Þúsundir heimsókna á sólarhring

Geisli hefur undanfarin ár boðið öllum sem heimsækja heimasíðu þeirra upp á beinar útsendingar frá Eyjum í gegnum vefmyndavélar. Að sögn Þórarins Sigurðssonar, eiganda Geisla hafa þau verið að bæta við myndavélum upp á síðkastið. ,,Það er gaman frá því að segja að við vorum að setja upp nýja vél í samstarfi við Ísfélagið sem […]
Uppbyggingasjóður: Umsóknarfrestur rennur út á þriðjudag

Opið er fyrir umsóknir í vorúthlutun Uppbyggingarsjóð Suðurlands 2025. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileika atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að verkefni efli menningarstarfsemi […]
Unnið að endurbótum á húsi Oddfellow

Eitt af þeim húsum sem nú er verið að breyta og byggja við er hús Oddfellow stúkunnar sem er staðsett á Strandvegi 45A. Þar er unnið að viðbyggingu á austurhlið hússins auk breytinga innandyra. Halldór B. Halldórsson sýnir okkur hér að neðan myndband frá framkvæmdunum. (meira…)
,,Fataskápar” á grenndarstöðvum oftar en ekki fullir

Eftir að Rauði Krossinn hætti að taka við notuðum fötum og gámar frá þeim verið fjarlægðir hafa nýir fataskápar á grenndarstöðvum oftar en ekki verið yfirfullir sem hefur leitt til þess að fólk hefur losað sig við fatapoka í Kubuneh þó innihald pokanna eigi alls ekkert erindi þangað. Þóra Hrönn eigandi Kubuneh vakti athygli á […]
Víðir áfram með ÍBV

Eyjamaðurinn Víðir Þorvarðarson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV til loka tímabilisins. Frá þessu er greint á vefsíðu ÍBV. Víðir er 32 ára leikmaður sem er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum en hann flutti sig til Stjörnunnar þegar hann var í 2. flokki og lék þar sína fyrstu leiki í efstu deild, eftir að […]
Frátafir hjá Herjólfi í dag og á morgun

„Því miður falla niður siglingar seinnipartinn í dag, föstudaginn 28. febrúar sem og fyrri partinn á morgun, laugardaginn 1. mars vegna veðurs og sjólags.” Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Um er að ræða ferðir frá Vestmannaeyjum í dag kl. 16:00 og frá Þorlákshöfn kl. 19:45 og á morgun, laugardaginn 1. mars frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og frá […]
Leigusamningur framlengdur um gamla sambýlið

Félagslegar leiguíbúðir Vestmannaeyjabæjar voru til umfjöllunar hjá fjölskyldu- og tómstundaráði Vestmannaeyja í vikunni. Vestmannaeyjabær hefur yfir að ráða samtals 72 félagslegum leiguíbúðum en með félagsleg leiguhúsnæði er átt við almennt félagslegt leiguhúsnæði (21), húsnæði fyrir fatlað fólk (sértækt húsnæði (7) og húsnæði með stuðningi (3)), leiguhúsnæði fyrir aldraða (30) og þjónustuíbúðir aldraðra (11). Fram kemur […]
Kurr vegna yfirvofandi gjaldheimtu á sorpi

Umræða um sorpmálin og nýkynnta gjaldskrá í málaflokknum er nokkuð hávær í Vestmannaeyjum í dag. Málið hefur verið til meðferðar í stjórnsýslu Vestmannaeyjabæjar undanfarna mánuði og var að lokum samþykkt á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Um er að ræða stórt hagsmunamál sem hefur áhrif á hvern einasta íbúa bæjarins, fyrirtæki og bæjarsjóð. Mótbárur minnihlutans á […]
Opnað fyrir bókanir í Herjólf fyrir Þjóðhátíð

Opnað verður fyrir bókanir í Herjólf fyrir dagana í kringum Þjóðhátíðina kl 09:00 í dag, samkvæmt heimasíðu Herjólfs. Farþegar eru hvattir til að tryggja sér pláss með fyrirvara, bæði fyrir sig sjálfa og farartæki ef við á. Hægt er að kaupa miða bæði á heimasíðu Herjólfs og á dalurinn.is. Hér fyrir neðan má sjá siglingaráætlun […]
Dagur einstakra barna

Á morgun, 28. febrúar verður haldin glitrandi dagur þar sem fólk er hvatt til þess að klæðast glitrandi fatnaði eða bera glitrandi hlut. Dagurinn er helgaður sjaldgæfum sjúkdómum þar sem athygli er vakni á þeim og þeim áskorunum sem einstaklingar með slíka sjúkdóma og fjölskyldur þeirra standa frammi fyrir. Dagur sjaldgæfra sjúkdóma var fyrst haldinn […]