ÍBV dagur á 1. maí

Það verður nóg um að vera hjá ÍBV þann 1. maí. Þá fara fram sex keppnisleikir í Vestmannaeyjum í handbolta og fótbolta, leiktíma má sjá hér að neðan. Þórsvöllur 4.fl kvk kl 11:00 ÍBV1-Valur kl 12:30 ÍBV2-Valur Íþróttamiðstöðin 4.flokkur kk. kl: 12:00 ÍBV2-Grótta2 kl 13:30 ÍBV1-Haukar Hásteinsvöllur Meistaraflokkur kvenna kl 14:00 ÍBV-Afturelding Mjólkurbikarinn Pylsur, gos […]
Hásteinsvöllur valinn flottasti völlur landsins

Blaðamaðurinn Jóhann Páll Ástvaldsson birti í morgun grein á ruv.is um flottustu fótboltavelli Íslands fyrir íþróttadeild RÚV. Það kemur fáum á óvart að Hásteinsvöllur var valinn flottasti völlur landsins af einvala hópi álitsgjafa. Þá voru Týsvöllur og Helgafellsvöllur einnig teknir fyrir. Hópinn skipa: Andri Geir Gunnarsson, annar helmingur fótbolta- og lífsstílshlaðvarpsins Steve Dagskrá Arna Sif […]
Sund, saga og íþróttir á sumardaginn fyrsta

Í tilefni af sumardeginum fyrsta býður Vestmannaeyjabær bæjarbúum frítt í sundlaugina og frítt í Eldheima og Sagnheima. Opið í Einarsstofu og í Sagnheimum frá kl. 12:00-15:00 og í Eldheimum frá kl. 13:00-16:30. Sundlaugin er opin frá kl. 9:00-17:00. Við viljum einnig vekja athygli á að nóg er um að vera í íþróttalífinu þennan dag. Meistarflokkur […]
Forskot á fótboltasumarið

Strákarnir taka forskot á fótboltasumarið í dag þegar þeir fá Knattspyrnufélag Garðabæjar í heimsókn á Hásteinsvöll í Mjólkurbikarnum. KFG leikur í 2. deild en liðið hafnaði í 8. sæti deildarinnar á síðasta tímabili. “Nú er mál að klæða sig í úlpu og vettlinga og hvetja strákana til sigurs á leiknum sem hefst klukkan 14:00,” segir […]
ÍBV skilað mestu tapi

ÍBV er það lið sem lék í Bestu deild karla í fyrra sem hefur verið rekið með mestu tapi undanfarin tvö ár en alls nemur tap af rekstri knattspyrnudeildar félagsins 67 milljónum króna. Þetta kemur fram í fétt á vef Viðskiptablaðsins. KR, sigursælasta lið landsins, kemur næst á eftir með 55 milljóna tap. Eigið fé […]
Fótboltaskóli ÍBV og Heildverslun Karls Kristmanns fyrir yngri hóp

Fótboltaskóli ÍBV og Heildverslun Karls Kristmanns verður haldinn helgina 23-24 mars nk kl 11:30-12:30 báða dagana. Fótboltaskólinn er fyrir krakka fædda 2018, 2019 og 2020 og allir þáttakendur fá gefins Páskaegg. Verð er aðeins 2.500 kr. Stjórnandi skólans verður Hermann Hreiðarsson og munu leikmenn og þjálfarar mfl karla stjórna æfingum. Skráningafrestur er til 15 mars […]
Fótboltaskóli ÍBV og Heildverslun Karls Kristmanns

Fótboltaskóli ÍBV og Heildverslun Karls Kristmanns verður haldinn páskavikuna 25.-27. mars nk. er það verður frí í skóla sem og á æfingum. Hér er frábært tækifæri til að brjóta upp daginn fyrir krakkana sem og efla þau í fótboltanum. Þetta kemur fram í tillkynningu frá ÍBV. Fótboltaskólinn er fyrir krakka í 1-8 bekk. Allir þáttakendur […]
Lexie Knox og Natalie Viggiano til ÍBV

Bandarísku knattspyrnukonurnar Lexie Knox og Natalie Viggiano hafa skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og mun því koma til með að spila með liðinu í Lengjudeild kvenna í sumar. Lexie er 25 ára varnarmaður sem hefur leikið í Noregi, Albaníu og einnig í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Hún var lykilmaður í albanska liðinu Vllaznia sem tryggði […]
Víðir aftur til ÍBV

Eyjamaðurinn Víðir Þorvarðarson hefur skrifað undir eins árs samning við knattspyrnudeild ÍBV en hann kemur til með að leika með liðinu í Lengjudeild karla í sumar, næst á dagskrá er þó Lengjubikarinn sem hefst á morgun með leik gegn Valsmönnum í Egilshöllinni. Víði þekkja allir Eyjamenn en hann hefur leikið fjölmarga leiki með ÍBV í […]
Jón Óli tekur við stelpunum og verður yfirþjálfari yngri flokka

ÍBV hefur ráðið Jón Ólaf Daníelsson til starfa hjá félaginu og mun samningurinn ná til 5 ára. Jón Óli mun taka við þjálfun mfl. kvk í fótbolta ásamt því að vera í þjálfarateymi Hermanns Hreiðarssonar í mfl. kk. Þá hefur unglingaráð ÍBV einnig gert samning við Jón Óla um yfirþjálfun yngri flokka félagsins í fótbolta. […]