Stelpurnar hefja leik 13. júní og strákarnir viku seinna

KSÍ hefur endurraðað mótum sumarsins og birt ný drög að leikjaniðurröðun sumarsins á vef KSÍ. Upphaf móta miðast við að staðan í þjóðfélaginu verði þannig að heilbrigðisyfirvöld heimili að leikir fari fram. Stelpurnar í ÍBV mæta Þrótti R fyrsta leik sumarsins á Hásteinsvelli laugardaginn 13. júní samkvæmt þessum drögum en strákarnir hefja leik viku seinna […]

Draumaleikur ÍBV

Kæru Eyjamenn Komandi laugardag átti fótboltasumarið að hefjast hjá okkur í ÍBV með bikarleik gegn Grindavík. Vetrarmótin höfðu gengið mjög vel og mátti hvergi sjá að ÍBV léki deild neðar en mörg lið sem liðið keppti við og vann. Ekki er ljóst hvenær knattspyrnusumarið hefst en miðað við fréttir Almannavarna nú dag eftir dag fer […]

Góð úrslit í Lengjubikar karla

Undirbúningstímabilið fyrir sumarið er á fullu og það sem af er hefur árangur karlaliðsins verið góður. Í Lengjubikarnum situr liðið í þriðja sæti síns riðils með tvo sigra og eitt tap. ÍBV vann stórsigur 5:0 á móti Víkingi Ólafsvík og sigraði einnig lið Stjörnunnar 2:1. Tapið kom á móti Val síðastliðna helgi en Valur vann […]

Klappa í stað þess að takast í hendur vegna Kórónaveirunnar

Vegna tilmæla frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis fer KSÍ þess á leit við aðildarfélögin að þau sleppi því að heilsast með handabandi fyrir leiki eins og venjan er þangað til annað verður ákveðið. Í stað handabandsins mælist KSÍ með því að liðin stilli sér upp með hefðbundnum hætti og klappi í stutta stund áður […]

Unglingalandsliðs markvörður til ÍBV

ÍBV og Valur hafa náð samkomulagi um að Auður Scheving landsliðsmarkvörður Íslands U-19 muni leika með ÍBV sem lánsmaður á komandi leiktímabili. Auður sem á að baki 20 unglingalandsleiki fyrir Íslands hönd tekur nú slaginn með ÍBV í Pepsí Max deildinni. ÍBV bíður Auði innilega velkomna til félagsins. (meira…)

ÍBV semur við sex leikmenn

Á síðustu dögum hefur kvennalið ÍBV skrifað undir samninga við nokkra leikmenn í undirbúningi sínum fyrir komandi átök í Lengjubikar, Mjólkurbikar og Pepsí Max deildinni en ÍBV ætlar sér stóra hluti undir stjórn Andra Ólafssonar og Birkis Hlynssonar. Birgitta Sól Vilbergsdóttir skrifaði undir nýja samning við félagið en Birgitta Sól sem er fædd 2002 er […]

Helena og Þóra Björg æfa með U-16

Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari U-16 ára landsliðs Íslands valdi í dag tvo leikmenn ÍBV til æfinga með liðinu en æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu í lok janúar.  Jörundur Áki valdi þær Þóru Björgu Stefánsdóttur og Helenu Jónsdóttur frá ÍBV. Utan hefðbundinna æfinga fá leikmenn fræðslu um fyrirbyggingu meiðsla ásamt því að mælingar verða gerðar á […]

Knattspyrnunámskeið Meistaraflokks ÍBV

Dagana 27. – 30. desember mun meistaraflokkur karla hjá ÍBV standa fyrir knattspyrnunámskeiðum fyrir yngri iðkendur félagsins. Þetta er liður í fjáröflun félagsins fyrir æfingaferð í vor. Námskeiðin verða tvö, annars vegar 6. og 7. flokkur karla og kvenna klukkan 11-12 og hinsvegar 4. og 5. flokkur karla og kvenna klukkan 12:30-13:30. Verðið er 5.000kr […]

Pepsí Max deildirnar

Það er nóg um að vera hjá meirstarflokkum félagsins um helgina.  Bæði lið félagsins í fótboltanum eiga leiki.  Karlaliðið skreppur á Skagann og keppir við ÍA, en síðasti sigurleikur liðsins var einmitt gegn Skaganum 2 júní sl. þar sem ÍBV hafði sigur 3-1 og er þetta eini sigurleikur liðsins í deildinni í sumar. Stelpurnar sem […]

Spá Arsenal sigri gegn evrópumeisturum Liverpool

Í vetur ætla Eyjafréttir að fylgjast aðeins með enska boltanum enda áhugi Eyjamanna mikill fyrir leikjum liða í Englandi.  Tvær umferðir eru nú búnar í efstu deildinni og lýtur út fyrir spennandi vetur.  Flestir telja að baráttan um titilinn verði fyrst og fremst hjá þeim liðum sem skipuðu efstu tvö sætin í vor, þ.e.a.s. englandsmeistara […]