Ekki þörf á hraðprófi fyrir leikinn í dag

Handbolta stelpurnar unnu í gær góðan sigur á Sokol Pisek 20-27 í fyrri leik 16 liða úrslita EHF European Cup. Seinni leikurinn fer fram í dag kl.13:00. Miðasala er í fullum gangi á miðasöluappinu Stubbur. Í dag verður stúkunni skipt upp í tvö 50 manna hólf. Því verður EKKI þörf á að framvísa neikvæðri niðurstöðu […]

Tveir Evrópuleikir í Eyjum um helgina

Liðið Sokol Pisek, frá Tékklandi, kemur til Eyja um helgina og spila tvo leiki gegn ÍBV stelpunum í 16 liða úrslitum EHF European Cup. ÍBV hefur til þessa unnið tvö grísk félagslið á leið sinni í keppninni. Fyrst lágu leikmenn PAOK í valnum eftir tvo leiki sem báðir fór fram í Þessalóníku. Í nóvember sló […]

Stelpurnar mæta Sokol Pisek frá Tékklandi

ÍBV var í pottinum þegar dregið var í 16 liða úrslit EHF European Cup. En stelpurnar léku gegn AEP Panorama í EHF European Cup um liðna helgi og tryggðu sæti sitt í næstu umferð með afgerandi sigri. ÍBV dróst á móti Sokol Pisek frá Tékklandi. Fyrirhugað er að fyrri leikurinn verði leikinn í Tékklandi helgina […]

Hraðprófsskylda á Evrópuleikina

Kvennalið ÍBV í handbolta mætir gríska liðinu AEP Panorama í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum um helgina. Fyrri leikurinn er í dag föstudag kl.18:30 en sá síðari á laugardag kl.13:00. HRAÐPRÓFSSKYLDA FYRIR ALLA ÁHORFENDUR fædda 2015 eða fyrr! Heimapróf gilda ekki. Sýna þarf fram á neikvætt hraðpróf en bóka þarf sýnatöku á […]

Stelpurnar spila báða leikina heima

Báðar viðureignir ÍBV og gríska liðsins AEP Panorama í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik fara fram í Vestmannaeyjum. Að sögn Vilmars Þórs Bjarnasonar, framkvæmdastjóra handknattleiksdeildar ÍBV í samtali við vefinn handbolti.is, hafa félögin komið sér saman um að leikirnir verði föstudaginn 19. nóvember kl. 18.30 og laugardaginn 20., kl. 13:00. Rætt er við Sunnu […]

Stelpurnar fara aftur til Grikklands

Dregið var í þriðju umferð Evrópubikarkeppni kvenna, 32-liða úrslitum rétt í þessu í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu, EHF, í Vínarborg. ÍBV stelpurnar voru í pottinum ásamt lið KA/Þórs. ÍBV dróst á móti gríska liðinu AEP Panorama. Leikir 32-liða úrslita eiga að fara fram 13. og 14. nóvember og 20. og 21. nóvember. ÍBV á fyrri leikinn […]

ÍBV stelpurnar árfam í Evrópukeppninni

ÍBV og PAOK mættust öðru sinni á tveimur dögum í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik, 2. umferð, í Þessalóníku í dag. Flautað var til leiks klukkan 13:00. PAOK vann leikinn í gær með fimm marka mun, 29:24. ÍBV stelpur néru dæmunu heldur betur við í dag og unnu frækinn sigur, 29:22, og er komnar áfram í […]

Handboltastelpurnar fara til Grikklands

Rétt í þessu var að klárast dráttur í Evrópukeppnir EHF. Alls voru 50 lið í pottinum og þar á meðal Kvennalið ÍBV í EHF European Cup. Stelpurnar drógust gegn AC Paoc frá Grikklandi. Ljóst er að um verðugan andstæðing er að ræða en liðið er tvöfaldur meistari í sínu heimalandi síðustu þrjú ár. Liðið komst […]

ÍBV úr leik eftir stórt tap í Frakklandi

Eyjamenn eru úr leik í Evrópukeppni EHF eftir 36-25 tap gegn PAUC AIX út í Frakklandi í síðari leik liðanna. Eftir eins marks sigur hér heima héldu menn fullir sjálfstrausts í síðari leik liðanna úti í Frakklandi. Á sterkan heimavöll PAUC Aix í glæsilegri höll sem tekur 6000 manns í sæti. Eyjamenn héldu í við […]

Eins marka sigur á PAUC Aix í hörkuleik

ÍBV tók á móti franska liðinu PAUC Aix með Jerome Fernandez í brúnni, í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni EHF í dag. Eyjamenn tóku forystuna strax í upphafi en fóru illa með mörg tækifæri til að auka hana. Gestirnir unnu sig því inn í leikinn aftur og leiddi í hálfleik með tveimur mörkum, 10-12. Heimamenn […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.