ÍBV komnir í úrslit eftir barráttusigur á Haukum

Það var ekki að sjá á áhorfendastúkunnu í Laugardalshöllinni í kvöld, þegar ÍBV mætti Haukum í undanúrslitum Coca-cola bikarsins, að leikurinn væri í næsta nágreni við Hafnafjörðin. Eyjamenn voru mikið fjölmennari og létu vel í sér heyra. Leikurinn var í járnum framan af og eftir átta mínútna leik var staðan aðeins 1-1. Jafnt á öllum […]
Bærinn var á öðrum endanum

ÚRKLIPPAN – 29 árum seinna Gamla fréttin að þessu sinni er af skemmtilegra taginu, en ekki dugði minna til en sérstakt aukablað sem kom út þann 5. mars 1991 eftir að ÍBV tryggði sér bikarmeistaratitil í háspennuleik gegn Víkingum í Laugardalshöllinni. Þann fyrsta í sögu félagsins. Við fengum Sigurð Gunnarsson spilandi þjálfara liðsins til að […]
ÍBV og Haukar mætast í Laugardalshöll – 3-7 í bikartitlum

ÍBV og Haukar mætast í undanúrslitum Coca cola bikarsins í dag klukkan 18:00. Liðin mættust síðast í undanúrslitum 2018 þá viðureign vann ÍBV og stóð að lokum uppi sem bikarmeistari. ÍBV hefur níu sinnum leikið í undanúrslitum og þrisvar sinnum orðið bikarmeistari. Haukar eiga öllu ríkari bikarhefð en liðið hefur 19 sinnum leikið í undanúrslitum […]
Miðasalan fer vel af stað og góð skráning í rútuferðir

Miðasala fyrir undanúrslitaleik ÍBV og Hauka í Coka cola bikarnum er hafin. Leikurinn fer fram á fimmtudaginn 5.mars í Laugardalshöll, klukkan 18:00. Miðasala fer fram í Íþróttamiðstöðinni og verða miðar til sölu þar fram á miðvikudag. Allur aðgangseyrir fyrir þessa miða rennur beint til ÍBV. Miðaverð er 2.000 kr.- fyrir fullorðna og 500 kr.- fyrir börn (miðast […]
Stelpurnar mæta HK í mikilvægum leik

HK og ÍBV mætast í dag klukkan 16:00 í Olís deild kvenna í Kórnum í Kópavogi. Um er að ræða sannkallaðan fjögurra stiga leik fyrir stelpurnar. HK situr í fjórða sæti deildarinnar einu sæti fyrir ofan ÍBV. ÍBV getur með sigri jafnað HK að stigum og fært sig skrefi nær sæti í úrslitakeppninni. (meira…)
Undanúrslit í bikarkeppni 3.flokks karla

Í kvöld spila strákarnir í 3.flokki ÍBV gegn HK í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ. Leikurinn fer fram í Íþróttamiðstöðinni og hefst klukkan 19:00. Með Sigri í þessum leik tryggja strákarnir sér sæti í bikarúrslitaleik sem fer fram í Laugardalshöll föstudaginn 6. mars. Á leiknum verða miðar til sölu á undanúrslitaleikinn hjá meistaraflokki karla gegn Haukum (meira…)
Blaðamannafundur vegna úrslitahelgi Coca Cola bikarsins í beinni

Í dag kl. 12:15 verður blaðamannafundur í sal 1 í Laugardalshöll með þjálfurum og fyrirliðum þeirra liða sem leika til undanúrslita í Coca Cola bikarnum í næstu viku. Fundurinn hefst á að stjórnandinn opnar fundinn með svo tölu og þjálfarar og fyrirliðar karla sitja fyrir svörum í panel og endað er á þjálfurum og leikmönnum […]
Sunna og Fannar framlengja

Í dag undirrituðu Sunna Jónsdóttir og Fannar Þór Friðgeirsson nýja samninga við ÍBV. Bæði gera þau samning til tveggja ára en þau hafa bæði verið hjá ÍBV síðast liðin tvö tímabil. Frá þessu er greint á facebook síðu handknattleiksdeildar ÍBV. Sunna og Fannar hafa verið í lykilhlutverkum hjá liðunum ÍBV og mikill fengur fyrir félagið […]
Erlingur framlengir við Holland

Erlingur Richardsson þjálfari meistaraflokks karla skrifaði nýverið undir nýjan samning við hollenska handknattleikssambandið, en nýr samningur er þess efnis að hann mun stýra hollenska landsliðinu til ársins 2022. Erlingur hefur starfað sem landsliðsþjálfari Hollands frá október 2017 og er að vonum ánægður með áframhaldandi vegferð með liðinu. Undir stjórn Erlings hefur hollenska liðið tekið miklum […]
ÍBV heimsækir Fjölni, stelpurnar frá Selfoss í heimsókn í Grill 66

ÍBV strákarnir fara í Grafarvoginn í dag og mæta Fjölni kl. 16:00 í Olís deild karla. ÍBV getur með sigri jafnað FH tímabundið að stigum í 4. sæti deildarinnar en FH á leik seinna í dag á móti HK. Spennan er mikil á eftihlutadeildarinnar núna þegar einungis fjórir leikir eru eftir af deildarkeppninni hjá Strákunum. […]