Björn Viðar Björnsson gerir nýjan samning við ÍBV

Björn Viðar skrifaði fyrr í sumar undir nýjan 1 árs samning við ÍBV. Björn Viðar hefur leikið með liðinu síðustu 2 tímabil við góðan orðstír. Hann tók skóna víðfrægu af hillunni fyrir tímabilið 2018-19, þegar hann hljóp undir bagga þegar markmannsvandræði komu upp í byrjun tímabils og hefur hann stimplað sig virkilega vel inn hjá […]
ÍBV afþakkar sæti í Evrópukeppni næsta vetur

Á þriðjudaginn rann út frestur til að skrá sig til þátttöku í Evrópukeppnum EHF. Alls eru fimm félagslið skráð til keppni frá Íslandi en Valsmenn skráðu sig til leiks í Evrópudeild karla og Afturelding og FH skráðu sig til leiks í EHF keppni karla. Valur og KA/Þór skráðu sig í EHF keppni kvenna. Karlalið ÍBV […]
Penninn á lofti í handboltanum

ÍBV hefur kynnt samninga við tvo unga uppalda leikmenn það sem af er júlí en það eru þau Ásta Björt og Ívar Logi. Ásta Björt Júlíusdóttir hefur gert nýjan 1 árs samning við ÍBV. Ásta er eins og allir vita uppalin Eyjastelpa sem hefur leikið vel með liðinu undanfarin ár. Á síðasta tímabili fékk Ásta […]
Petar Jokanovic framlengir við ÍBV

Petar Jokanovic hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við ÍBV. Þetta kemur fram á facebooksíðu ÍBV en þar segir “Petar kom til liðs við ÍBV fyrir síðasta tímabil og átti fínasta tímabil. Hann varði á köflum meistaralega í markinu og átti m.a. stóran þátt í sigri liðsins í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni í mars. Petar […]
Sjö ÍBV stelpur í landsliðsverkefnum

Magnús Stefánsson og Díana Guðjónsdóttir þjálfarar U-18 ára landsliðs kvenna hafa valið 24 leikmenn til æfinga næstu tvær helgar. Æfingar fyrri helgina fara fram að Ásvöllum í Hafnarfirði en síðari helgina verður æft í Kórnum í Kópavogi. Auk Magnúsar þjálfara á ÍBV 4 fulltrúa í hópnum en það eru: Aníta Björk Valgeirsdóttir Bríet Ómarsdóttir Harpa […]
Lokahóf handboltans, verðlaunahafar og myndir

Handbolta menn og konur gerðu sér glaðan dag í gærkvöldi þegar lokahóf hanknattleiksdeildar ÍBV fór fram. Veitt voru verðlaun fyrir árangur vetrarins en það voru þau Sunna Jónsdóttir og Kristján Örn Kristjánsson sem voru valin bestu leikmenn meistaraflokkana. Hér að neðan má sjá verðlaunahafa og myndir frá kvöldinu. 3.fl kvenna Mestu framfarir: Birta Líf Agnarsdóttir […]
Bríet og Arnór hlutu Fréttabikarinn

Lokahóf handknattleiksdeildar fór fram í kvöld. Þar voru venju samkvæmt veittar viðurkenningar fyrir árangur vetrarins. Rúmlega þrjátíu ára hefð er fyrir því að Eyjafréttir veiti viðurkenningu til efnilegustu leikmanna í karla og kvenna flokki. En það voru þau þau Bríet Ómarsdóttir og Arnór Viðarsson sem hlutu Fréttabikarinn í ár. Nánar verður gerð grein fyrir öðrum […]
Vetrarlok yngri flokka (myndir)

Iðkendur og þjálfarar yngri flokka handboltans hjá ÍBV gerðu sér glaðan dag í Herjólfsdal í gær og héldu upp á Vetrarlok. Grillaðar vour pylsur og farið í leiki í góða veðrinu í Dalnum. (meira…)
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir til ÍBV

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skrifaði í dag undir samning við handknattleiksdeild ÍBV. Hönnu þarf ekki að kynna fyrir handboltaáhugamönnum en hún kemur til ÍBV frá franska liðinu Bourg-de-Péage. Hanna er alin upp á Selfossi og var markahæsti leikmaður efstu deildar þrjú ár í röð með liði Selfoss. Hanna á sterkar tengingar til Eyja en báðir foreldrar […]
Bryggjudagur ÍBV í dag

Bryggjudagur ÍBV handbolta verður haldinn í dag kl. 11:00 – 14:00. Herlegheitin verða á Skipasandi. Meðal þess sem boðið verður uppá er fiskmarkaður með fjölbreyttu úrvali fisktegunda. Þorskur, ýsa, skötuselur svo eitthvað sé nefnt. Til sölu verður kaffi og gosdrykkir, vöfflur og annað gotterí með kaffinu. Sælgæti og safar fyrir krakkana. Sölubás þar sem hægt […]