Umsjónarkennarar og stjórnendur GRV veturinn 2018-2019

Gengið hefur verið frá öllum ráðningum umsjónakennara og stjórnenda við Grunnskóla Vestmannaeyja fyrir veturinn 2018-2019. Miklar breytingar hafa átt sér stað á stjórnendateymi skólans. Anna Rós Hallgrímsdóttir tekur við sem skólastjóri. Einar Gunnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri í Barnaskóla, hann er ráðinn tímabundið í eitt ár í fjarveru Ingibjargar Jónsdóttur. Óskar Jósúason hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri í Hamarsskóla. […]

Grunnskóli Vestmannaeyja var settur á fimmtudag

Grunnskóli Vestmannaeyja var settur síðasliðinn fimmtudag, 23. ágúst. Skólasetningin var að þessu sinni í íþróttahúsinu fyrir 2. -10. bekk. Nýr skólastjóri Anna Rós ræddi við nemendur og foreldra og Jarl Sigurgeirsson stýrði skólasöngnum, sem ber heitið Gleði, öryggi og vinátta, við ágætar undirtektir. Það var fjölmennt á setningunni og ekki annað að sjá en nemendur […]

Foreldrar þurfa ekki að kaupa nein námsgögn

Á fimmtudaginn verður Grunnskóli Vestmanneyja settur eftir sumarfrí. Á föstudaginn hefst svo kennsla hjá nemendum. Vakin er athygli á því að foreldrar og forráðamenn nemenda þurfa ekki að kaupa nein námsgögn þennan veturinn eins og segir í tilkynningu frá skólanum hér að neðan. (meira…)