Vestmannaeyjavöllur í 8. sæti

Fimm íslenskir golfvellir eru taldir upp á topp-100 “X-Factor” lista tímaritsins Golf World fyrir “meginland” Evrópu, þ.e. utan Bretlandseyja. Vestmannaeyjavöllur, sem prýðir forsíðu tímaritsins, er í 8. sæti, en Brautarholtsvöllur er í fjórða sæti, efstur allra íslensku vallanna. Allir fimm vellirnir eru í topp 50 á listanum. 4. Golfklúbbur Brautarholts – Brautarholt Golf Club 8. […]
Perla Sól og Kristján Þór Íslandsmeistarar

Íslandsmótinu í golfi 2022 lauk í Vestmanneyjum í dag 7. ágúst en mótið hófst fimmtudaginn 4. ágúst. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR og Kristján Þór Einarsson, GM eru Íslandsmeistarar í golfi 2022. Þetta er í fyrsta sinn sem hin 15 ára Perla Sól fagnar þessum titli og í annað sinn sem Kristján Þór sigrar á Íslandsmótinu […]
Golfinu frestað

Tilkynning frá mótsstjórn Íslandsmótsins í golfi 2022 í Vestmannaeyjum. Frá síðustu tilkynningu hefur úrkoma verið mjög mikil og völlurinn er óleikhæfur vegna bleytu. Leikur hefst ekki kl. 15:00. Lokatilraun til að hefja leik verður gerð kl. 16:30 en staðfesting frá mótsstjórn verður birt kl. 15:30. (meira…)
Golf – Ræst klukkan 15.00 á Íslandsmótinu

Keppni á fjórða og síðasta degi Íslandsmótsins í golfi í Vestmannaeyjum var frestað vegna veðurs kl. 10.00 í morgun. Keppni hófst klukkan sex í morgun og eru margir keppendur langt komnir með lokahringinn. Nú er ákveðið að hefja leik kl. 15.00 þegar veður á að hafa gengið niður. Völlurinn er mjög blautur sem gerir keppendum […]
Íslandsmótið í bið vegna veðurs

Keppni á fjórða og síðasta degi Íslandsmótsins í golfi í Vestmannaeyjum hefur verið frestað vegna veðurs. Keppni hófst klukkan sex í morgun og eru margir keppendur langt komnir með lokahringinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Golfsambandinu og fer mótstjórn yfir stöðuna. Keppni hefst í fyrsta lagi kl. 13.00 og fá keppendur upplýsingar sendar í SMS […]
Íslandsmótið í golfi, 3. dagur

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, er efst þriðja keppnisdaginn í röð í kvennaflokknum en hún lék á höggi undir pari vallar í dag, 69 högg. Kristján Þór Einarsson, GM, er efstur eftir þriðja keppnisdaginn á 6 höggum undir pari vallar. Kristján Þór, sem fagnaði Íslandsmeistaratitlinum á Vestmannaeyjavelli árið 2008, er með tveggja högga forskot á Sigurð […]
Staðan í golfinu

Staðan í lok 2. keppnisdags, en spilað verður í dag og á morgun, sunnudag og verður sjónvarpað frá mótinu báða dagana Útsending hefst kl. 15:00 í dag að á aðalrás RÚV. GV á 10 fulltrúa í mótinu en 7 þeirra náðu niðurskurðinum sem er frábær árangur. Eru það Rúnar Þór Karlsson, Kristgeir Orri Grétarsson, Hallgrímur […]
Aldrei fleiri konur en nú

Íslandsmótið í golfi hófst í Eyjum í dag, en 108 keppendur eru skráðir til leiks í karlaflokki og 44 í kvennaflokki og aldrei hafa fleiri konur tekið þátt. Keppni í kvennaflokki er lokið í dag og Ólafía Þórunn lék á 74 höggum sem eru fjögur högg yfir pari og skila henni þriðja sætinu. Guðrún Brá […]
Götulokanir við golfvöllinn

Í dag hefst Íslandsmótið í golfi á golfvellinum í Vestmannaeyjum, en þar koma saman 152 bestu kylfingar landsins. Mikið umfang er á mótinu og eru götulokanir í gildi frá kl. 06:00-15:00 frá í dag, fimmtudegi til og með sunnudags þegar mótið klárast. Einnig má gera ráð fyrir aukinni umferð á bílastæðunum við Týsheimilið og Íþróttamiðstöðina […]
Íþróttaviðburður af stærri gerðinni

Nú um helgina verður í golfi á vellinum í Vestmannaeyjum, um er að ræða gríðarlega mikilvægan íþróttaviðburð af stærri gerðinni. 152 bestu kylfingar landsins í karla- og kvennaflokki eru skráð til leiks og má segja að hafi verið hart barist um sætin, því forkeppni var haldin um síðustu lausu plássin. Mótið hefst á morgun, fimmtudag, og […]