Rekstur Hraunbúða er orðinn kostnaðarsamari

Öldrunarþjónusta Vestmannaeyjabæjar var til umræðu á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í gær. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og deildarstjóri öldrunarmála fóru yfir áherslur í öldrunarþjónustu og í rekstri Hraunbúða fyrir fjárhagsáætlun 2020. Umfang þjónustunnar er að aukast Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og deildarstjóri öldrunarþjónustu ræddu öldrunarþjónustu Vestmannaeyjabæjar og þau mál sem brýnt er að fara í […]

Féló í hvíta húsið

Á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs sem fór fram í gær var lagt fram minnisblað frá framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs þar sem lagt er til flutningur á félagsmiðstöð unglinga og endurbætur á skrifstofuaðstöðu fjölskyldu- og fræðslusviðs. Niðurstaða ráðisins var eftirfarandi: Fjölskyldu- og tómstundaráð leggur til að tillaga framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs með flutning á félagsmiðstöð unglinga […]

Lagt til að frístundastyrkur hækki um áramót

234. fundur fjölskyldu- og tómstundaráðs var haldin í gær. Þar var meðal annars umræða um frístundastyrkinn. Frístundastyrkur er veittur til barna á aldrinum 2 – 18 ára. Fram kom að um 277 börn af 872 hafa fengið úthlutað styrk sem er um 44% nýting. Flest í úrræðum hjá ÍBV íþróttafélagi, fimleikafélaginu Rán og í Tónlistarskóla […]

Samningaviðræður í hnút

Á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráð í vikunni fór fram Kynning á stöðu samningaviðræðna við ríkið um rammasamning hjúkrunarheimila. Forsaga málsins er sú að árið 2016 var gerður rammasamningur milli Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV), Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sjúkratrygginga Íslands um rekstur hjúkrunar-, dvalar-, og dagdvalarrýma. Samhliða þessum samningi voru gerðar ýmsar kröfur til stofnanna […]

Starfshópur skipaður um framtíðarskipulag og uppbyggingu íþróttamála

Bæjarstjórn Vestmannaeyja staðfesti á síðasta fundi sínum vilja fjölskyldu- og tómstundaráðs að stofna starfshóp til að ræða framtíðarsýn í uppbyggingu, rekstri og skipulagi íþróttamála í Vestmannaeyjum. Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs síðast liðinn mánudag lagði ráðið til að í starfshópnum sitji tveir fulltrúar meirihluta, Hrefna Jónsdóttir og Styrmir Sigurðarson, fulltrúi minnihlutans, Ingólfur Jóhannesson, einn fulltrúi […]

Mikilvægt að hvert mál sé unnið á einstaklingsgrundvelli

Fyrir 222. fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs, sem haldin var í gær, lágu hin ýmsu mál. Eitt af þeim var ósk Reykjavíkurborgar um samstarf um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa. Ráðið sá sér ekki fært að undirrita til lögð samningsdrög en sögðust starfsmenn nefndarinnar þó tilbúin til ráðgjafar og samvinnu í málefnum einstaklinga með lögheimili […]

Auka akstursþjónustu fyrir fatlaða um helgar

Vestmannaeyjabær býður upp á akstursþjónustu fyrir fatlaða á virkum dögum milli klukkan 7:30 og 17:30 og hefur til þjónustunnar sérútbúinn bíl. Markmið þjónustunnar er að gera þeim sem eru andlega og líkamlega fatlaðir og þurfa nauðsynlega vegna fötlunar sinna á akstursþjónustu að halda til að geta stundað vinnu og nám eða sótt þjónustu á sérhæfðar […]

Styrkja útgáfu meðferðarbókar sem tekur á kvíða

DCIM100MEDIAYUN00052.jpg

Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkti á fundi sínum í gær, 31. október, að veita Thelmu Gunnarsdóttur og Árnýju Ingvarsdóttur 300.000 kr. fjárstyrk. Styrkurinn er vegna útgáfu á nýrri meðferðarbók fyrir börn og unglinga sem tekur á kvíða hjá eldri börnum, á aldrinum 9 til 13 ára. „Markmið bókarinnar er að hjálpa börnum að takast á við alvarlegan […]

Frístundastyrkur í boði frá tveggja ára aldri

Bæjarstjórn Eyþór

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða á fundi sínum á fimmtudaginn að lækka aldursviðmið vegna frístundastyrks niður í tveggja ára aldur í stað sex. „Markmiðið með þessari breytingu er að styrkja fleiri aldurshópa til þátttöku í uppbyggilegu frístundastarfi og auka möguleika til þátttöku óháð efnahag. Því fyrr sem börn byrja að kynnast skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi þeim mun […]

Frístundastyrkur í boði frá 2ja ára aldri

Lagt var til á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í gær, þriðjudaginn 28. ágúst, að gerðar verði breytingar á aldursviðmiðum reglna um frístundastyrk þannig að styrkurinn gildi frá 2ja ára aldri í stað 6 ára. Lagt er til að breytingin taki gildi frá og með 1. október nk. „Það er stefna meirihlutans að betrumbæta og gera styrkinn […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.