Loðnuleit rædd í ríkisstjórn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir stöðu loðnuleitar. Vísaði ráðherra til þess að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið heimilaði nýverið grænlenska uppsjávarskipinu Polar Amaroq að stunda rannsóknir á loðnu innan íslensku efnahagslögsögunnar fyrir vestan og norðan Ísland á tímabilinu 20. til 28. nóvember síðastliðinn. Hafrannsóknastofnun hefur fengið öll gögn […]

Kap tekur þátt í loðnumælingum

Ráðgert er að halda til loðnumælinga um næstu helgi á fjórum veiðiskipum. Mælingarnar eru samstarfsverkefni SFS, Hafrannsóknastofnunar og loðnuútgerða, og kostaðar af þeim síðastnefndu því mælingar í desember voru ekki á rannsóknaáætlun Hafrannsóknastofnunar. Niðurstöður loðnukönnunar á grænlenska uppsjávarveiðiskipinu Polar Amaroq sem lauk í síðustu viku sýndu austlægari útbreiðslu loðnu en síðustu ár á þessum árstíma […]

SFS styrkja Hafrannsóknastofnun um 65 milljónir króna til loðnurannsókna í desember

Mælingar á loðnustofninum við Ísland hafa gengið erfiðlega á umliðnum tveimur árum, með þeim afleiðingum að engin loðnuvertíð var í fyrra eða í ár. Í ljósi þess að fiskveiðar eru helsta stoð íslensks efnahagslífs, þá er þessi staða einstaklega óheppileg. Óyggjandi vísbendingar úr mælingum á umliðnum mánuðum eru á þá leið að veiðistofninn sé sterkur. […]

Auglýst eftir skipum til loðnumælinga

Ríkiskaup, fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar, hefur auglýst eftir tilboðum vegna tímabundinnar leigu á skipum til bergmálsmælinga á stærð hrygningarstofns loðnu í vetur. Um er að ræða útboð vegna hefðbundinna mælinga sem verða notaðar til grundvallar að lokaráðgjöf Hafrannsóknastofnunar vegna loðnuveiða á vertíðinni 2020/21. Útboðin verða með möguleika á framlengingu til fleiri ára ef aðilar sammælast um […]

Rannsaka íslenska sumargotsíld

Bjarni Sæmundsson hélt í árlegan haustleiðangur Hafrannsóknastofnunar í gærkvöldi frá þessu er greint í frétt á vef stofnunarinnar. Megintilgangur leiðangursins í ár er tvíþættur, langtímavöktun á ástandi sjávar umhverfis landið og bergmálsmælingar á íslenskri sumargotssíld. Eins verður fjölmörgum öðrum verkefnum sinnt. Ástand sjávar Gerðar verða mælingar á hitastigi, seltu og súrefni á fleiri en 70 […]

Hafrannsóknastofnun leggur til að ekki verði leyfðar loðnuveiðar á vertíðinni 2020/2021

Bergmálsmælingar á stærð loðnustofnsins fóru fram á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni og norska uppsjávarskipinu Erosi dagana 7. september – 5. október. Frá þessu er greint í frétt á vef Hafrannsóknarstofnunar. Rannsóknarsvæðið náði frá landgrunninu við Austur Grænland frá um 73°20’N og suðvestur með landgrunnskanti Grænlands suður fyrir 64°N, um Grænlandssund, Íslandshaf, hafsvæðis vestan Jan Mayen og […]

Leggja til aukningu í síld en samdrátt í makríl og kolmunna

VSV Makríll (3)

Í dag 30. september veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráð um veiðar ársins 2021 fyrir norsk-íslenska síld, makríl og kolmunna. Frá þessu er greint á vef Hafrannsóknarstofnunar. Norsk-íslensk vorgotssíld ICES leggur til í samræmi við samþykkta aflareglu strandríkja að afli ársins 2021 verði ekki meiri en 651 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 526 þúsund tonn og […]

Fundað um fyrirkomulag loðnuleitar

Fyrirkomulag loðnuleitar í haust og vetur var til umræðu á fundi sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, boðaði til í gær með fulltrúum Hafrannsóknastofnunar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Á fundinum fóru fulltrúar Hafrannsóknastofnunar yfir fyrirhugaða leit. Þar kom fram að hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson heldur í haustleiðangur á mánudaginn og stendur hann yfir í […]

72% minna af makríl við Ísland

Hafrannsóknarstofnun hefur birt samantekt sameiginlegs uppsjávarleiðangurs Íslendinga, Grænlendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana sem farinn var á tímabilinu 1. júlí til 4. ágúst 2020. Meginmarkmið leiðangursins var að meta magn uppsjávarfiska í Norðaustur-Atlantshafi að sumarlagi. Vísitala lífmassa makríls var metinn 12,3 milljónir tonna sem er 7% hækkun frá árinu 2019 og er mesti lífmassi sem mælst […]

Ólíklegt að makríllinn mæti

Anna Heiða Ólafsdóttir var leiðangursstjóri í uppsjávarleiðangri á hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni þar sem togað var fyrir makríl, gerðar bergmálsmælingar á kolmunna og síld, miðsjávarlífríkið kannað og ástand sjávar mælt. Uppsjávarleiðangri Hafrannsóknastofnunar þetta sumarið lauk í síðustu viku. Auk Íslendinganna á Árna Friðrikssyni tóku fimm önnur skip þátt í leiðangrinum, frá Noregi, Danmörku, Færeyjum og Grænlandi. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.