Niðurstöður úthlutunarnefndar um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla 2023
Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum í ár. Niðurstöður úthlutunarnefndar hafa verið birtar á vef Fjölmiðlanefndar. Úthlutunarnefnd skipa Anna Mjöll Karlsdóttir lögfræðingur (formaður), samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands, Anna Birgitta Geirfinnsdóttir löggiltur endurskoðandi, samkvæmt tilnefningu Ríkisendurskoðunar og Jón Gunnar Ólafsson, nýdoktor við Háskóla Íslands, samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins. Fjölmiðlanefnd sá um umsýslu umsókna […]
Sindri Ólafsson nýr ritstjóri Eyjafrétta
Sindri Ólafsson hefur verið ráðinn ritstjóri Eyjafrétta og vefmiðilsins eyjafrettir.is og Sæþór Vídó Þorbjarnarson ráðinn til að starfa àfram fyrir fjölmiðlana. Jafnframt ákvað stjórn Eyjasýnar að gefið yrði ùt blað með fréttasniði aðra hvora viku í stað mánaðarritsins nú og halda áfram úti vefnum eyjafrettir.is. Markmiðið er að auka útbreiðslu blaðsins, styrkja vefinn og auka […]
Eyjasýn færir Ljósmyndasafni Vm. staðbundið sjónvarpsefni
Eyjasýn ehf. rak staðbundna sjónvarpsstöð í Eyjum frá 2001 – 2011 samhliða prentsmiðju, vikublaðinu Fréttir, -síðar Eyjafréttir og eyjafrettir.is eftir sameiningu Eyjaprents og Fjölsýnar árið 2001. Sjónvarpsstöð Eyjasýnar gerði ýmsa þætti tengda bæjarlífinu í Eyjum, má þar nefna fréttir, útsendingar af fundum bæjarstjórnar, útsendingar af fótbolta- og handboltaleikjum ÍBV , spurningakeppnir, mannlífsþætti, viðtöl við bæjarbúa ofl. Þegar saman kemur er þetta heilmikið […]
Áform um að styrkja stoðir Eyjasýnar
Stjórn Eyjasýnar ehf., útgáfufélags prentmiðilsins Eyjafrétta og vefmiðilsins eyjafrettir.is, boðar til hluthafafundar þriðjudaginn 20. ágúst nk. til að ræða stöðuna og mögulegar breytingar á starfseminni í ljósi óviðunandi rekstrarafkomu og tilheyrandi óvissu. Ljóst er að sú breyting að fækka útgáfudögum Eyjafrétta fyrir réttu ári úr vikublaði í mánaðarrit, ásamt því að halda úti öflugum vefmiðli, eyjafrettir.is, hefur ekki skilað því sem vænst var. […]