Þorrablót í Hamarskóla

Þorrablót var haldið í Hamarsskóla í gær. Þar fengu nemendur á Víkinni og í 1.-4.bekk að smakka þorramat. Á heimasíðu Grunnskóla Vestmannaeyja kemur fram að “matinn fengum við gefins frá Akóges og þökkum við þeim kærlega fyrir.” Nemendur voru duglegir að smakka og skemmtileg stemning var í húsi þar sem Jarl tók með þeim þorravísur […]

Börnin farin að tala aftur saman

Grunnskóli Vestmannaeyja tók það skref í ágúst 2023 að breyta reglum skólans að snjalltæki í einkaeign væru óheimil í skólanum. Síðustu ár hefur skólinn lagt áherslu á spjaldtölvuinnleiðingu og í dag eru allir nemendur komnir með sinn eigin ipad eða chrombook. Stjórnendur skólans segja að símar í skólanum geta einnig skapað vandræði hvað varðar persónuvernd, […]

Athyglisverð verkefni útskriftarnema

Það er við hæfi að sýna lokaverefni 10. bekkinga í Grunnskóla Vestmannaeyja frá síðasta vori. Þau sýndu lokaverkefni sín í sal Grunnskólans og kom á óvart hversu fjölbreytt þau voru.   Af öðrum verkefnum má nefna að Teitur Sindrason, Hákon Tristan Bjarnason og Benóný Þór Benónýsson spurðu, hvernig hafa yfirburðir heimavalla áhrif á frammistöðu liða í […]

Farsímanotkun nú óheimil í Grunnskóla Vestmannaeyja

Grunnskóli Vestmannaeyja hefur ákveðið að banna nemendum með öllu að nota farsíma í skólanum. Þó nokkrir skólar á landinu hafa gert hið sama og hefur bann á símum í skólum verið mikið í umræðunni upp á síðkastið. Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri GRV, boðaði farsímabannið á setningu skólans í Íþróttamiðstöðinni fyrr í dag. „Við létum vita […]

Grunnskóli Vestmannaeyja settur á morgun

Á morgunn miðvikudaginn 23. ágúst verður skólasetning hjá 2-10 bekk í íþróttahúsinu kl. 11:30. Eftir setningu fara nemendur í sínar skólastofur og hitta þar umsjónakennara. Foreldrar eru velkomnir með. Skóli hefst samkvæmt stundatöflu þann 24. ágúst hjá 2. -10. bekk. Einstaklingsviðtöl hjá 1. bekk eru 23. ágúst, umsjónarkennarar hafa samband vegna tímasetninga. Skólasetning hjá 1. […]

Neistinn er kveiktur!

Það er mikið fagnaðarefni að upphafsmarkmiðin með rannsókar-og þróunarverkefninu ‘’Kveikjum neistann!’’ hér í Eyjum hafa náðst. Takmarkið var að eftir 2. bekk væru 80% nemenda læs og niðurstaðan varð að 83% nemenda teljast læs samkvæmt því mati sem lagt var fyrir. Í gær birtist síðan samantekt á niðurstöðum frá 20 þátttökuskólum um allt land, sem […]

Ánægja með árangurinn – 83% barna í Grunnskóla Vestmannaeyja teljast læs

Læs – Nýtt lestrarpróf við lok 2. bekkjar grunnskóla. Áskoranir og árangur, tækifæri til breytinga Nýtt lestrarpróf LÆS, sem metur hvort barn telst læst við lok 2. bekkjar grunnskóla hefur litið dagsins ljós. Að vera læs merkir að barn getur lesið aldurssvarandi texta án vandkvæða, fumlaust og af nákvæmni og skilið innihald. Prófið er þróað af þremur […]

Skóladagur Barnaskólans

Skóladagur Barnaskólans verður haldin á morgun miðvikudag milli kl. 17.00-19.00 Kaffisala, þrautir og alls konar húllumhæ verður til staðar og allir eru velkomnir. (meira…)

Snemmbær stuðningur í hnotskurn

Leikskólarnir munu innleiða þróunarverkefnið Snemmbær stuðningur í hnotskurn á komandi skólaári. Það er Menntamálastofnun sem leiðir verkefnið. Þetta kemur fram á síðasta fundi fræðsluráðs. Samkvæmt verkáætlun frá Menntamálastofnun þarf að gera ráð fyrir einum starfsdegi í ágúst fyrir undirbúning og námskeið fyrir starfsmenn í tengslum við verkefnið. Þann dag er starfsdagur samkvæmt samþykktu skóladagatali og […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.