Sorpeyðingargjöld heimila standa í stað en hækka á fyrirtæki

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja fundaði í gær þar lá fyrir endurskoðuð gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs 2020. Bæjarstjórn samþykkti að vísa gjaldskránni aftur til afgreiðslu ráðsins þar sem fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar sem samþykkt var í bæjarstjórn fyrir árið 2020 gerir ekki ráð fyrir neinum hækkunum í A-hluta sveitarsjóðs. Niðurstaða ráðsins var á þá leið að sorphirðu og […]

Óska eftir viðbótarfjárveitingu vegna viðgerða á stálþili

Framkvæmda- og hafnarráð fundaði seinnipartinn í gær þar sem til umræðu voru meðal annars viðgerðir á Friðarhafnarkanti í fundargerð ráðsins kemur fram að tilboð frá Köfunarþjónustunni vegna viðgerða á stálþili á Friðarhafnarkanti sé uppá heildarkostnað 40 milljónir króna. „Ljóst er að viðhaldsfé sem áætlað er í fjárhagsáætlun ársins 2019 nægir ekki til að ljúka þessu […]

Gatnaviðgerðir og malbikun

Í þessari viku er áætlun að malbika og laga götur. Af því hlýst einhver röskun á umferð og eru ökumenn beðnir um að taka tillit til þess og virða merkingar og vinnusvæði. Á morgun þriðjudag er áætlað að laga gatnamót á Strandvegi, við Heiðarveg, Flatir og Garðaveg og verður einhver truflun á umferð eftir Strandvegi […]

Umgengni um höfnina er að mörgu leyti til skammar

Farið yfir mengunarvarnaráætlun Vestmannaeyjahafnar á fundi Framkvæmda og hafnaráðs í vikunni, en þar var farið yfir verklag og fyrirliggjandi endurnýjun meðal annrs með tilliti til breyttra aðstæðna og hvaða úrræði eru til staðar þegar mengunarslys verður. „Ljóst er að umgengni um höfnina er að mörgu leyti til skammar og að ákveðin vitundarvakning þarf að eiga […]

Unnið verður áfram að endurskoðun samnings við Kubb ehf

Sorpmálin hafa verið í deiglunni undanfarið eins og Eyjafréttir hafa greint frá og á fundi framkvæmdar og hafnarráðs í vikunni greindi Guðmundur Ásgeirsson formaður frá samskiptum við Kubb ehf, viðræðum um gjaldskrá og efndir samninga. Fram kom í máli formanns að 5% vísitöluhækkun á gjaldskrá sem koma átti til framkvæmda 1.janúar sl. hefur ekki komið til […]

Það gætir mikillar óánægju með stöðu sorpmála í bænum

Sorpmálin hafa verið í deiglunni undanfarið, en bæjarbúar greiða hátt sorphirðugjald og flestir reyna flokka samviskusamlega í tunnurnar þrjár. Um jólin var sorphirðan ekki samkvæmt plani og mikil óánægja hefur verið meðal bæjarbúa vegna þessa. Ekki lagaðist sú óánægja þegar margir sáu starfsmenn frá Kubb ehf sem hirðir ruslið í Vestmannaeyjum blanda saman ruslinu sem […]

Regla kemst á sorphirðu í næstu viku

227. fundur framkvæmda- og hafnaráðs fór fram í gær. Þar voru sorphirða og sorpeyðing meðal umræðuefna. Geir Zöega stjórnarformaður Kubbs ehf mætti á fundinn og fór yfir stöðuna í sorphirðu og sorpeyðingu. Fram kom að röskun hefur verið á sorphirðu í desember en áætlanir gera ráð fyrir að regla verði komin á sorphirðu í vikunni […]

10 ára samningaviðræðum við vegagerðina að ljúka

Á fundi framkvæmda- og hafnaráðs síðastliðinn föstudag, 17. ágúst lágu fyrir drög að samningi milli Vegagerðarinnar og Vestmannaeyjabæjar vegna skila Vegagerðarinnar á þjóðvegum í þéttbýli. „Með setningu vegalaga nr. 80/2007, var mælt fyrir um nýja skilgreiningu á stofnvegum sem leiddi til þess að fjöldi stofnvega í og við þéttbýli féllu úr tölu þjóðvega og urðu sveitarfélagsvegir. […]