Kortavelta um Þjóðhátíð að meðaltal 79 milljónir

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sækja u.þ.b. 15 þúsund manns á ári hverju og hefur hátíðin verið haldin árlega síðan árið 1901 að undanskildum styrjaldarárunum 1914 og 1915. Hátíðin var fyrst haldin árið 1874 til að fagna þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar sem og þeim tímamótum að Íslendingar fengu afhenta sína fyrstu stjórnarskrá frá Danakonungi. Heildarkortavelta í Vestmannaeyjum […]

Um 380 milljónir í vaskinn

Fyrr í júlímánuði var tekin sú ákvörðun að engin Þjóðhátíð verður haldin í Vestmannaeyjum þetta árið en hátíðin er ein helsta tekjulind íþróttastarfs í eyjunni fögru. Hörður Orri Grettisson framkvæmdastjóri ÍBV hefur nefnt í fjölmiðlum að 60-70% af tekjum þeirra séu í „algjöru uppnámi“. Það liggur augum uppi að ÍBV mun verða af allmiklum tekjum […]

Töluvert um afbókanir hjá Herjólfi

“Það eru um 500 farþegar bókaðir í dag til Vestmannaeyja. Það er töluvert um afbókanir eftir að tilmæli og aðgerðir stjórnvalda fóru í loftið,” sagði Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við Eyjafréttir í morgun. Nú er kominn upp sú sérkennilega staða að frá hádegi í dag er farþegum með Herjólfi skylt að vera með grímur um borð […]

Við erum öll almannavarnir

Í ljósi þess að covid smitum er að fjölga í samfélaginu hefur HSU Vestmannaeyjum ákveðið að grípa til eftirfarandi úrræða: Ef viðkomandi er með öndunarfæraeinkenni eða önnur einkenni sem gætu bent til covid er mikilvægt að hringja áður en komið er á heilsugæslu. Á dagvinnutíma í síma 432-2500 en á öðrum tímum í 1700. Í […]

Engir styrktartónleikar og lokaður Herjólfsdalur skilyrði brennunnar

Fundur var haldinn í bæjarráði núna kl. 13.00 vegna hertra reglna um samkomutakmarkanir og nálægðarmörk sem kynnt voru í morgun. Kom bæjarráð saman til þess að ræða leyfisveitingar og samkomur í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. „Nú er ljóst að töluverð fjölgun hefur orðið á innanlandssmitum af völdum kórónuveirunnar undanfarna örfáa daga og stjórnvöld tekið ákvörðun um […]

Hertar heimsóknarreglur á Hraunbúðum

„Í ljósi nýjustu frétta um fjölgun innanlandssmita Covid-19 þurfum við að bregðast við og gæta enn betur að sóttvörnum,“ segir í tilkynningu á heimasíðu Hraunbúða rétt í þessu.  „Við setjum takmarkanir á fjölda heimsókna á heimilið og höldum líka áfram með þær reglur sem voru í gildi en viljum ítreka að gestir taki þær alvarlega.  […]

Grímuskylda í Herjólfi

Ljóst er að hertar aðgerðir vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins sem kynntar voru fyrir hádegi í dag munu hafa víðtæk áhrif í samfélaginu Herjólfur er þar ekki undanskilinn. “Við munum þurfa að fylgja þeim fyrirmælum sem lögð hafa verið fyrir. Í þeim felst m.a. grímuskylda en eins og stendur munum við ekki þurfa að takmarka þann fjölda sem […]

Viðbraðsaðilar funduðu vegna verslunarmannahelgar

Arndís Bára Ingimarsdóttir, settur lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra og almannavarnanefnd í Vestmannaeyjum funduðu nú síðdegis vegna komandi verslunarmannahelgar. Ljóst er að helgin verður frábrugðin því sem menn eiga að venjast enda hefur Þjóðhátíð verið aflýst. Löggæsluyfirvöld eru samt sem áður með viðbúnað og verður reglum um fjöldatakmarkanir fylgt eftir. Þá verður […]

Fundu COVID-hanska og nýjar tegundir í Surtsey

Gróska í Surtsey er góð samkvæmt niðurstöðum árlegrar vísindaferðar út í eyjuna og var mikið af blómstrandi plöntum. Kórónuveiran minnti þó á sig þar líkt og annars staðar. Borgþór Magnússon, leiðangursstjóri og líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir í samtali við fréttastofu Rúv að sumarið hafi verið gott í Surtsey. „Það hefur verið gott sumar, bæði […]

Áhyggjur af rekstrarlegri stöðu Vestmannaeyjahafnar

20200409 114314

Sex mánaða rekstraryfirlit Vestmannaeyjahafnar. Var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarrás í gær. Tekjur Vestmannaeyjahafnar fyrstu 6 mánuði ársins eru 178 milljónir en rekstrargjöld utan fjármagnsliða 186 milljónir. Áætlun ársins 2020 gerði ráð fyrir að tekjur á tímabilinu yrðu 220 milljónir og gjöld um 180 milljónir. Ljóst er að tekjur eru verulega undir væntingum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.