Vestmannaey og Bergey með fullfermi

Bæði skip Bergs-Hugins, Vestmannaey VE og Bergey VE, komu til Vestmannaeyja í gær með fullfermi. Skipstjórarnir segja að nú sé vertíðin hafin og mikið sé af fallegum vertíðarfiski við Eyjarnar. Heimasíðan ræddi við báða skipstjórana og sagði Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, að vel hefði fiskast af þorski og karfa í veiðiferðinni. „Við vorum […]
Þetta er svo sannarlega fínn bátur

Hinn nýi ísfisktogari Bergs-Hugins, Bergey VE, kom úr sinni fyrstu alvöru veiðiferð til heimahafnar í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Aflinn var fullfermi eða um 75 tonn. Heimasíðan ræddi við Jón Valgeirsson skipstjóra og spurði fyrst hvar skipið hefði verið að veiðum. „Við byrjuðum út af Vík í Mýrdal, fórum síðan í Skeiðarárdýpið og undir lokin vorum […]
Loksins komin langþráð bongóblíða

Ísfisktogarinn Smáey VE landaði fullfermi eða 70 tonnum í Vestmannaeyjum sl. þriðjudag og kom aftur inn í morgun með rúmlega 30 tonn. Heimasíðan ræddi við Egil Guðna Guðnason stýrimann og spurði hvernig veiðar hefðu gengið. „Það verður að segjast að veiðarnar gengu vel. Í fyrri túrnum vorum við í Breiðamerkurdýpinu og uppistaða aflans þar var […]
Bergey komin til Eyja (myndir)

Bergey VE kom í fyrsta skipti til heimahafnar í Vestmannaeyjum í morgun. Skipið er smíðað í skipasmíðastöðinni Vard í Aukra í Noregi, og var sjósett í sumar og kom til landsins í haust en hefur verið á Akureyri þar sem fór sram skvering á millidekkinu. Áformað er að taka veiðarfæri og annað smálegt í Eyjum […]
Bergey lögð af stað til Eyja

Bergey VE skip Bergs-Hugins lagði af stað til Eyja í gær eftir skveringu á millidekki í Slippnum á Akureyri. Til stendur að taka stutt stopp í Eyjm áður en haldið er til veiða. „Hún kemur og tekur veiðarfæri og annað smálegt áður en hún heldur til veiða“, sagði Arnar Richardsson hjá Berg-Huginn í samtali við […]
Met í afla og verðmætum

Á árinu sem nú er að líða hafa skip Bergs-Hugins aflað 10.300 tonna að verðmæti 2.760 milljónir króna. Er þetta mesti afli sem skip félagsins hafa komið með að landi á almanaksári og einnig mesta aflaverðmæti. Aflinn eykst um 150 tonn á milli ára og verðmætin um 350 milljónir. Í júlímánuði sl. fékk Bergur-Huginn afhent […]
Smáey gerði það gott í byrjun vikunnar

Að undanförnu hafa togarar ekki fiskað neitt sérstaklega vel á miðunum við landið en annað slagið hafa þó komið ágæt skot. Smáey VE gerði það gott í byrjun vikunnar en þá fékk skipið fullfermi af karfa og ufsa á skömmum tíma. Heimasíðan hafði samband við Ragnar Waage skipstjóra á Smáey til að fá nánari fréttir […]
Bergey kveður

Ísfisktogarinn Bergey VE landaði í síðasta sinn undir merkjum Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum sl. sunnudag. Aflinn var 65 tonn, mest ufsi og karfi. Skipið fer væntanlega í slipp síðar í dag en það verður afhent nýjum eiganda í næstu viku. Það er Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði sem hefur fest kaup á skipinu. Bergey var smíðuð […]
Vinna í millidekki á nýrri Vestmannaey hafin

Hin nýja Vestmannaey hélt norður til Akureyrar hinn 6. ágúst sl. og munu þar starfsmenn Slippsins ganga frá millidekki skipsins. Áður höfðu starfsmenn Vélsmiðjunnar Þórs í Vestmannaeyjum gengið frá lestarfæribandinu um borð. Millidekkið verður um þriðjungi stærra og að ýmsu leyti fullkomnara en var í gömlu Vestmannaey (núverandi Smáey). Þar verða meðal annars tveir stærðarflokkarar […]
Nú þarf að fiska annað en ýsu

Á þessum árstíma hafa skip Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum oft fiskað drjúgt af ýsu. Vissulega er auðvelt fyrir þau að veiða ýsuna núna en í lok kvótaárs þarf að hyggja að fleiri tegundum. Bæði skipin eru að landa fullfermi í Vestmannaeyjum í dag. Afli Bergeyjar er að mestu ýsa og djúpkarfi en afli Smáeyjar (áður Vestmannaey) […]