formaður ÍBV-Héraðssambands í viðtali. […]
Súlurnar settar upp – myndir

Í gær fóru verðandi gestir Þjóðhátíðar í dalinn með tjaldsúlurnar fyrir hvítu tjöldin. Veðrið lék við fólk og vel gekk að koma niður súlunum. Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari Eyjafrétta skellti sér í dalinn og smellti nokkrum myndum. (meira…)