Eyjastelpur á Hlíðarenda

Eyjastelpur eiga verðugt verkefni fyrir höndum í dag þegar þær mæta toppliði Vals á hlíðarenda í dag. Flautað verður til leiks klukkan 14:00 og er leikurinn í beinni útsendingu á visir.is. (meira…)
Leiknir Reykjavík mætir á Hásteinsvöll – með áhorfendum

Liðin sitja bæði í efri hluta deildarinnar og stefna hærra. Leikurinn hefst 17.30 og eru áhorfendur leyfðir á vellinum eftir nokkuð hlé. Það komast 100 í hvora stúku og svo verður svæði frá stóru stúkunni að SA hornfána einnig opið. Talið verður í stúkurnar og gæti orðið uppselt í þær. Börn fædd 2005 og síðar […]
Stelpurnar fara í Garðabær og strákarnir mæta botnliðinu

Fótboltalið félagsins leggja land undir fót í dag. Stelpurnar sem hafa verið á mikilli siglingu mæta stjörnunni í Garðabæ klukkan 14:00. Á sama tíma fara strákarni í Ólafsvík og mæta Víkingum sem eru í harðri fallbaráttu. En Eyjamenn eru sem stendur í þriðjasætinu. Leikurinn hefst einnig klukkan 14:00. (meira…)
Páll Magnússon sakaður um dónaskap

Jón Sveinsson þjálfari Fram var svekktur í lok leiks ÍBV og Fram á Hásteinsvelli í gærkvöldi þar sem ÍBV fór með sigur af hólmi eftir að Róbert Aron Eysteinsson skoraði frábært mark í uppbótartíma leiksins. Viðtal við Jón sem birtist á vefnum fotbolti.net hefur vakið athygli en þar segir hann Pál Magnússon, alþingismann, hafa verið […]
ÍBV áfram í bikarnum á ævintýralegan hátt (myndir)

ÍBV er komið áfram í Mjólkurbikar karla eftir leik við Fram á Hásteinsvelli í kvöld. Óhætt er að segja að sigur ÍBV hafi ekki getað staðið tæpar en í kvöld. Gestirnir í Fram byrjuðu betur og komust yfir eftir 20 mínútna leik með marki Fred Saraiva. Þannig stóð í hálfleik Eyþór Daði Kjartansson jafnaði svo […]
Bikarleikur á tómlegum Hásteinsvelli

ÍBV mætir Fram í dag klukkan 17:15 í átta liða úrslitum Coca cola bikarsins. Liðin hafa mæst einu sinni í sumar og lauk þeim leik með jafntefli. Liðin eru bæði í toppbaráttu Lengjudeildarinnar og því um hörkuleik að ræða. Sem fyrr eru áhorfendur bannaðir á Hásteinsvelli en leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 […]
Strákarnir fara á Grenivík og mæta Magna

Fótbolta strákarnir mæta í dag klukkan 14:00 botnliðið Lengjudeildarinnar, Magna á Grenivík. Leikurinn verður í beinni útsendingu á youtube rás Magna. Klukkan 14:30 leika handboltastrákarnir um um þriðja sæti á Ragnarsmótinu gegn Selfossi á heimavelli þeirra, sá leikur verður einnig aðgegngilegur á youtube. (meira…)
ÍBV mætir Fram í bikarnum

Dregið hefur verið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla. Lið ÍBV dróst á móti Fram en bæði lið leika í Lengjudeild karla. Leikdagur skv. mótaskrá er 10. september. Einum leik í 16-liða úrslitum er ólokið, viðureign Vals og ÍA. Leikirnir í 8-liða úrslitum: FH – Stjarnan ÍBV – Fram Valur/ÍA – HK Breiðablik – KR (meira…)
Þróttarar mæta á Hásteinsvöll

Áttundu umferð Lengjudeildar karla líkur í dag þegar Eyjamenn taka á móti liði Þróttar Reykjavík. ÍBV þarf á sigri að halda til að endurheimta toppsæti deildarinnar. Þróttarar sitja í næst neðsta sæti deildarinnar með eitt stig. Leikurinn hefst klukkan 18:00. (meira…)
Eyjamenn fara á Ísafjörð

Sjöunda umferð Lengjudeildar karla fer fram í dag. Eyjamenn mæta liði Vestra en leikið er á Olísvellinum á Ísafirði og hefst leikurinn klukkan 17.30. ÍBV er í toppsæti deildarinnar með 14 stig þrátt fyrir að hafa gert jafntefli í tveimur síðustu leikjum. Vestri er með 10 stig í áttunda sæti. (meira…)