Þurfum að koma nýjum og yngri mönnum inn í hlutverk

Olís-deild karla fer af stað í kvöld þegar ÍBV heimsækir lið ÍR í Austurbergi. Flautað verður til leiks klukkan 18:00. Lið ÍR hefur tekið miklum breytingum milli ára og er spáð 11. sæti í Olísdeild karla í árleg spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna. Erlingur Richardsson þjálfari ÍBV sagði í samtali við Eyjafréttir að veturinn […]
Stelpunum spáð öðru sæti en strákunum því fimmta

Nú í hádeginu fór fram kynningarfundur vegna Olís- og Grill 66 deilda fyrir komandi handboltatímabil. Árleg spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna var kynnt að því tilefni. Karlaliði ÍBV er spáð 5. sæti í deildinni en stelpunum er spáð 2. sæti þetta árið. Nánar verður fjallað um komandi handboltavetur í næsta blaði Eyjafrétta og rætt við […]
ÍBV meistarar meistaranna

Bikarmeistarar ÍBV unnu Meistarakeppni HSÍ í karlaflokki í kvöld þegar liðið lagði deildarmeistara Vals, 24:26, leikið var á heimavelli Vals að Hlíðarenda. ÍBV hafði frumkvæðið í leiknum lengst af en staðan í hálfleik var 12:14. Leikurinn gefur góð fyrirheit fyrir komandi tímabil en Íslandsmótið hefst á fimmtudag þegar ÍBV heimsækir ÍR í Austurbergi klukkan 18:00. […]
Eina af 150 milljónkróna COVID styrk til Íþróttanna, rataði til Eyja

Handknattleiksdeild ÍBV íþróttafélags var eina félagið í Vestmannaeyjum sem hlaut styrk úr úthlutun vegna sértækra aðgerða frá sambandsaðilum og íþrótta- og ungmennafélögum sem höfðu orðið fyrir tapi eða tekjufalli vegna viðburða sem hætt var við á vormánuðum, vegna Covid-19 samtals 1.114.688 krónur. Forsaga málsins er sú að ÍSÍ skipaði vinnuhóp 25. mars sl. til að […]
Frábært tækifæri fjarri örygginu heima í Vestmannaeyjum

Eyjapeyinn Elliði Snær Viðarsson gerði í síðustu viku tveggja ára samning með möguleika á framlengingu við þýska liðið Gummersbach. Elliði er 21 árs gamall línumaður sem hefur leikið allan sinn feril með ÍBV. Elliði lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki árið 2015 og hefur um langt skeið verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og var […]
Strákarnir fara á Grenivík og mæta Magna

Fótbolta strákarnir mæta í dag klukkan 14:00 botnliðið Lengjudeildarinnar, Magna á Grenivík. Leikurinn verður í beinni útsendingu á youtube rás Magna. Klukkan 14:30 leika handboltastrákarnir um um þriðja sæti á Ragnarsmótinu gegn Selfossi á heimavelli þeirra, sá leikur verður einnig aðgegngilegur á youtube. (meira…)
ÍBV mætir Stjörnunni í Ragnarsmótinu

Strákarnir í ÍBV mæta Stjörnunni í Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi í dag kl.17:45. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Selfoss TV á Youtube. Ragnarsmótið er eitt af stóru æfingamótunum fyrir komandi tímabil í handboltanum sem hefst að öllu óbreyttu í karlaflokki þann 10. september. Þetta er annar leikur ÍBV í mótinu en strákarnir […]
Elliði Snær til Gummersbach

Elliði Snær Viðarsson hefur samið við þýska liðið Gummersbach sem leikur í næst efstu deild í Þýskalandi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu ÍBV. Fyrr í sumar var Guðjón Valur Sigurðsson ráðinn þjálfari Gummerbach og vildi hann fá Elliða til liðs við sig fyrir baráttuna í vetur. Elliði er 21 árs gamall línumaður sem hefur leikið […]
Svanur Páll semur við ÍBV

Svanur Páll Vilhjálmsson hefur skrifað undir nýjan samning við ÍBV. Svanur Páll er Eyjapeyi og leikur sem hægri hornamaður. Hann lék frá haustinu 2016 með Fram og Víkingi en kom síðan til ÍBV á láni um síðustu áramót og kláraði tímabilið í Eyjum. Nú hefur verið gengið frá endanlegum félagaskiptum hans aftur til ÍBV. “Við […]
Kristrún framlengir við ÍBV

Handboltakonan Kristrún Ósk Hlynsdóttir skrifaði fyrr í sumar undir eins árs samning við ÍBV. Kristrúnu þekkja allir ÍBV-arar enda hefur hún leikið með liðinu undanfarin ár. Kristrún lék til að mynda alla 18 deildarleikina í Olís deild kvenna á síðasta tímabili og skoraði í þeim 38 mörk. Við erum mjög ánægð að hafa tryggt okkur […]