ÍBV meistarar meistaranna

Eyjamenn bættu enn einum bikarnum í safnið nú í kvöld þegar þeir fengu silfurhafa Coca-cola bikarsins, Fram í heimsókn í Meistaraleiknum. Framarar byrjuðu leikinn ágætlega og það tók Eyjamenn smátíma að finna taktinn. En tóku fljótlega öll völd á vellinum og stýrðu leiknum vel. ÍBV náði mest 10 marka forystu og dreifði Erlingur Richardsson, þjálfari […]
Góðir sigrar úti í Finnlandi

Nú líður að því að Olísdeildir karla og kvenna í handbolta fari af stað á ný, en hún hefst 9. september. Undirbúningur liðanna er því í fullum gangi. Einn liður í undirbúningnum hjá körlunum var Ragnarsmótið á Selfossi sem fram fór dagana 16.-18. ágúst. Þar var keppt í tveimur riðlum. Í A-riðli léku Selfoss, ÍR […]
Ágúst Emil semur við Gróttu

Hornamaðurinn efnilegi Ágúst Emil Grétarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Gróttu. Ágúst er tvítugur og hefur leikið sem hægri hornamaður með ÍBV. Ágúst var einnig við æfingar og keppni með U-20 ára landsliði Íslands í sumar og kemur því til móts við Gróttuliðið í toppformi. „Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili. Það […]
Andri Heimir á förum frá ÍBV

Handknattleiksmaðurinn Andri Heimir Friðriksson verður ekki í röðum ÍBV í Olísdeildinni í vetur en hann er á förum frá félaginu. Andri staðfesti þetta í samtali við mbl.is í dag. Ekki liggur enn fyrir hvar Andri, sem er 28 ára, mun spila á næsta tímabili en hann er að flytja ásamt kærustu sinni til Reykjavíkur en […]
ÍBV á fjóra fulltrúa á Evrópumóti U-20 ára sem hefst í dag

U-20 ára landslið Íslands hefur leik á Evrópumótinu í Slóveníu í dagen þar á ÍBV fjóra fulltrúa. Elliða Snæ Viðarsson, Friðrik Hólm Jónsson, Daníel Griffin og Ágúst Emil Grétarsson. Fyrsti leikur liðsins er gegn liði Rúmena og hefst leikurinn kl. 13:00 á íslenskum tíma. Allir leikir mótsins verða sendir út beint á vef EHF-TV (www.ehftv.com) […]
Fjórar Eyjastelpur spiluðu með U-16

Eyjastelpurnar Andrea Gunnlaugsdóttir, Bríet Ómarsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir og Linda Björk Brynjarsdóttir tóku þátt í European Open með U-16 ára landsliðinu í handbolta sem haldið var í Gautaborg, Svíþjóð, 2.-6. júlí sl. Þetta er í fyrsta skipti sem mótið er haldið fyrir U-16 ára landslið en hingað til hefur það verið fyrir U-18 landslið. Eftir riðlakeppnina […]
ÍBV semur við markmann frá Króatíu

ÍBV í handbolta karla hefur samið við markmann frá Króatíu. Dino Spiranec er fæddur 1990 og hefur leikið með TSG Münster í Þýskalandi undanfarin ár. Hann kemur til Eyja strax eftir þjóðhátíð og hefur æfingar með liðinu. (meira…)
Sandra meðal markahæstu leikmanna mótsins

Eins og við sögðum frá í gær er íslenska kvennalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, komið áfram í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins sem nú fer fram í Debrecen í Ungverjalandi. Þar er okkar fulltrúi, Sandra Erlingsdóttir aldeilis að gera gott mót. En hún er í 5. Sæti yfir þær markahæstu í riðlakeppninni með […]
Við erum við alltaf litla liðið í þessari keppni

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, er komið áfram í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins sem nú fer fram í Debrecen í Ungverjalandi. Þær höfðu betur í gær gegn Síle 23:22, í lokaumferð riðlakeppninnar á heimsmeistaramótinu. Sandra Erlingsdóttir leikmaður ÍBV skorði sex mörk í leiknum í gær. Ísland endaði í þriðja sæti B-riðils […]