Flugfélagið Ernir hættir flugi til Vestmannaeyja

Flugfélagið Ernir hefur ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja sökum lítillar eftirspurnar og ótryggra aðstæðna í þjóðfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér rétt í þessu. Telja stjórnendur félagsins ekki ráðlagt að halda inn í veturinn að óbreyttu. Félagið er í stakk búið til að hefja flug aftur til Eyja án […]
Staðfestir nauðsyn þess að innanlandsflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni

Samgöngumál voru til umræðu á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku þar var sett fram eftirfarandi áskorun. “Bæjarstjórn Vestmannaeyja skorar á Reykjavíkurborg að láta af sífelldri aðför sinni að Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýri og skorar á samgönguráðuneytið að ganga úr skugga um að Reykjavíkurborg vegi ekki frekar að öryggi innanlandsflugs með frekari skerðingu á starfsemi flugvallarins í Vatnsmýri […]
Er Reykjavík höfuðborg allra landsmanna?

Flugvöllurinn í Vatnsmýri þjónar mikilvægu hlutverki sem miðstöð innanlandsflugs og sem slík skiptir staðsetning og umgjörð flugvallarins miklu máli. Enn mikilvægara er þó hlutverk flugvallarins sem miðstöð sjúkraflugs í landinu, en þar er um brýnt öryggismál landsmanna að ræða. Uppbygging á nýju bráða- og háskólasjúkrahúsi fer nú fram við Hringbraut. Það er lykilatriði að flugvöllurinn, […]
Aðflug til Eyja

TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, var á flugi um helgina. Áhöfn hennar æfir reglulega ásamt því að sinna eftirlitsstörfum. Þetta kemur fram á facebook Landhelgisgæslunnar. Vélin flaug frá Bjargtöngum að Kötlutanga en þar hafa borist tilkynningar um olíublauta fugla á svæðinu á undanförnum mánuðum. Engin mengun var sjáanleg en stefnt er að því að fara í aðra […]
Mikilvægt að landsmenn allir komi að framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar

Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði í gær en til umræðu var meðal annars beiðni Alþingis um umsagnir um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Frestur til að senda inn umsagnir er til 19. mars 2020. Bæjarráð fagnaði þingsályktunartillögu um atkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri og telur mikilvægt að landsmenn allir geti sagt hug sinn […]
Flugvél snjóaði inni í Eyjum

Sá sjaldgæfi atburður átti sér stað í gær að flugvél flugfélagsins Ernis snjóaði inni á Vestmannaeyjaflugvelli. “Vélin lenti hérna í gær og þá var bara að byrja að snjóa það þyngdist það hratt að ekki var hægt að koma henni á loft aftur. Þetta er í annað skiptið sem þetta gerist síðan ég byrjaði hérna […]
Umhverfis- og samgöngunefnd fundar sérstaklega um stöðu innanlandsflugs

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman í fyrramálið, klukkan 8:30, til þess að ræða stöðu innanlandsflugs á Íslandi en Vilhjálmur Árnason, nefndarmaður Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, óskaði á dögunum eftir því að fundurinn yrði haldinn. Gestakomur verða frá fulltrúum flugrekstraraðila og ISAVIA en Vilhjálmur óskaði eftir fundinum í kjölfar þess að flugrekstraraðilar drógu […]
Millilandaflug til Eyja og óháð úttekt á Landeyjahöfn

Nú í vikunni sendi meiri hluti umhverfis – og samgöngunefndar frá sér nefndarálit um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019–2023 og tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019–2033. En það eru nokkur atriði sem tengjast Vestmannaeyjum í þeirri samgönguáætlun. Það sem helst ber á góma er flugið og hin umtalaða skoska leið. […]
Leggja til 50% niðurgreiðslu á flugfargjöldum einstaklinga

Starfshópur sem hafði það hlutverk að móta tillögur um uppbyggingu flugvallakerfisins á Íslandi og eflingu innanlandsflugs sem almenningssamgangna hefur skilað skýrslu til Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Í skýrslunni eru gerðar tillögur um breytingar á fyrirkomulagi innanlandsflugs og rekstri flugvalla og að innanlandsflug verði hagkvæmur kostur fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Til að jafna aðgengi landsmanna […]