Vilja láta vinna víðtækara áhrifamat

Samtök sjávarútvegssveitarfélaga ítreka afstöðu sína og hvatningu til Alþingis um að tekið sé tillit til þeirra athugasemda og þeirra áhyggja sem samtökin hafa komið á fram færi við atvinnuvegaráðherra, forsætisráðherra, fjármálaráðherra, atvinnuveganefnd og þingmenn. Samtökin hvetja þessa aðila til þess að hafa hagsmuni almennings í þessum sveitarfélögum til hliðsjónar þegar unnið er að breytingum á […]
Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás

„Ráðist var á lögreglumann á sextugsaldri á Goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum á aðfaranótt sunnudags. Árásin var alvarleg að sögn yfirlögregluþjóns og var maðurinn fluttur á sjúkrahús,“ segir á visir.is. Haft er eftir Stefáni Jónssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum að til skoðunar sé hvort árásin hafi beinst að lögreglumanninum vegna starfa hans hjá lögreglunni. Líðan lögreglumannsins, […]
Fasteignamatið hækkar um 11,1%

Nýtt fasteignamat fyrir árið 2026 liggur nú fyrir hjá Þjóðskrá. Fasteignamatið í Vestmannaeyjum hækkar um 11,1% milli áranna 2025 og 2026. Hækkar íbúðahúsnæði m.a. um 11,4% og atvinnuhúsnæði um 9,9% milli ára. Líkt og á mörgum stöðum á landinu hefur fasteignamat farið hækkandi í Vestmannaeyjum síðustu ár. Þetta kom fram á síðasta fundi bæjarráðs Vestmannaeyja. […]
ÍBV fær liðsstyrk

Knattspyrnumaðurinn Þorri Heiðar Bergmann hefur skrifað undir samning við ÍBV út keppnistímabilið. Þorri hefur leikið með þremur yngri landsliðum Íslands, U15, U16 og U17 síðustu ár. Hann kemur til liðsins frá Víkingi Reykjavík þar sem hann hefur leikið upp alla yngri flokkana, segir í tilkynningu á vefsíðu ÍBV. Þar segir jafnframt að Þorri sé nú […]
Magdalena semur við ÍBV

Knattspyrnukonan unga Magdalena Jónasdóttir hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við knattspyrnudeild ÍBV en hún er 17 ára á árinu. Magdalena hefur leikið upp alla yngri flokka ÍBV og hefur leikið þar fjölmargar stöður, nánast allar á vellinum. Nú leikur hún aðallega sem vinstri bakvörður en hún hefur gott vald á spyrnutækni með báðum fótum […]
Vel heppnuð og fjölmenn Goslokahátíð

Goslokin þetta árið heppnuðust vel á allan hátt. Fjölbreytt dagskrá, gott veður og þúsundir gesta lögðust sitt að mörkum til að gera hátíðina sem besta. Í gær var síðasti dagur hátíðarinnar. Hófst dagskráin með Göngumessu frá Landakirkju að krossinum í gíg Eldfells. Þar flutti séra Viðar Stefánsson hugvekju. Þaðan var gengið á Skansinn þar sem […]
Dalur hverfur en rís upp á Sólvangslóðinni

Húsið Dalur sem byggt árið 1906 og er við Kirkjuveg 35 er að kveðja en nýtt húsí sama anda mun rísa að Kirkjuvegi 29 þar sem áður stóð húsið Sólvangur. Upphaflega átti Dalur að víkja fyrir nýju fjölbýlishúsi sem Daði Pálsson og Sigurjón Ingvarsson eru að reisa við Sólhlíð. Átti að flytja það yfir gatnamótin […]
Myndasyrpa frá göngumessu

Í gær var venju samkvæmt haldin göngumessa, en hefð er fyrir henni á Goslokahátíð. Messan hófst í Landakirkju og var gengið að krossinum við Eldfell og endað við Stafkirkjuna þar sem sóknarnefnd bauð upp á súpu og brauð. Félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja sáu um tónlistarflutning og hvítasunnumenn sáu um bænahald við Stafkirkjuna. Óskar Pétur Friðriksson, […]
Tvö skemmtiferðaskip í Eyjum í dag

Það var engu líkar en að Goslokahátíðin væri ennþá í gangi í dag, svo mikill fjöldi fólks var í bænum. Ástæðan er sú að hér rétt fyrir utan innsiglinguna er eitt stærsta farþegaskip sem siglir hingað að Eyjum. Skipið ber nafnið Carnival Miracle. Carnival Miracle er skemmtiferðaskip sem rekið er af Carnival Cruise Line. Það […]
Skráning í Söngvakeppni barna á Þjóðhátíð er hafin

Búið er að opna fyrir skráningar í Söngvakeppni barna á Þjóðhátíð. Hægt er að skrá börn fædd 2012 og yngri í keppnina, en keppnin skiptist í yngri og eldri flokk. Foreldrar eða forráðamenn sem vilja skrá börn sín til leiks þurfa að nota Google-aðgang (gmail) til að fylla út skráningareyðublað keppninnar. Eldri hópur (2012-2016) https://forms.gle/rd8aZTS6M38oAgRo6 […]