Breki til veiða á ný eftir málningar- og viðhaldsstopp

Togarinn Breki VE lagði úr höfn í Vestmannaeyjum í kvöld í fyrstu veiðiferð eftir stopp í hálfan annað mánuð. Skipið var tekið í slipp í Reykjavík og málað hátt og lágt. Þá var fjarlægt skilrúm í lest sem bætir starfsaðstæður og eykur pláss svo hægt væri að bæta við nokkrum körum af fiski. Enn fremur […]

Breki VE aflahæsti togari landsins í apríl

Breki VE gerir það gott. Hann var aflahæsti togari landsmanna í apríl og aflaverðmætið meira en nokkru sinni fyrr í einum mánuði frá því Vinnslustöðin fór að gera skipiðið út! Heildarafli Breka var 1.077 tonn í apríl og næst kom Björg EA með 857 tonn. Drangavík VE er í 11. sæti með 560 tonn. Aflaverðmæti […]

Allt á kafi í Eyjum (myndir)

Snjónum hefur kyngt niður í Vestmannaeyjum í allan dag, víða í bænum hefur færð spillst en snjómokstur er í fullum gangi. “Við erum að tjalda öllu til, við erum með öll okkar tæki úti og svo eru allir verktakar á fullu,” sagði Jóhann Jónsson forstöðumaður í áhaldahúsinu. Jóhann sagði moksturinn hafa gegnið hægt þar sem […]

Breki VE og Páll Pálsson ÍS nefndir sem fyrirmyndarskip í Hörpu

Eldsneytisnotkun með tilheyrandi afleiðingum fyrir umhverfi og andrúmsloft bara eykst og eykst á Íslandi, NEMA í sjávarútvegi. Þar hefur hún dregist saman um 43% frá 1990 til 2016. Þetta kom fram á Sjávarútvegsráðstefnunni 2018 og í því samhengi brá fyrirlesari upp mynd af Breka VE fyrir að „veiða á við tvo en eyða olíu á […]

Breki VE farinn til veiða sunnan Eyja

„Við tókum tvö karfahöl í gærkvöld og í nótt. Þar með erum við komnir með skipið til veiða. Fyrstu sólarhringarnir fara annars að miklu leyti í að stilla af spil og vinnslukerfi, eins og við var búist,“ sagði Magnús Ríkarðsson, skipstjóri á Breka VE, í morgun. Áhöfnin á nýja VSV-togaranum er sem sagt komin á […]