Ekki hægt að mæla með veiðikvóta – leit haldið áfram eftir helgi

Bráðabirgðaniðurstaða loðnumælinga dagana 1.-9. febrúar liggur nú fyrir. Heildarmagn hrygningarloðnu samkvæmt henni er 250 þúsund tonn og hefur þá ekki verið tekið tillit til áætlaðra affalla úr stofninum vegna afráns fram að hrygningu. Þessi mæling byggir á yfirferð sem í þátt tóku RS Árni Friðriksson og uppsjávarveiðiskipin; Aðalsteinn Jónsson SU, Börkur NK, Margrét EA og […]

Fundu loðnutorfur úti af Hornströndum og Húnaflóa

Vefurinn vísir.is greinir frá því að fyrstu loðnutorfur vetrarins eru fundnar á Íslandsmiðum. Leitarleiðangur þriggja skipa undir forystu hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar sá torfur norður af Hornströndum og Húnaflóa. „Þetta er nú ekkert gríðarlegt magn sem við sáum í heildina,“ sagði Birkir Bárðarson leiðangursstjóri í samtali við fréttastofu nú um miðjan dag en Árni Friðriksson var […]

Loðnuleiðangur að hefjast

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson kom til Neskaupstaðar í morgun og þar eru einnig í höfn grænlenska skipið Polar Amaroq og Hákon EA sem munu taka þátt í loðnuleiðangri sem er að hefjast. Þá munu Bjarni Ólafsson AK og Ásgrímur Halldórsson SF einnig taka þátt í verkefninu. Tíðindamaður heimasíðunnar fór um borð í Árna Friðriksson og hitti […]

Árni Friðriksson til loðnuleitar ásamt tveimur veiðiskipum

Í byrjun þriðju viku janúar mun RS. Árni Friðriksson halda til loðnuleitar og mælinga ásamt tveimur uppsjávarveiðiskipum. Óvissa hefur verið undanfarna daga með þátttöku veiðskipa í leitinni. Útgerðir uppsjávarskipa hafa komið að loðnuleit og mælingum á síðustu árum. Í ár stóð það einnig til. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) fyrir hönd útgerðanna hafa hins vegar […]

Árni Friðriks­son fer til loðnu­mæl­inga nk. mánu­dag

Sam­komu­lag hef­ur náðst um að út­gerðir upp­sjáv­ar­skipa leggi Haf­rann­sókna­stofn­un lið við loðnu­leit og mæl­ing­ar í vet­ur. Leggja þær til tvö skip sem munu leita með rann­sókn­ar­skipi Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. Stofn­un­in greiðir um helm­ing kostnaðar við út­hald skip­anna, sam­tals um 30 millj­ón­ir króna. „Mér er létt. Þetta er mjög mik­il­vægt til að reyna að ná góðri mæl­ingu. Von­andi […]

Undirritaður samningur um útboð fyrir nýtt hafrannsóknaskip

Hafrannsóknastofnun og Ríkiskaup undirrituðu í dag samning um útboðsvinnu fyrir nýtt hafrannsóknaskip. Samninginn undirrituðu Halldór Ó. Sigurðsson forstjóri Ríkiskaupa og Sigurður Guðjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Ragnar Davíðsson sviðsstjóri þjónustu hjá Ríkiskaupum og Sólmundur Már Jónsson sviðstjóri mannauðs og rekstrar hjá Hafrannsóknastofnun voru viðstaddir undirritunina. Forsaga málsins er sú að á hátíðar­fundi Alþing­is á Þing­völl­um 18. júlí […]

Vísitala norsk-íslenskar síldar lækkar

Í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknarstofnun segir að í síðustu viku lauk fundi sérfræðinga þar sem teknar voru saman niðurstöður alþjóðlegs leiðangurs í Noregshafi og aðliggjandi hafsvæðum sem farinn var í maí síðastliðnum. Eitt af meginmarkmiðum verkefnisins er að meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar og annarra uppsjávartegunda. Því til viðbótar er ástand hafsins og vistkerfisins kannað, […]

Áskorun til stjórnvalda vegna málefna Hafró

Árangur sá er náðst hefur í fiskveiðistjórnun á Íslandsmiðum grundvallast á rannsóknum. Án þeirra myndu menn renna blint í sjóinn, í bókstaflegri merkingu. Margir stofnar við Ísland eru nýttir á sjálfbæran hátt. Stærri fiskistofnar leiða til þess að hægara verður að veiða fiskinn og veiðarnar verða umhverfisvænni. Víða um heim líta menn til reynslu Íslendinga […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.