Laxey – Fjórði flutningur seiða

„Í vikunni fór fram fjórði flutningurinn á seiðum frá klakstöð yfir í startfóðrun (RAS 1). Þessi áfangi er alltaf sérstakur, sama hve oft hann er framkvæmdur, enda mikilvægur hluti af vaxtarferli seiðanna,“ segir á Fésbókarsíðu Laxeyjar í gær. Seiðin voru flutt úr seiðaeldisstöð Laxeyjar við Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í eldisstöðina í Viðlagafjöru. Er gert ráð […]
Unnið að því að fjölga fastráðnum læknum

Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði með forstjóra HSU og framkvæmdastjóra lækninga þann 29. janúar sl. Farið var yfir mönnunina á sjúkradeild og heilsugæslunni á starfstöðinni í Eyjum og hugmyndir varðandi það að styrkja þjónustuna. Unnið er að því að fjölga fastráðnum læknum á heilsugæslunni en þar eru fjögur stöðugildi sem ekki hefur tekist að manna að fullu […]
Kristín Klara: ,,Mikilvægt að læra af mistökum og bæta sig”

Kristín Klara Óskarsdóttir, hand- og fótboltakona hlaut viðurkenningu fyrir íþróttakonu æskunnar 2024 sem valinn var nú í janúar síðastliðnum. Kristín Klara átti framúrskarandi ár og æfir bæði fótbolta og handbolta. Hún steig stórt skref síðastliðið sumar með því að spila 15 leiki með meistaraflokki kvenna í fótbolta. Hún varð bikarmeistari með 4. flokki kvenna og […]
Almenn ánægja með þjónustu bæjarins

Samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup ríkir almenn ánægja meðal íbúa í Vestmannaeyjum með þjónustu bæjarins og er hann í 1-2. sæti þegar kemur að ánægju með stað til að búa á. Í tilkynningu á vefsíðu bæjaryfirvalda segir að af þeim 13 þjónustuþáttum sem mældir eru er Vestmannaeyjabær yfir landsmeðaltali í 12 þeirra og við landsmeðaltal í […]
Lítið dýpi í Landeyjahöfn

Dýpi í Landeyjahöfn var mælt fyrir hádegi í dag og er dýpið komið undir 3 metra eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Eins og staðan er núna er ekki nægilegt dýpi til siglinga til/frá Landeyjahöfn nema þegar veður er mjög gott á flóði, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þess er jafnframt […]
Styrkja ÍBV um 13 milljónir vegna hitalagna

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur tekið fyrir á ný beiðni ÍBV-íþróttafélags um fjárveitingu til að hægt sé að setja hitalagnir undir Hásteinsvöll. Margrét Rós Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi D lista, lagði fram á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja tillögu vegna málsins um hitalagnir undir Hásteinsvöll. Meirihluti bæjarstjórnar greiddi atkvæði með tillögu forseta bæjarstjórnar um að vísa tillögunni til bæjarráðs. Úr […]
Andri Erlingsson – Framundan eru spennandi tímar í handboltanum

Andri Erlingsson, handboltamaður hlaut viðurkenningu fyrir íþróttamann æskunnar 2024 sem valinn var nú í janúar síðastliðnum. Um hann segir: Andri tók miklum framförum á árinu 2024 og er nú orðinn sterkur leikmaður í meistaraflokki í handbolta. Hann hefur átt glæsilegt tímabil og var í október útnefndur besti sóknarmaður deildarinnar samkvæmt tölfræðiveitunni HB Statz. Andri er […]
Oliver Heiðarsson – byrjaði að æfa fótbolta sex ára

Íþróttamaður ársins, 2024 var valinn nú í janúar af Íþróttabandalagi Vestmannaeyja. Viðurkenninguna í hlaut Oliver Heiðarsson, knattspyrnumaður ÍBV, fyrir framúrskarandi árangur á síðasta ári. Um hann segir: Oliver átti frábært ár og var lykilleikmaður ÍBV sem vann Lengjudeildina síðastliðið haust. Hann var markahæsti leikmaður deildarinnar með 14 mörk og var valinn besti leikmaðurinn. Oliver er […]
Vill stofna jarðgangafélag að fyrirmynd Færeyinga

Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins hélt í gær jómfrúarræðu sína á Alþingi undir liðnum, störf þingsins. Þar sagði Jens Garðar að þrátt fyrir háleit markmið stjórnvalda um að framkvæmdir við ein jarðgöng séu í gangi á hverjum tíma, þá hafi ríkt kyrrstaða í gerð jarðganga á Íslandí hartnær fimm ár. Hann sagði að forsenda áframhaldandi […]
Almenn ánægja með þjónustu HSU

Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) hefur innleitt nýja þjónustukönnun sem send er til þeirra sem leita þjónustu stofnunarinnar. Greint er frá fyrstu niðurstöðum þjónustukönnunarinnar á vef stofnunarinnar. Þær sýna að almennt eru þjónustuþegar ánægðir með þjónustu HSU. Nú hafa 2226 þjónustuþegar svarað könnuninni og gáfu HSU meðaleinkunnina 4,3 af 5 mögulegum stigum. Viðmót starfsfólks: 92% þjónustuþega telja […]