HSÍ frestar mótahaldi til 11. nóvember

Handball in the netting of a handball goal.

Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að fresta mótahaldi sínu til 11. nóvember nk. „Vegna takmarkanna á æfingum og keppni í íþróttum hefur HSÍ frestað mótahaldi sínu til 11. nóvember nk,“ segir í tilkynningu frá HSÍ. „Unnið er að endurröðun leikja í deild og í bikarkeppni meistaraflokka og verður það kynnt nánar í næstu viku, stefnt er […]

Handboltinn fer í frí

Vegna hertra aðgerða til að sporna við útbreiðslu Covid-19 og tilmæla sóttvarnarlæknis og Almannavarna um að gert verði hlé á íþróttastarfi ákvað stjórn HSÍ á fundi sínum í dag að fresta mótahaldi í öllum aldursflokkum til og með 19. október nk., staðan verður endurmetin að þeim tíma liðnum. Mælst var til þess af sóttvarnarlækni að […]

Leik ÍBV-2 og Vængja Júpíters frestað

„Vegna hertra sóttvarnarreglna heilbrigðisráðherra hefur leikjum Þór – KA og ÍBV 2 – Vængir Júpiters í 32 liða úrslitum Coca-Cola bikars karla sem fram átti að fara í kvöld verið frestað,“ segir í tilkynningu frá HSÍ rétt í þessu. „Nýr leiktími verður gefinn út við fyrsta tækifæri.“ (meira…)

Strákarnir mæta Þór fyrir norðan

Strákarnir í meistaraflokki ÍBV sækja heim Þór Amureyri í dag kl 15.00 í leik í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handbolta. Þór situr í áttunda sæti fyrir leikinn með þrjú stig en ÍBV er í því þriðja með sex. Leikurinn verður sýndur beint á Youtube rás Þórs. (meira…)

Ásgeir Snær verður frá í 4 til 5 mánuði

Eins og Eyjafréttir greindu frá fyrr í vikunni varð Ásgeir Snær Vignisson, leikmaður meistaraflokks ÍBV í handbolta fyrir meiðslum í leik gegn Val á laugardaginn. Við skoðun á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum kom í ljós að hann hafði farið úr axlarlið. Hann fór til nánari skoðunar hjá sérfræðingi og kom þá í ljós að afleiðingarnar […]

Sveinn José til ÍBV

Línumaðurinn Sveinn José Rivera er genginn til liðs við ÍBV frá Aftureldingu á lánssamningi út tímabilið. Sveinn er 22 ára gamall sterkur línumaður sem eins og áður sagði kemur til okkar frá Aftureldingu þar sem hann lék á síðasta tímabili og á upphafi þess nýhafna. Hann er uppalinn hjá Val og hefur einnig leikið með […]

Ásgeir Snær fór úr axlarlið

Handknattleikslið ÍBV varð fyrir blóðtöku á laugardaginn í sigurleiknum á Val í Olísdeild karla. Örvhenta skyttan, Ásgeir Snær Vignisson, sem kom til liðsins í sumar frá Val, fór úr hægri axlarlið í leiknum sem ÍBV vann, 28:24. Fyrir vikið leikur Ásgeir Snær ekki með ÍBV-liðinu á næstunni. Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari ÍBV, staðfesti þetta við […]

Tvíhöfði í handboltanum

Það er komið að fyrsta tvíhöfða vetrarins en í dag mæta bæði karla og kvenna lið ÍBV liðum Vals í Olísdeildunum í Vestmannaeyjum. Stelpurnar hefja leik klukkan 14:45 og strákarnir fylgja svo á eftir klukkan 17:30. Kvenna lið Vals kom til Eyja í gær og karla liðið er væntanlegt með Herjólfi frá Þorlákshöfn. Það skal […]

ÍBV2 mætir Vængjum Júpiters í bikarnum

Í dag var dregið í 32 liða úrslit Coca-Cola bikars karla. 19 lið eru skráð til leiks og var því dregið í 3 viðureignir. ÍBV átti eitt lið í pottinum að þessu sinni en aðallið félagsins sat hjá í fyrstu umferð. ÍBV2 fékk heimaleik á móti Vængjum Júpiters sem áætlað er að fari fram 6.-7. […]

Þrjár frá ÍBV í 19 manna hópi Arnars

Arnar Pétursson hefur valið 19 leikmenn til æfinga, hópurinn hittist og æfir í Vestmannaeyjum 28. september – 3. október. Næsta verkefni hjá stelpunum okkar er áætlað 4. – 6. desember nk. en þá fer fram undankeppni HM. Liðið drógst í riðil með Norður-Makedóníu, Litháen og Grikklandi. Riðilinn verður leikinn í Norður-Makedóníu. Vegna Covid-19 heimsfaraldursins er […]