ÍBV meistarar meistaranna

Eyjamenn bættu enn einum bikarnum í safnið nú í kvöld þegar þeir fengu silfurhafa Coca-cola bikarsins, Fram í heimsókn í Meistaraleiknum. Framarar byrjuðu leikinn ágætlega og það tók Eyjamenn smátíma að finna taktinn. En tóku fljótlega öll völd á vellinum og stýrðu leiknum vel. ÍBV náði mest 10 marka forystu og dreifði Erlingur Richardsson, þjálfari […]

Góðir sigrar úti í Finnlandi

Nú líður að því að Olísdeildir karla og kvenna í handbolta fari af stað á ný, en hún hefst 9. september. Undirbúningur liðanna er því í fullum gangi. Einn liður í undirbúningnum hjá körlunum var Ragnarsmótið á Selfossi sem fram fór dagana 16.-18. ágúst. Þar var keppt í tveimur riðlum. Í A-riðli léku Selfoss, ÍR […]

Ágúst Emil semur við Gróttu

Hornamaðurinn efnilegi Ágúst Emil Grét­ars­son hef­ur skrifað und­ir tveggja ára samn­ing við Gróttu. Ágúst er tví­tug­ur og hefur leikið sem hægri hornamaður með ÍBV. Ágúst var einnig við æf­ing­ar og keppni með U-20 ára landsliði Íslands í sum­ar og kem­ur því til móts við Gróttuliðið í topp­formi. „Ég er mjög spennt­ur fyr­ir kom­andi tíma­bili. Það […]

Andri Heim­ir á för­um frá ÍBV

Hand­knatt­leiksmaður­inn Andri Heim­ir Friðriks­son verður ekki í röðum ÍBV í Olís­deild­inni í vet­ur en hann er á för­um frá fé­lag­inu. Andri staðfesti þetta í sam­tali við mbl.is í dag. Ekki ligg­ur enn fyr­ir hvar Andri, sem er 28 ára, mun spila á næsta tíma­bili en hann er að flytja ásamt kærustu sinni til Reykja­vík­ur en […]

ÍBV á fjóra fulltrúa á Evrópumóti U-20 ára sem hefst í dag

U-20 ára landslið Íslands hefur leik á Evrópumótinu í Slóveníu í dagen þar á ÍBV fjóra fulltrúa. Elliða Snæ Viðarsson, Friðrik Hólm Jónsson, Daníel Griffin og Ágúst Emil Grétarsson. Fyrsti leikur liðsins er gegn liði Rúmena og hefst leikurinn kl. 13:00 á íslenskum tíma. Allir leikir mótsins verða sendir út beint á vef EHF-TV (www.ehftv.com) […]

Fjórar Eyjastelpur spiluðu með U-16

Eyjastelpurnar Andrea Gunnlaugsdóttir, Bríet Ómarsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir og Linda Björk Brynjarsdóttir tóku þátt í European Open með U-16 ára landsliðinu í handbolta sem haldið var í Gautaborg, Svíþjóð, 2.-6. júlí sl. Þetta er í fyrsta skipti sem mótið er haldið fyrir U-16 ára landslið en hingað til hefur það verið fyrir U-18 landslið. Eftir riðlakeppnina […]

ÍBV semur við markmann frá Króatíu

ÍBV í handbolta karla hefur samið við markmann frá Króatíu. Dino Spiranec er fæddur 1990 og hefur leikið með TSG Münster í Þýskalandi undanfarin ár. Hann kemur til Eyja strax eftir þjóðhátíð og hefur æfingar með liðinu. (meira…)

Sandra meðal markahæstu leikmanna mótsins

Eins og við sögðum frá í gær er íslenska kvennalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, komið áfram í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins sem nú fer fram í Debrecen í Ungverjalandi. Þar er okkar fulltrúi, Sandra Erlingsdóttir aldeilis að gera gott mót. En hún er í 5. Sæti yfir þær markahæstu í riðlakeppninni með […]

Við erum við alltaf litla liðið í þess­ari keppni

Íslenska kvenna­landsliðið í hand­knatt­leik, skipað leik­mönn­um 20 ára og yngri, er komið áfram í 16-liða úr­slit heims­meist­ara­móts­ins sem nú fer fram í Debr­ecen í Ung­verjalandi. Þær höfðu betur í gær gegn Síle 23:22, í lokaum­ferð riðlakeppn­inn­ar á heims­meist­ara­mót­inu. Sandra Erlingsdóttir leikmaður ÍBV skorði sex mörk í leiknum í gær. Ísland endaði í þriðja sæti B-riðils […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.