Sex marka tap gegn Haukum

Haukar sóttu ÍBV heim í gærkvöldi í fyrsta heimaleik ársins í Olís-deild kvenna í handknattleik. Jafnræði var með liðunum í uppphafi en um miðbik fyrri hálfleiks tóku Haukakonur öll völd. Staðan í hálfleik 10-15, Haukum í vil. Guðný Jenný Ásmundsdóttir kom í mark ÍBV í síðari hálfleik og átti stórleik, varði níu skot. Hún átti […]

Stelpurnar steinlágu fyrir Val

Olís-deild kvenna í handbolta fór af stað í gærkvöldi eftir langt jólafrí. Stelpurnar sóttu þá heim Valskonur í toppslag. Valskonur byrjuðu mun betur, náðu fljótt undirtökunum og komust í 13-5 þegar um tíu mínútur voru eftir að hálfleiknum. Þá hafði ÍBV ekki skorað í 15 mínútur. Eyjastúlkur klóruðu aðeins í bakkann áður en hálfleiknum lauk […]

Bingóspjöldin seldust upp

Hið árlega flugeldabingó handknattleiksdeildar ÍBV var haldið í gær. Öll bingóspjöld seldust upp og kjaftfullt var í Höllinni. Grétar Þór Eyþórson, Sigurður Bragason og Gaui Sidda stjórnuðu bingóinu með stakri prýði.     (meira…)

Langþráður sigur hjá strákunum í gær

ÍBV fékk Fram í heimsókn í leik í 11. umferð Olís-deild karla í handbolta í gærkvöldi. Jafnræði var með liðunum stærsta part leiksins en Eyjamenn leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 14-12. ÍBV hélt muninum í 2 til 3 mörkum þar til um tíu mínútur voru til leiksloka að Framarar minkuðu muninn í eitt mark. […]

ÍBV og Fram mætast í kvöld

Í kvöld fer fram leikur ÍBV og Fram í Olís-deild karla. Leikurinn sem er í Vestmannaeyjum hefst klukkan 18:30. Liðin eru bæði neðarlega í deildinni, ÍBV í tíunda sæti og Fram í níunda sæti. (meira…)

Botnlið ÍBV tapaði gegn toppliði Hauka

ÍBV mætti Haukum í Hafnafirði í leik í 10. umferð Olís-deildar karla í gær. Eyjamenn byrjuðu ágætlega og komust í 1-3 en þá tóku Haukar við sér og snéru leiknum við og eftir tíu mínutna leik var staðan orðin 7-3 Haukum í vil. Eyjamenn tóku þá aðeins við sér eftir að hafa verið undir 11-7 […]

Strákarnir spila í Hafnafirði í kvöld

ÍBV mætir Haukum í kvöld Í Schenkerhöllinni í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19:15. ÍBV hefur einungis unnið tvo af fyrstu níu leikjum deildarinnar og er í 10. – 11. sæti. Haukar sitja á toppi deildarinnar. (meira…)

Bikarmeistararnir mæta Gróttu hér heima

Dregið var í 16-liða úrslit Coca-cola bikars karla í hádeginu í gær. Ríkjandi bikarmeistarar ÍBV drógust þar á móti Gróttu og mun mæta þeim í Eyjum . ÍBV 2 drógst hins vegar á móti liði ÍR og fá einnig heimaleik. Aðrir leikir í 16-liða úrslitum eru þessir: Vík­ing­ur – FH HK – Val­ur Val­ur 2 […]

Fjórfaldir meistarar nálgast botninn eftir tap gegn KA í kvöld

KA-menn mættu galvaskir til Eyja í kvöld og mættu þar ÍBV í leik í Olís-deild karla. Gestirnir tóku strax forystuna í leiknum og gáfu hana aldrei eftir, staðan í hálfleik var 11-17 KA í vil. Eyjamenn náðu sér aldrei almennilega á strik í leiknum hvorki í vörn né sókn fyrir utan um tíu mínútna kafla […]

Tap í háspennuleik í Hafnarfirði

Strákarnir í ÍBV heimsóttu Hafnarfjörðinn í kvöld þar sem þeir mættu FH í leik í áttundu umferð Olís-deildar karla. Heimamenn byrjuðu betur en Eyjamenn tóku þó fljótlega við sér og komust í 8-5 eftir frábæran varnarleik. Staðan í hálfleik 12-14 ÍBV í vil. Eyjamenn byrjuðu síðari hálfleikinn að miklim krafti og voru með fimm marka […]