Þrettán í sóttkví í Vestmannaeyjum

Hjörtur Kristjánsson framkæmdastjóri lækninga við Heilbrigðisstofnun Suðurlands sendi frá sér í gærkvöldi upplýsingar um stöðuna á Kórónaveirunni. Þar kemur fram að 13 einstaklingar eru í sóttkví í Vestmannaeyjum. Enginn með staðfest smit hafa komið upp í Vetmannaeyjum enn sem komið er. (meira…)
Starfsdagur á mánudag

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Sveitarfélagið vinnur nú að skipulagningu starfs m.v. ofangreindar ákvarðanir. Þegar hefur verið ákveðið að mánudaginn 16.mars verði starfsdagur í grunnskólum, leikskólum, tónlistarskóla, […]
Ábending til farþega

Í ljósi þess ástands sem nú ríkir vegna Covid-19 vill Herjólfur ohf koma á framfæri: Komi til þess að einstaklingur sem eru að koma af þeim svæðum sem skilgreind eru sem hættusvæði, einstaklingar sem hafa verið í sóttkví eða einstaklingar sem sýna flensueinkenni, þurfi að ferðast milli lands og Eyja, skal áður en til brottfarar […]
Allt messuhald fellur niður í Landakirkju

Um hádegi í dag var gefin út tilskipun stjórnvalda um samkomubann sem tekur gildi á miðnætti þann 15. mars næstkomandi. Fljótlega sendi biskup Íslands út tilkynningu þess efnis að allt messuhald og vorfermingar falla niður innan Þjóðkirkjunnar. Er sú ákvörðun tekin með almannaheill í húfi eins og segir í tilkynningu biskups. Samkomubann hefur talsverð áhrif […]
Samkomubann hefur ekki áhrif á farþegafjölda í Herjólfi

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi nú fyrir skemmstu samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti 15. mars. Háskólum og framhaldsskólum verður lokað og lagt upp með fjarnám í þeim menntastofnunum. Starf leikskóla og grunnskóla verður áfram heimilt en að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Alþjóðahafnir og alþjóðaflugvellir eru undanskildir banninu en verslanir eru ekki undanskildar. […]
Hertar aðgerðir VSV vegna veirufaraldursins

Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar boðar í innanhússyfirlýsingu hertar aðgerðir í fyrirtækinu vegna veirufaraldursins. Þess verður freistað að verja starfsfólk og starfsemi svo kostur er gagnvart smiti og tilheyrandi áhrifum þessa. Kæru starfsmenn, Eðlilegt er að fyrirtækið geri enn ríkari kröfur til sín og starfsmanna sinna nú þegar lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna […]
Eagles messunni frestað aftur

Eagles messunni sem átti að vera nk. sunnudag, 15. mars hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna Covid-19 veirunnar. Þetta kemur fram á heimasíðu Landakirkju. Þeir sjálfboðaliðar sem taka þátt í starfi kirkjunnar eru okkur gríðarlega mikilvægir og nauðsynlegt að þeir finni til öryggis og vellíðan þegar þeir gefa vinnu sína. Þá er einnig vert […]
Fjölliðamóti frestað og karate fer í hlé

Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að fresta öllum fjölliðamótum yngriflokka næstu tvær vikurnar. Til stóð að mót í 5. fl. kvenna yngri færi fram í Vestmannaeyjum 20-23. mars. Í frétt á vef HSÍ kemu fram að sambandið verið í nánu sambandi við þau félög sem fyrirhuguðu að halda fjölliðamót á næstu 2 vikur. Ljóst er að […]
Barna- og æskulýðsstarf Landakirkju í fullum gangi

Barna- og æskulýðsstarf Landakirkju heldur ótrautt áfram í Landakirkju. Æskulýðsfulltrúinn, Gísli Stefánsson hefur verið frá undanfarnar vikur vegna veikinda en nú er allt komið aftur á fullt. Krakkaklúbbarnir hittast á miðvikudögum í safnaðarheimilinu og halda svo í helgistund í Landakirkju þar sem er sungið, leikið leikrit eða sögð saga og farið með bænir. Að því […]
Tveir í sóttkví í Eyjum, fáein sýni verið tekin

Hjörtur Kristjánsson framkæmdastjóri lækninga við Heilbrigðisstofnun Suðurlands sendi frá sér í kvöld upplýsingar um stöðuna á Kórónaveirunni. Þar kemur fram að 23 einstaklingar eru í sóttkví á Suðurlandi. Einnig er eitthvað um að fólk færist til milli húsnæða sérstaklega milli eigins heimilis og og sumarbústaðs í sóttkví/einangrun og vegna slíkra flutninga eru t.d. núna engir […]