Stíft fundað um vatnslögn

Vatnsleiðsla til Vestmannaeyja var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa haldið áfram viðræðum við hlutaðeigandi aðila um nýja vatnslögn til Vestmannaeyja. Bæjarráð skipaði þann 29. september sl., sérstakan starfshóp um lagningu nýrrar vatnslagnar til Vestmannaeyja og í þeim hópi eru þau Íris Róbertsdóttur, bæjarstjóri, Eyþór Harðarson, fulltrúi bæjarráðs, framkvæmdastjóri umhverfis- […]

Innleiða skjalastefnu hjá Vestmannaeyjabæ

Skjalastjórnun var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Lögð voru fyrir bæjarráð drög að skjalastefnu Vestmannaeyjabæjar. Skjalastefnan er hluti af átaki um bætta skjalastjórnun hjá Vestmannaeyjabæ og er unnin í samstarfi sviðanna þriggja, skjalastjóra og Héraðsskjalastjóra. Leitað var ráðgjafar frá fyrirtækinu Skipulag og skjöl ehf. um stefnumótun og innleiðingu, en sífellt auknar […]

Skólar og stofnanir bæjarins loka við rauða viðvörun

Bæjarráð ræddi í vikunni fyrirkomulag og forsendur fyrir lokun stofnana bæjarins þegar óveður gengur yfir. Jafnframt ræddi bæjarráð um að samræma ferla vegna lokana stofnana og við hvaða forsendur skuli miðað við ákvarðanir um slíkt. Ákveðið var að miða skuli lokanir stofnana og lokanir/frestun skólastarfs við litakerfi Veðurstofu og samráð við lögreglu. Forstöðumenn taka ákvörðun […]

Mokuðu snjó fyrir 55,7 milljónir

Snjómokstur í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni. Kostnaður vegna snjómoksturs í desember og janúar sl., er töluvert umfram fjárhagsáætlanir áranna 2022 og 2023. Við gerð áætlunar um snjómokstur í fjárhagsáætlunum er alla jafna miðað við meðalkostnað snjómoksturs undanfarinna ára. Í desember nam samanlagður kostnaður aðkeypts snjómoksturs um 36 m.kr og í […]

Fundað um orkumál í næstu viku

Rafmagn til Vestmannaeyja, forgangsorka, varaafl og rafmagnsþörf var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Bæjarstjóri hefur átt í viðræðum við ýmsa aðila um ástand og áhrif af skertri raforkuafhendingu til Vestmannaeyja. Meðal annast hefur bæjarstjóri rætt við forsvarsfólk fyrirtækja í útgerð og vinnslu fiskafurða. Í þeim samtölum hafa komið fram áhyggjur af stöðu mála […]

Íbúafundur um þjónustukönnun og raforkuafhendingu

Þjónustukönnun Gallup var til umræðu á fundi bæjarráðs í liðinni viku. Bæjarstjóri greindi frá helstu niðurstöðum könnunar Gallup á þjónustu sveitarfélaga fyrir árið 2022. Markmiðið með könnuninni er að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins og bera saman niðurstöður milli sveitarfélaga, en jafnframt að skoða breytingar frá fyrri mælingum. Til stendur að boða til […]

Áhætta að reka bæjarfélagið á einni vatnslögn í sjó

Vatnsleiðsla til Vestmannaeyja var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Bæjarráð fór yfir stöðuna á framgangi undirbúnings lagningu nýrrar vatnsleiðslu milli lands og Eyja. Undirbúningshópur hefur verið í samskiptum við HS veitur um málið og aðilar eru sammála um mikilvægi þess að leggja nýja vatnslögn. Skipuð hefur verið verkefnastjórn um verkið hjá […]

Flutningskostnaður hækkað um 132% frá ársbyrjun 2019

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í vikunni. Þar sem bæjarráð tók fyrir bréf Fiskfraktar ehf. sem sent var ráðinu og stjórn Herjólfs ohf. Í bréfinu er óskað eftir að stjórn Herjólfs endurskoði stefnu sína um verðhækkanir og afnám afsláttarkjara til handa flutningsfyrirtækjum. Fram koma í bréfinu áhyggjur félagsins af hækkunum ferða hjá […]

Almannavarnanefnd Vestmannaeyja hefur fundað reglulega vegna stöðunnar í rafmagnsmálum

Bæjarráð kom saman síðastliðinn föstudag vegna stöðunnar sem upp er komin vegna afhendingar á rafmagni til Vestmannaeyja. Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðunni eftir að bilun kom upp og rafmagnslaust var í Eyjum í byrjun vikunnar. Bæjarstjóri hefur haldið bæjarráði upplýstu frá því að málið kom upp. Nú er ljóst að bilun varð á Vestmannaeyjastreng 3 […]

Vestmannaeyjabær tekur ekki þátt í endurnýjun á eldhúsi í Noregi

Fyrir bæjarráði lá í vikunni erindi frá Íslendingafélaginu í Osló. Erindi félagsins er að kanna hvort Vestmannaeyjabær hafi möguleika og vilja til að veita félaginu stuðning, annaðhvort með fjárstyrk eða á annan hátt. Styrkurinn færi í endurnýjun á eldhúsi Íslendingafélagsins við Norefjell, þar sem á þessu ári eru 50 ár frá móttöku barna frá Vestmannaeyjum […]