Stelpurnar taka á móti Stjörnunni í dag kl. 14.30

ÍBV tekur á móti Stjörnunni í leik í Olís deild kvenna í dag, laugardaginn 22. febrúar, kl. 14.30. Fyrir leikinn situr ÍBV í 7. sæti með 12 stig en Stjarnan í því þriðja með 19 stig. Eyjakonur eru jafnar Haukum og KA/Þór af stigum í 5.-7. sæti og gætu því með sigri híft sig upp […]

ÍBV fékk áminningur og sekt

ÍBV var í gær sektað um 150.000 krónur og fékk áminningu frá Mótanefnd HSÍ vegna vankanta á framkvæmd leiks ÍBV og FH í Coca cola bikarnum. Fram kemur á Visi.is að á meðal þess sem ekki var í lagi var að leikmenn þurftu að ganga í gegnum áhorfendaskarann á leið til búningsherbergja og svo var […]

Eyjamenn bornir þungum sökum

Ummæli sem Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður hjá Stöð 2 lét falla í beinni útsendingu á mánudagskvöld hafa vakið athygli víða. Guðjón lýsti leik Selfoss og Aftureldingar í beinni útsendingu á Stöð 2 sport í Olís deild karla ásamt Guðlaugi Arnarsyni. Í umræðu um svokallað „Júggabragð“ lætur Guðjón eftirfarandi orð falla: „Eyjamenn eru klókir í þessu þeir gera þetta mikið, takið eftir.“ […]

Eyjakrakkar í hæfileikamótun HSÍ

Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins fer fram helgina 28.febrúar til 1.mars. Þar æfa strákar og stúlkur fædd 2006 undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar og Rakelar Daggar Bragadóttur en þar fá leikmenn smjörþefinn af því hvernig yngri landslið HSÍ æfa. Við í ÍBV eiga fulltrúa, bæði í stúlku- og strákahópnum, sem við eru ótrúlega stolt af. […]

Riddararnir biðjast afsökunar, engin meiðyrði á mömmunum

Stuðningsmannahópur ÍBV Hvítu riddararnir sendu eftir hádegi í dag frá sér afsökunarbeiðni eftir umfjöllun fréttablaðsins um hegðun hópsins í bikarleik á dögunum. Samkvæmt heimildum fréttablaðsins mættu riddararnir með myndir af mæðrum leikmanna og öskruðu og börðu á klefahurðina eftir leik. Einnig kemur fram að á myndirnar hafi verið skrifuð alls konar skilaboð. Meðfylgjandi ljósmynd sýnir riddarana með mömmumyndirnar frægu […]

ÍBV mætir Haukum í undanúrslitum

Dregið var í undanúrslit Coca Cola bikarsins nú rétt í þessu í Smárbíó. ÍBV mætir Haukum í final four í Laugardalshöll 5. mars klukkan 18:00. Í hinni viðureigninni mætast Afturelding og Stjarnan klukkan 20:30. Undanúrslitin fara fram í Laugardalshöll 4. mars hjá konunum og þann fimmta hjá körlunum. Úrslitaleikirnir verða svo leiknir laugardaginn 7. mars. […]

Dregið í bikarnum á þriðjudag – myndir frá leiknum í gær

ÍBV tryggði sér á ævintýralegan hátt sæti í 4 liða úrslitum Coca cola bikarsins í gærkvöldi með 24-22 sigri á liði FH í Vestmannaeyjum. Dregið verður í hádeginu þriðjudaginn 11. febrúar og verður drátturinn í beinni útsendingu á facebook síðu HSÍ. Auk ÍBV eru í pottinum karla megin Haukar, Stjarnan og Afturelding. Hjá konunum eru […]

Siggi Braga í tveggja leikja bann

Sigurður Bragason þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍBV var á fundi aganefndar HSÍ í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna grófrar óíþróttamannslegrar hegðunar í leik Fram U og ÍBV U í meistaraflokki kvenna þann 2.2.2020. Úrskurður aganefndar: Sigurður Bragason starfsmaður ÍBV U hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar hegðunar í leik Fram U og […]

Fara strákarnir í Laugardalshöll?

ÍBV og FH mætast í 8 liða úrslitum Coca Cola bikarsins í Vestmannaeyjum í kvöld kl. 18:30. Undir er farmiði í final-four í Laugardalshöll en undanúrslit fara fram fimmtudaginn 5. mars og úrslitaleikunrinn síðan laugardaginn 7. mars. Nú þegar hafa Stjarnan og Haukar tryggt sér sæti í undanúrslitum en einnig mætast í kvöld Afturelding og […]

Handbolti um helgina

Það er stór helgi framundan hjá deildinni, en allflestir flokkar eru að spila um helgina. 5., 6. og 7. flokkar karla og kvenna eru að fara á fjölliðamót á höfuðborgarsvæðinu og ríkir mikil eftirvænting hjá krökkunum. Hérna eru svo plan helgarinnar hjá þeim sem eldri eru, allir leikir uppi á landi nema 1. Í Vestmannaeyjum: […]