ÍBV dagur á 1. maí

Það verður nóg um að vera hjá ÍBV þann 1. maí. Þá fara fram sex keppnisleikir í Vestmannaeyjum í handbolta og fótbolta, leiktíma má sjá hér að neðan. Þórsvöllur 4.fl kvk kl 11:00 ÍBV1-Valur kl 12:30 ÍBV2-Valur Íþróttamiðstöðin 4.flokkur kk. kl: 12:00 ÍBV2-Grótta2 kl 13:30 ÍBV1-Haukar Hásteinsvöllur Meistaraflokkur kvenna kl 14:00 ÍBV-Afturelding Mjólkurbikarinn Pylsur, gos […]

Hásteinsvöllur valinn flottasti völlur landsins

Blaðamaðurinn Jóhann Páll Ástvaldsson birti í morgun grein á ruv.is um flottustu fótboltavelli Íslands fyrir íþróttadeild RÚV. Það kemur fáum á óvart að Hásteinsvöllur var valinn flottasti völlur landsins af einvala hópi álitsgjafa. Þá voru Týsvöllur og Helgafellsvöllur einnig teknir fyrir. Hópinn skipa: Andri Geir Gunnarsson, annar helmingur fótbolta- og lífsstílshlaðvarpsins Steve Dagskrá Arna Sif […]

Sund, saga og íþróttir á sumardaginn fyrsta

Í tilefni af sumardeginum fyrsta býður Vestmannaeyjabær bæjarbúum frítt í sundlaugina og frítt í Eldheima og Sagnheima. Opið í Einarsstofu og í Sagnheimum frá kl. 12:00-15:00 og í Eldheimum frá kl. 13:00-16:30. Sundlaugin er opin frá kl. 9:00-17:00. Við viljum einnig vekja athygli á að nóg er um að vera í íþróttalífinu þennan dag. Meistarflokkur […]

Forskot á fótboltasumarið

Strákarnir taka forskot á fótboltasumarið í dag þegar þeir fá Knattspyrnufélag Garðabæjar í heimsókn á Hásteinsvöll í Mjólkurbikarnum. KFG leikur í 2. deild en liðið hafnaði í 8. sæti deildarinnar á síðasta tímabili. “Nú er mál að klæða sig í úlpu og vettlinga og hvetja strákana til sigurs á leiknum sem hefst klukkan 14:00,” segir […]

ÍBV skilað mestu tapi

ÍBV er það lið sem lék í Bestu deild karla í fyrra sem hefur verið rekið með mestu tapi undanfarin tvö ár en alls nemur tap af rekstri knattspyrnudeildar félagsins 67 milljónum króna. Þetta kemur fram í fétt á vef Viðskiptablaðsins. KR, sigursælasta lið landsins, kemur næst á eftir með 55 milljóna tap. Eigið fé […]

Fótboltaskóli ÍBV og Heildverslun Karls Kristmanns fyrir yngri hóp

Fótboltaskóli ÍBV og Heildverslun Karls Kristmanns verður haldinn helgina 23-24 mars nk kl 11:30-12:30 báða dagana. Fótboltaskólinn er fyrir krakka fædda 2018, 2019 og 2020 og allir þáttakendur fá gefins Páskaegg. Verð er aðeins 2.500 kr. Stjórnandi skólans verður Hermann Hreiðarsson og munu leikmenn og þjálfarar mfl karla stjórna æfingum. Skráningafrestur er til 15 mars […]

Fótboltaskóli ÍBV og Heildverslun Karls Kristmanns

Fótboltaskóli ÍBV og Heildverslun Karls Kristmanns verður haldinn páskavikuna 25.-27. mars nk. er það verður frí í skóla sem og á æfingum. Hér er frábært tækifæri til að brjóta upp daginn fyrir krakkana sem og efla þau í fótboltanum. Þetta kemur fram í tillkynningu frá ÍBV. Fótboltaskólinn er fyrir krakka í 1-8 bekk. Allir þáttakendur […]

Lexie Knox og Natalie Viggiano til ÍBV

Bandarísku knattspyrnukonurnar Lexie Knox og Natalie Viggiano hafa skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og mun því koma til með að spila með liðinu í Lengjudeild kvenna í sumar. Lexie er 25 ára varnarmaður sem hefur leikið í Noregi, Albaníu og einnig í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Hún var lykilmaður í albanska liðinu Vllaznia sem tryggði […]

Víðir aftur til ÍBV

Eyjamaðurinn Víðir Þorvarðarson hefur skrifað undir eins árs samning við knattspyrnudeild ÍBV en hann kemur til með að leika með liðinu í Lengjudeild karla í sumar, næst á dagskrá er þó Lengjubikarinn sem hefst á morgun með leik gegn Valsmönnum í Egilshöllinni. Víði þekkja allir Eyjamenn en hann hefur leikið fjölmarga leiki með ÍBV í […]

Jón Óli tekur við stelpunum og verður yfirþjálfari yngri flokka

ÍBV hefur ráðið Jón Ólaf Daníelsson til starfa hjá félaginu og mun samningurinn ná til 5 ára. Jón Óli mun taka við þjálfun mfl. kvk í fótbolta ásamt því að vera í þjálfarateymi Hermanns Hreiðarssonar í mfl. kk. Þá hefur unglingaráð ÍBV einnig gert samning við Jón Óla um yfirþjálfun yngri flokka félagsins í fótbolta. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.